Morgunblaðið - 25.03.2000, Side 50
MGRGUNBLAÐIÐ
5Q LAUGARDAGUR 26. MARS 2000
MINNINGAR
HELGA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Helga Magnús-
dóttir fæddist í
Ólafsfirði 12. apríl
1942. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 14.
mars siðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Sigríður Krist-
insdóttir, f. 23.12.
1913, og Magnús
Magnússon, f. 1.10.
1,906, d. 24.10. 1980.
Systkini Helgu eru
Magnús, f. 2.5. 1937,
Sigursveinn, f. 26.3
1950, Örn, f. 15.1.
1959.
hans eru Sigurbjörg
Sigurðardóttir, f.
4.11. 1915, og Gunn-
ar Baldvinsson út-
vegsbóndi, f. 7.10.
1896, d. 27.4 1976.
Börn Helgu og Þor-
geirs eru: Sigríður,
f. 9.3. 1961, d. 18.9.
1977; Gunnar, f.
2.10. 1968, hans son-
ur er Þorgeir, f.
9.10. 1991; Magnús,
f. 17.2.1972, sambýl-
iskona María Bjarn-
ey Leifsdóttir, f.
24.3. 1969, þeirra
Helga giftist árið 1964 Þorgeiri
Gunnarssyni, f. 11.8. 1938, frá
Kleifum í Ólafsfirði. Foreldrar
barn ónefnd dóttir, f. 16.3. 2000.
Útfór Helgu fer fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Líðan okkar og innra jafnvægi
byggjast á vitundinni um kærleik-
ann, um sterk andleg tengsl. Kær-
leikurinn er leiðarljós okkar frá
bamæsku til fullorðinsára, tengir
kynslóðirnar eina við aðra, skapar
okkur skilyrði til þroska. Allt okkar
innra sjálf vex úr jarðvegi umhyggju
þeirra sem láta sér annt um okkur þó
svo við leiðum sjaldan hugann að því.
Við erum upptekin af lífinu, göngum
á vit okkar daglegu starfa sem böm
að leik, ömgg og grandalaus, allt
leikur í lyndi uns skyndilega að hinn
voldugi dómari lýstur trambu sína,
kaldur gustur sorgarinnar heltekur
okkur, við verðum varnarlaus og
ráðvillt. Söknuðurinn er sár, minn-
ingar hrannast upp, í hugarleiftri
sjáum við atburði og atvik sem
minna okkur á það sem við höfum
misst. Þannig era hugrenningar
oldqar nú er við minnumst systur
okkar að leiðarlokum.
Mamma segir að af okkur börnun-
um hafi hún fagnað því mest að eign-
ast stúlku, ekki síst af því að sjálf var
hún ein í hópi sex bræðra. 22 ár
skilja að fæðingu þess elsta og
yngsta okkar systkinanna. Magnús
var fyrstur, var að verða fimm ára er
Helga fæddist. Síðan kom ég er
Helga var átta ára og þegar Öm kom
í heiminn var hún á 17. ári. Vegna
óvenjulegs aldursmunar voram við
öll einkabörn í þeim skilningi að við
voram eftirlæti foreldra okkar og
eldri systkina lengur fram eftir aldri
en gengur og gerist. Mamma hugs-
aði um heimilið og var ávallt til stað-
ar er pabbi vann fyrir fjölskyldunni.
Þetta var hin hefðbundna verka-
skipting þess tíma.
Helga gekk næst mömmu, var
henni til aðstoðar við uppeldi okkar
og heimilisstörf og var í huga okkar
fulltrúi hennar. Hún tamdi sér
snemma sterka ábyrgðarkennd,
gekk að öllum störfum með geðblæ
alvöra, yfirvegunar og myndugleika
sem varð til þess að við tókum yfir-
leitt fullt mark á orðum hennar.
Helga og Þorgeir hófu sambúð ár-
ið 1960. Þorgeir er sprottinn úr um-
hverfi nokkuð ólíku okkar. Hann
kemur af Kleifunum þar sem bjuggu
útvegsbændur, „sjálfstæðir menn“,
úr litlu en rótgrónu samfélagi sem
laut að mörgu leyti eigin lögmálum.
