Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 49

Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 , 49 MINNINGAR að kamparnir hefðu ýfst. Skódinn haíi hins vegar eitthvað lemstrast og var farinn að gefa frá sér torkennileg hljóð, er komið var á leiðarenda. Sumarið 1981, nánar tiltekið 25. og 26. júlí 1981, stóð Einar fyrir því að haldið var ættarmót að Ormsstöðum í Hallormsstaðaskógi, þar sem búið höfðu foreldrar hans, Pétur Einars- son og Ingileif Sigurðardóttir, sem þangað komu frá Víðivöllum ytri, þar sem þau höfðu verið í vinnumennsku hjá frænda Péturs, Tryggva Ólafs- syni. Var ættarmót þetta fjölsótt af afkomendum þeirra Péturs og Ingi- leifar og vel að því staðið. Naut Einar sín vel og fræddi þá, sem fræðast vildu og áhuga höfðu um lífshætti þess tíma, er Einar og bræður hans uxu þar úr grasi á Hesthússgrun- dinni á Ormsstöðum, sem og um ætt- ir Péturs og Ingileifar og áa, en Ein- ar var fróður vel um þessa hluti og lagði sig fram um að upplýsa afkom- endur Péturs og Ingileifar um þessar rætur sínar, sem hann taldi nokkurs virði. A hann þakkir skildar fyrir og þá einnig útgáfu bókarinnar Aar og niðjar, ævi og þættir Péturs Einars- sonar og Ingileifar Sigurðardóttur frá Ormsstöðum, en bók þessa, sem er hin mesta gersemi, skráði Gísli Gunnarsson sagnfræðingur eftir frá- sögn Einai’s, en Gísli er giftur bróð- urdóttur hans, Sigríði Sigurbjörns- dóttur. Eru þar raktar ættir móður Péturs, Sigríðar, er vai- dóttir Ög- mundar bónda að Bárðarstöðum í Loðmundarfirði, Jónssonar bónda að Hólalandi, Borgarfirði eystra, Ög- mundssonar að Breiðuvík í Borgar- firði eystra, er var sonur Odds Guð- mundssonar bónda að Nesi í Loðmundarfirði af Galdra-Imbuætt. Ættir föður Péturs, Einars Sigfús- sonar, bónda að Breiðuvík í Borgar- firði eystra, eru einnig austfirskar, en langafi Einars Sigfússonar í móð- urætt var Gísli bóndi að Bakka, Borgarfirði eystra, sonur Halldórs prests að Desjamýri, er var sonur Gísla Gíslasonar, gamla prests, á sama stað. Langafi Einars Sigfús- sonar í föðurætt var hins vegar Þor- steinn, bóndi að Melum í Fljótsdal, en frá honum er komin Melaætt, sem flestir Austfirðingar era af. Ingileif Sigurðardóttir vai' hins vegar ekki austfirsk, heldur hornfirsk og af Norðurlandi. Var móðir Ingileifar, Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Horni í Nesjum, komin af bændum bæði í Nesjum og Lóni í Homafirði, sem virðast hafa verið nokkuð skyldir innbyrðis. Langafi Sigurbjargar Sig- urðardóttur í móðurætt var Ketill, bóndi að Hvammi og Volaseli í Lóni, Ófeigsson Ámasonar frá Krossal- andi í Lóni, sem var bróðir Einars Amasonar á Þorgeirsstöðum sem var aftur langafi Sigurðar föður Sig- urbjargar. Mun þetta hafa verið al- gengt í afskekktum byggðarlögum áður fyrr. Faðir Ingileifar, Sigurður Einarsson bóndi í Rauðholti, sonur Einars á Stakahjalla átti hins vegar ættir að rekja til Eyjafjarðar og í Þingeyjarsýslu. Um hann segir Benedikt Gíslason frá Hofteigi í ætt- um Austfirðinga, bls. 725: „Einar á Hjalla, Jónsson var gott skáld, faðir Sigurðar í Rauðholti, föður hinna merku Rauðholtssystkina. Varðandi það hvernig Einar hafi komið út úr „ættanna kynlega blandi“ held ég að hann hafi verið meiri Austfirðingur en Homfu'ðing- ur. Nýtinn og aðhaldssamur í fjármál- um, en hugsaði vel um sína. Er Einar brá búi lét hann jörðina Amhólsstaði í hendur dóttur sinnar, Ingibjai'gar, með allri áhöfn og tækjum, án endur- gjalds. Reisti sér veglegt hús niður á Egilsstöðum, að Bjarkarhlíð, þar sem hann og Sigríður áttu góða daga og gott var að koma er leiðin lá aust- ur á land, sem