Þorgeir var sjómaður „hetja hafsins"
í okkar augum. Ungu hjónin bjuggu
fyrst heima hjá okkur í Garðshorni
en byggðu síðar heimili sitt á Ægis-
götu 3, aðeins tveimur húslengdum
sunnar. Sigríður litla, þeirra fyrsta
barn, fæddist í Garðshomi. Það var
mikil hamingja yfir litla barninu.
Sigríður tók marga góða eiginleika í
arf frá foreldram sínum. Hún hafði
fegurstu augu og blíðasta bros sem
t Hjartkær eiginmaður minn, ÞÓRARINN V.H. VILHJÁLMSSON, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, miðviku- daginn 22. mars. Ingibjörg Jónsdóttir. , íi Wm
t Elskuleg eiginkona mín, LAUFEY JÓNSDÓTTIR, Teigagerði 14, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt föstudagsins 24. mars. Fyrir hönd vandamanna, Valbjörn Guðjónsson.
t Frænka okkar, ÁSLAUG SVEINSDÓTTIR, áðurtil heimilis f- í Stóragerði 34, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtu- daginn 23. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór S. Gr< Sveinn G. Hál indal, fdánarson.
hægt var að hugsa sér. Þó fötlun
hamlaði henni á margan hátt hafði
hún ríka þörf til að tjá tilfinningar
sínar og skoðanir og augnaráð henn-
ar og látbragð sögðu stundum meira
en mörg orð. Helga tókst á við upp-
eldi hennar af ástúð og umhyggju.
Erfitt var að veita Siggu litlu æski-
lega þjálfun heima í Ólafsfirði og því
var það, að Helga þurfti oft að dvelja
syðra um lengri eða skemmri tíma.
Þörfin fyrir sérstaka meðferð og að-
hlynningu óx eftir því sem Sigríður
stækkaði og þar kom að hún fékk
vist á Sólborg heimili fatlaðra á Ak-
ureyri. Hún lést þar hinn 18. septem-
ber 1977. Helga og Þorgeir ætt-
leiddu tvo drengi, Magnús og
Gunnar. Þeir voru á svipuðu reki og
frænkurnar á Egilsstöðum og í
Reykjavík, leikfélagar þeirra og vin-
h'. Bræðurnir sóttu frá byrjun mikið
til móður sinnar, hún var þeim allt í
senn ástrík móðir, ráðgjafi og ein-
dreginn stuðningsmaður.
Helga var góður námsmaður og
henni gekk vel í skóla. Þó ekki færi
hún í langskólanám var hún fróð-
leiksfús að eðlisfari og sótti sér
víðsýni og þekkingu með lestri bóka
og með því að kryfja brennandi mál-
efni í samræðum við vini og vanda-
menn. Þau Þorgeir eignuðust gott
bókasafn og hún viðaði auk þess að
sér safni orðabóka þar sem henni
þótti mikilvægt að geta fyrirvara-
laust flett upp þýðingum orða og
hugtaka. Þessir þættir í fari Helgu
minna okkur á að menntun og skóla-
ganga era sitthvað og fylgjast ekki
alltaf að. Mér er enn í fersku minni
hve það kom mér á óvart þegar þau
hjónin heimsóttu okkur í Vínarborg
að Helga gerði sig skiljanlega á
þýsku ef nauðsyn bar tO. Það að
kynna sér undirstöðuatriðin í tung-
umálinu var einfaldlega hluti af und-
irbúningi hennar fyrir ferðina.
Gegn margvíslegu mótlæti í lífinu
þurfti Helga að temja sér skap og
hugsun baráttukonunnar. Þar nýtt-
ust vel seigla hennar og kjarkur.
Hún hafði til að bera ríka réttlætis-
kennd, tók ávallt málstað þeirra sem
áttu undir högg að sækja. Hún
skipulagði ásamt móður okkar um
árabil árangursríka fjáröflun fyrir
Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra,
og var í áratug formaður Slysa-
varnadeildar kvenna í Ólafsfirði og
var um skeið varamaður í bæjar-
stjórn. Hún hafði einlægan áhuga á
menningarmálum í Ólafsfirði, sat frá
upphafi í stjórn sjóðs sem stofnaður
var til minningar um föður okkar og
beitti sér ásamt fleiram fyrir stofnun
Styrktarfélags Tónskóla Ólafsfjarð-
ar, enda var henni, eins og fleiram,
mikil skapraun að því að ekki skyldi
betur búið að Tónskólanum.