var reyndar alltof sjaldan. Ef Sigríður var ekki heima, var skroppið út í búð, keyptur ís, ávextir og rjómi og mallað í gestina. Eitt- hvað urðu menn að láta ofan í sig. Eftir að Einar settist að á Egils- stöðum, þar sem hann bjó í yfir 20 ár gat hann ekki setið aðgerðarlaus, löggilt gamalmennið, en stundaði ýmsa íhlaupavinnu, svo sem slátur- vinnu á haustin. Á sumrin ræktaði hann trjáplöntur til sölu og til að gefa á skika rétt utan við Egilsstaði, en þar kunni hann vel til verka og hafði í því efni lært af föður sínum, sem ver- ið hafði verkstjóri við skógræktina á Hallormsstað meðfram búskap og meðal annars sett niður þær lerkip- löntur, sem nú rísa hæst í Guttorms- lundi. Síðustu árin vom Einari þó erfíð, eins og mörgum er komast á háan aldur, en hann var þá orðinn nær blindur. Ekki bætti úr skák að hans ástkæra kona Sigríður varð ósjálf- bjarga vegna alzheimer-sjúkdóms, en hún lést fyrir tveimur árum. Mjög kært var með þeim hjónum og ann- aðist Einar konu sína af mikilli kost- gæfni í hennar erfiða sjúkdómi. Er Sigríður hafði kvatt, var því nánast um bið að ræða. Síðasta æviár sitt var Einar á elliheimilinu á Seyðis- firði, þar sem vel var um hann hugs- að. Þar andaðist hann í svefni 14. mars síðastliðinn, á 87. aldursári. Eg þakka fyrir að hafa kynnst sér- stæðum og góðum frænda, sem fróð- ur var um Austurland og ættir sínar. Hann er nú horfinn héðan að loknu farsælu ævistarfi. Steingrímur Þormóðsson. Skömmu eftir að ég kynntist konu minni, Sigiíði Sigurbjörnsdóttur, seinni part ársins 1968, þótti við hæfi að við færum saman að Hafursá í Skógum á Fljótdalshéraði um jólin þar sem ég fékk tækifæri til að kynn- ast heimaslóðum hennar og stórum hluta fjölskyldunnar. Að Hafursá, næsta lögbýli við Hallormsstað, bjó þá faðir hennar, Sigurbjörn, ásamt elstu dóttur sinni og tengdasyni og fimm dætrum þeirra. Þessi heim- sókn varð mér minnisstæðara ævin- týri en flest önnur ferðalög mín íyrr og síðar. Snjóþekja var yfir öllu en sí- græn barrtré Hallormsstaðakógar voi-u ekki langt undan. Ég og tengdafaðir minn, Sigurbjöi'n, urð- um fljótt málvinir góðir og vildi hann sýna mér heimaslóðir sínar sem best. Mikilvægur partur þess var að heim- sækja Einar bróður, bóndann að Arnhólsstöðum í Skriðdal. Sigur- björn kvað þennan bróður sinn vera mikinn búmann. Ekki var Sigur- björn heitinn vanur að fara með fleipur og allra síst í þetta skipti; fékk ég síðar frá fleirum að heyi'a um rausnarlegan búskap Einars Péturs- sonar á Arnhólsstöðum. Þannig var það bændahöfðinginn Einar Pétursson sem ég kynntist fyrst en manninum kynntist ég líka. Hann var vissulega atorkusamur vinnuþjarkur sem aldrei hlífði sjálf- um sér og hagsýnn vel, samtímis bæði blíðlyndur og hreinskiptinn í öllu. Verk féll honum varla úr hendi og slæmt fannst honum aðgerðar- leysið síðar þegar aldur færðist yfir og kraftar þrutu. Raunar hafði hann oft gengið of nærri sér með vinnu. Eg hitti Einar að máli skömmu áð- ur en hann hætti búskap 1972. Best er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer, sagði Einar bóndi. Ekki ætlaði hann að hætta við búskap sinn vegna veikinda eða vesaldóms. Hann hafði þá í „tómstundum sínum“ verið að byggja sér einbýlishús á Egils- stöðum og þangað ætlaði hann að flytja innan skamms og eftirláta öðr- um Ai-nhólsstaði. Nú gerist ég dag- launamaður, verkamaður, sagði hann. Og svo varð. Um leið skipti Einar Pétursson um stjórnmálaflokk. Bóndinn á Am- hólsstöðum hafði alla tíð verið dygg- ur Framsóknarmaður. Þannig eiga bændur að vera, sagði Einar þá. En verkamaðurinn á Egilsstöðum gekk þegar í