Systir okkar var ætíð áhugasöm
og hvetjandi um þá hluti sem við vor-
um að fást við. Hún hafði yndi af
hverskonar handavinnu og við nut-
um góðs af því þegar hún pijónaði á
okkur dýrindis peysur sem komu sér
vel í lítt kyntum vistarveram náms-
áranna. Svo var henni líka lagið að
matbúa, það hefur verið sagt að góð
máltíð sem snædd er í anda bræðra-
lags geti öðlast trúarlegt inntak
vegna þeirra samkenndar sem at-
höfnin skapar. Það á við um margar
stundir með Helgu systur og Þor-
geiri.
Haustið 1993 greindist Helga með
illvígan sjúkdóm. Þorgeir hætti sjó-
mennsku, hóf störf í landi og þau
snera bökum saman í baráttu við
sjúkdóminn. Sjúkralegur vora tíðar
en á milli komu líka uppstyttur, skin
milli skúra og þá nutu þau lífsins eft-
ir því sem aðstæður leyfðu. Seint
gleymist heimsókn þeirra til okkar
Sigrúnar í Danmörku. Það var gam-
an að skoða í ró og næði gamlar hall-
ir og búgarða og gera okkur daga-
mun að dönskum hætti. Þetta var um
hásumarið og sólin roðaði miðsumar-
næturhimininn er kvöldaði. Á Jóns-
messuhátíðinni er húmið féll á, bálið
var kulnað og söngurinn var þagnað-
ur gengum við um fornar götur
Krosseyrar og nutum þessarar sér-
stöku stemningar. Já, það vora
„stundir milli stríða“, en átökin við
hinn illkynjaða sjúkdóm héldu áfram
með tíðum sjúkralegum og nokkram
bata á milli. Kannske voram við farin
að halda að svona gæti það gengið
áfram, ekki síst eftir síðasta sumar,
en þá var Helga óvenju hress. Mein-
ið tók sig svo upp aftur í haust og í
lok ársins vora meðferðarúrræði
þrotin. Helga var heima um jólin en
síðan að mestu leyti á sjúkrahúsinu.
Hún kom þó heim um miðjan febrúar
og allt var eins og venjulega. Viku
síðar var hún aftur kölluð á spítalann
og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hún
lést að morgni 14. mars. Helga var
með meðvitund alveg fram í andlátið
og vissi að hverju stefndi, lagði á ráð-
in um framtíðina og var sífellt að
hughreysta okkur. Yfirvegun sinni
og ró hélt hún þar til yfir lauk. Öll að-
hlynning á Sjúkrahúsi Akureyrar
var eins og best verður á kosið og era
læknum og hjúkrunarfólki færðar
innilegar þakkir.
Að leiðarlokum langai' okkur til að
þakka almættinu fyrir að leyfa okkur
að eiga hana að. Þorgeiri, Magnúsi,
Gunnari og fjölskyldum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd móður, bræðra og fjöl-
skyldna,
Sigursveinn Magnússon.
Frá því að við munum fyrst eftir
okkur í Ólafsfirði var Helga, sem
ávallt var kölluð Didda frænka, einn
af hornsteinum tilvera okkar. Didda
var föðursystir okkar, eina stúlkan í
systkinahópnum, og hefur ávallt ríkt
einlægur vinskapur milli allra systk-
inanna og fjölskyldna þeirra.
Didda frænka var heilsteypt kona
og kærleiksrík. Hún hafði til að bera
jafnaðargeð og einstaka jákvæðni.
Þó svo að hún hafi nú kvatt í blóma
lífs síns, hafði hún á ævi sinni sýnt
óbilandi þrautseigju og dug í glímum
þess. I því sem öðra var hún okkur
dýrmæt fyrirmynd. Hún kvartaði
ekki undan mótlæti heldur tókst á
við það sem hluta lífsþroskans.