stað til liðs við Alþýðubanda- lagið. Það eiga verkamenn að gera, sagði Einar. En fyrst og fremst var Einar alla tíð félagshyggjumaður og honum sveið alltaf sundrung vinstri aflanna. Margar samræður höfum við Ein- ar átt um dagana enda voru sameig- inleg áhugamál engan veginn fá. Stjórnmálin í öllum myndum þeirra skipuðu þar auðvitað veigamikinn sess en mest held ég samt að við höf- um rætt um gamla tíma. Saman unn- um við að bók um áa og niðja foreldra hans. Einar vissi margt um liðna tíð og var stálminnugur og átti auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu, raunar í hverju sem var. En einstak- ur var Einar í gamalli verkþekkingu og var einn fárra Islendinga sem kunnu hefðbundna kolagerð; hana hafði hann lært af föður sínum tíu vetra þegar sú gamla iðja lagðist af skóginum til vemdar; nær 60 áram síðar mundi Einar ennþá gamla vinnulagið og gerði kol fyrir framan kvikmyndavél svo að þekkingin á iðj- unni glataðist ekki. Síðustu árin voru Einari erfið. Sjónin var farin og það fékk mikið á hann. Kraftamir voru á þrotum. Eft- ir að kona hans lést fyrir tveimur ár- um átti hann sér þá ósk heitasta að kveðja þetta líf. Nú hefur sú ósk ræst. En söknuðurinn um gamla og góða kempu lifir. Gisli Gunnarsson. Enn klingja dánarklukkur og kalla nú af heimi höfðingsmann hollan, fé- laga og vin til fjölda ára, fylgd hans í senn dýrmæt og kær. Örfá kveðjuorð þrungin mikilli þökk. Einar Péturs- son var sannur ræktunarmaður í innsta eðli sínu, hann unni jafnt gróandans grænu dýrðarveröld sem gróanda þjóðlífsins, rík var réttlætis- kennd hans, reiðubúinn ætíð til sókn- ar og varnar fyrh’ betra mannlífi og bættum þjóðarhag, þeirra þó allra helzt sem á brattann þurftu að sækja. Og myndir merla á minningatjaldi og í munans borg. Hljómmikil rödd hans á fundum, meitluð orðræða hans af hjartans innstu sannfæringu, hlýjan í björtu brosi hans, hlátur hans dillandi, heit eggjan ásamt vermandi vinarhug. Þannig mætti áfram halda utan enda. Þjóðmála- skoðun hans eindregin og dagljós, aldrei hik né hálfvelgja, horft í sólar- átt með jafnrétti og samhjálp að leið- arljósi. Hann vildi sjá samfélag rétt- lætis og manngildis þar sem allir skyldu eiga jafnan rétt til lífsins gæða, að við mættum feta þann veg til farsællar framtíðar, þar sem hver hlyti sinn deilda og sanngjarna skerf. Slíkum höfðingja hollra gilda og gift- uríkra lífssjónarmiða var gott að kynnast, ekki síðra að eiga atfylgi hans og trúnað allan. Austur leitar hugur til horfinna stunda, sem svo miklu skiluðu í minningasjóð. Þar ber mynd Einars hátt við sólu. Þökk sé honum fyrir samfylgdina, fyrir að sækja og verja rétt hins snauða og smáa af sinni miklu málafylgju. Um leið og ég sendi aðstandendum hans einlægar samúðai'kveðjur minnist ég með mikilli þökk kynnanna af kær- um hal, sem kunni öðram betur að koma fram með þau orð sem veimdu og örvuðu í baráttunni, mögnuð þeirri kynngi er kom frá hjartans innstu rótum. Blessunar bið ég félaga Einari á ókunnum leiðum eilífðarinnar. Bless- uð sé birturík minning. Helgi Seljan. að heyra hana segja frá og lesa fyrir aðra. Það þótti dirfska af húsmóður uppi í sveit að taka sig upp frá sveit- astörfunum og fai'a til Áusturríkis í heimsókn til vinkonu sinnar, en það gerði hún árið 1966 og ritaði frásögn af því ferðalagi í Skaftfelling. Ég minnist Guðrúnar sérstaklega þegar hún bjó sig upp í íslenska bún- inginn sinn og fléttaði rauða hárið í tvær fléttur, hvað hún var glæsileg þegar hún setti kvenfélagssamkom- urnar með myndarskap en hún var formaður kvenfélagsins Bjarkar í Öræfum í mörg ár og aðalhvatamað- ur að stofnun þess 1961. Fátt eitt er hér talið af því sem Guðrún framkvæmdi bæði í orði og verki en minningin lifir um góða og einstaka konu. Ég sendi börnum Guðrúnar, Hallbera systur hennar og öllum öðram aðstandendum inni- legustu samúðarkveðjur frá mér og mínum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnastþér. (Ingibjörg Sig.) Ingibjörg Ingimundardóttir. Aðfangadagur jóla 1963 var fagur og bjartur í Öræfasveit, logn, frost og hrímuð jörð. Á Fagurhólsmýri átti ég stutta viðdvöl. Góður vinur, Helgi Ai'ason, vai' þar sem alltaf áð- ur. Laust fyrir brottför gengum við Helgi saman aðeins frá, í áttina að Blesakletti, höfðum fyrir augunum Öræfajökul sindrandi í rauðri vetr- arsólinni. Ég spurði Helga hvort hann vissi um sveitabæ þar sem pláss væri í sumar fyrir son minn Jón Karl þá 12 ára. Helgi sagðist skrifa mér nokkrar línur fljótlega og skömmu síðar kom bréf, þar sagðist hann hafa fært þetta í tal við frænd- konu sína Guðrúnu á Hnappavöllum, hún myndi skrifa okkur. Óg ekki leið á löngu þar til bréf Guðrúnar barst, þar sem hún tók þessu erindi vel. Bréfið var skrifað af hreinskilni og einlægni. Árið áður hafði Guðrún misst Gunnar mann sinn af slysför- um við Fjallsá. En á heimilinu vora þrjú börn þeirra hjóna, Ásdís, Gunn- þóra og Sigurður, auk aldraðrar móður Guðrúnar og svo mágur hennar Páll Þorsteinsson, sannur öðlingur. Öll börn mín nutu þess að dvelja um lengri eða skemmri tíma á þessu sérstaka heimili hjá góðu og heil- steyptu fólki, þar sem glaðværðin ríkti. Haukur sonur minn var þar tíu sumur í röð. Öll hafa þau sterkar taugar til heimilisins á Hnappavöll- um, það var þeim ómetanlegur lífs- skóli. Manngæska og einlængi ein- kenndi Guðránu alla tíð, sérstök natni við börn var ríkur þáttur í eðli hennar. Hún spjallaði við þau sem jafningja um lífið og tilveruna. Bréf Guðránar sem hún skrifaði okkur vora einstök. Ég tek hér stuttan kafla frá 1964 en þar segir hún m.a.: „Ég hef nú verið langorð um við- fangsefni drengjanna en ég er móðir sjálf og veit af reynslu að hugur þinn muni öðra hvoru hvarfla til Snoraa litla og Nonna hjá ókunnugu fólki í fjarlægð, hélt þið hefðuð gaman af að frétta fljótt um Snorra sem virðist una sér vel og koma sér vel, þeir skrifa ykkur bráðum“ og í öðru bréfi til Hauks 1978 fjallaði hún um kálf- ana en Haukur hafði haft mikið dá- læti á einum þeiri-a sem nefndur var Andrés. Guðrán segir þar m.a.: „Jæja kálfarnir voru austur á Veitum og enginn hugsaði um þá svo þegar ég kom heim sá ég bara Bröndu og Reyði litlu, og ég fór austur og hugsaði með mér, jæja er nú Andrés kallinn kannski dauður úr kulda ofaní skurði, jæja ég baksaði austur úr Brekkum fyrir ofan gömlu rafstöðina og hvað sé ég þar nema Andrés kallinn þuraan og bústinn, hann hafði þá potað sér í gegn um girðinguna og uppí brekkuna því þar var betra skjól í vonda veðrinu og ég ákvað strax að skrifa þér um hvað Andrés kallinn er vitur á móts við kvígubjánana finnst þér það ekki líka?“ í áranna rás vora bréf Guðránar fjöldamörg til okkar hér og öll skemmtileg og uppörvandi. Við eig- um því margar ómetanlega góðar minningar frá þessum áratugum sem einnkennst hafa af mikilli vin- áttu við þetta góða fólk og hefur það svo sannarlega verið okkar gæfa. Guðrún Karlsdóttir er kvödd með þakklæti og virðingu fyrir áratuga vináttu. Nanna og Snorri Snorrason, Haukur, Helga og Snorri. Kvatt hefur þennan heim merkis- kona og sérstök, Guðrún Karlsdóttir frá Hnappavöllum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja hjá henni og hennar góða fólki í nokkur sumur á unglingsár- um, eða sumrin 1963-1965 og of- tsinnis síðan í styttri tíma. Þegar faðir minn, flugmaður á Douglas- flugvél, lenti á Fagurhólsmýri og færði í tal við Helga Arason, um- boðsmann Flugfélagsins, um vetur- inn 1963 hvort ekki fyndist sumar- dvöl fyrir ungling þar í sveitinni gerði hann athugun á því við m.a. Guðrúnu á Hnappavöllum, sem þá nýlega var orðin ekkja. Bréf barst svo í foreldrahús mín þar sem ég var boðinn velkominn á heimili hennar og fjölskyldu, ef ég vildi taka þátt í „leik og starfi við bústörfin", eins og hún orðaði það. Ég var auðvitað meira en tilbúinn til þess, og hef alla tíð síðan talið það mína gæfu að hafa fengið að dvelja með því góða fólki sem bjó í Austurhjáleigunni á Hnappavöllum og reyndar Öræfing- um öllum, því ég tel að þar búi ein- ungis gott og fölskvalaust fólk. Guðrán bjó á þessum tíma með börnum sínum þremur, tengdamóð- ur sinni aldraðri, og mági sínum Páli Þorsteinssyni alþingismanni, sem dvaldi einungis á sumrin á Hnappa- völlum. Alltaf man ég eftir hlýlegu viðmóti Guðrúnar þegar ég fór þess á leit að fá að koma með dúfurnar mínar með mér í sveitina, það þótti alveg sjálf- sagt, og gerðist það öll sumrin. Og mörgum árum síðar fékk ég að senda hundinn minn, Lappa, til hennar líka sem átti síðan þar góða ævi. Guðrán var sérlega natin og til- litssöm við börn og unglinga. Hún talaði við okkur eins og fullorðið fólk sem varð til þess að maður fann kannski meira til sín en ella og fannst mér ég jafnvel á stundum orðinn nokkuð merkilegur fír, þegar leitað var álits hjá mér um ýmis mál, ekki síst þegar traktorinn var ann- ars vegar. Einnig lagði Guðrún sig í líma við að lofa okkur unga fólkinu að njóta þess ef ferðalög um sveitina voru á döfinni. Þá sagði hún, jæja Nonni minn, vilt þú ekki skreppa inn í Skaftafell með kvenfélagskonun- um, þær ætla inn í Bæjarstaðarskóg, það gæti verið gaman fyrir þig að koma þangað. En þess ber að geta að á þeim áram vora flestar ár óbráað- ar í Öræfasveit, og því ferðalög ekki algeng eða auðveld sem nú. Og einnig fékk ég að fara í vega- vinnu eða vinnu við árvarnargarða þegar lítið var að gera heima við, og fékk þá kaupið í vasann sem ekki þótti nú amalegt. Svo á sunnudögum var oft viðkvæðið, þú skalt nú bara hvíla þig í dag, gætuð kannski skroppið á jeppanum út í Ingólfs- höfða eða austur í Stiga í ber. Svona var Guðrán Karlsdóttir, alltaf að hugsa um að okkur leiddist ekki (sem að aldrei var nú) og að við skemmtum okkur líka. Sem sagt, eins og hún tók fram í bréfunum forðum, „dvöl í leik og starfi". Margra ógleymanlegra stunda minnist ég frá síðkvöldum í eldhús- inu, þegar skemmtisögur og gii'n okkar krakkanna vakti hlátrasköll og kátínu þar sem Guðrán tók þátt í öllu með okkur. Ég minnist einnig fjölmargra bréfa sem hún skrifaði mér eftir að ég var hættur að dvelja hjá henni og kominn í framhaldsskóla, alltaf já- kvæð og skemmtileg um gang mála í sveitinni. Systkini mín þrjú hafa og öll notið dvalar á Hnappavöllum í skjóli Guð- ránar um skemmri eða lengri tíma en þó Haukur bróðir langlengst, eða í 8-9 sumur, og fjölskyldan átt allt hið góða fólk að vinum um fjölda ára. Síðustu árin hafði heilsu Guðrúnar hrakað mjög og veit ég að hvíldin var henni kærkomin nú. Ég vil þakka Guðránu Karlsdótt- ur ómetanlega vináttu alla tíð og hlýhug og góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég sendi börnum hennar, Ásdísi, Gunnþóra og Sigurði sem og systur hennar, Hallberu, og öðrum ástvin- um samúðarkveðjur. Minningin lifir um góða konu. Jón Karl Snorrason. Gróðrarstöðin & EtmHÚÐ ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.