Hún ræktaði frændsemina í okkar
garð og reyndist okkur systram alla
tíð vel, enda sagði hún að sér fyndist
hún eiga dálítið í okkur. Hún lagði
sig eftir þvi að fylgjast vel með þvi
sem við tókum okkur fyrir hendur og
tók virkan þátt í því með okkur eftir
því sem aðstæður leyfðu.
Didda hafði áhuga og yndi af ís-
lenskri náttúra og era margar minn-
ingar tengdar gönguferðum, berja-
tínslu og grasaferðum með henni.
Hún sótti kraft til náttúrannar og
komu þau hjónin meðal annars í
berjaferð austur á Hérað hvert
haust. Undantekningarlaust hittu
þau á blíðu, sól og hita í þessum ferð-
um. Þetta vora skemmtilegir upp-
skeradagar þar sem mikið var tínt af
hrútabeijum og sveppum og það er
heiðríkja yfir minningunni um
þreytt berjafólkið sem hvílir lúin
bein í skógarbotninum eftir anna-
saman dag.
Fráfall Diddu hefur höggvið stórt
skarð í okkar litlu fjölskyldu. Við er-
um þakklátar fyrir að hafa fengið að
njóta samvista við hana og söknuð-
urinn er sár. Við vottum Þorgeiri,
Gunna og Magga innilega samúð
okkar.
Helga, Ruth og
Kristín Magnúsdætur.
Yndisleg nágrannakona mín er
fallin frá eftir langa og erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Mig langar að
minnast hennar með nokkram orð-
um. Við kynntumst fyrst í gegnum
starf slysavarnadeildar kvenna. Þar
vann hún af miklum dugnaði í mörg
ár og var m.a. formaður deildarinnar
en varð að hætta vegna lasleika. Við
höfum verið nágrannar síðan 1982 og
það hefur verið mjög gott að eiga
þau að, Helgu og Þorgeir. Alltaf hef-
ur verið jafn gott að leita til Helgu
hvort sem erindið var að fá lánuð
gömul föt eða bara að fá kaffi og
spjalla. Hún Þógga var þá gjarnan
líka með og við þrjár höfum átt
margar mjög góðar stundir saman,
innandyra í kaffi eða te á veturna og
sunnan undir húsvegg á sumrin.
Ekki hefur nú skemmt að fá sér
heimalagaðan líkjör með kaffinu sem
Helga með aðstoð Þorgeirs var snill-
ingur í að gera. Á hverju hausti hafa
þau hjónin tínt mikið af berjum og
fóra svo gjarnan austur á land til að
tína skógarber og hrútaber. Þegar
heim kom og búið var að sulta og
gera hlaup þá var úthlutað til vina og
síðast í haust gaf hún mér bæði ber
og svo jólasnapsinn eins og hún
sagði. Þegar ég var 40 ára kom hún í
afmælisveisluna mína nánast beint
af sjúkrahúsinu og sagði mér seinna
að hana hefði langað að halda smá-
ræðu til mín en var of lasin en hún
hélt þessa ræðu bara heima hjá mér
þegar við Haukur buðum henni, Þor-
geiri, Þóggu og Ánnanni í síðbúið af-
mæli.
Já, hún Helga var ógleymanleg
fyrir allan sinn dugnað og jákvæðni.
Það var lærdómsríkt að fá að kynn-
ast henni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi.
Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Ég bið Guð að styrkja Þorgeir,
strákana og alla aðra í þessari fjöl-
skyldu.
Jónina Kristjánsdóttir.
Elskuleg vinkona okkar, Helga
Magnúsdóttir frá Ólafsfirði, er látin,
langt um aldur fram, eftir margra
ára hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Þessa baráttu háði hún af
miklu þolgæði.
Ekki höfum við tölu á því hve oft
hún var lögð inn á sjúkrahús þessi ár
og kom til baka, full bjartsýni og
kjarks, naut þá allgóðrar heilsu um
sinn og átti góðar stundir með fjöl-
skyldu og vinum.
Minnisstætt er okkur þegar við
hjónin, ásamt Þorgeiri og Helgu,
höfðum skipulagt tveggja vikna ferð-
um Mið-Evrópu. Skömmu fyrir áætl-
aða brottför veiktist Helga og var
lögð inn á sjúkrahús. Var skotið á
neyðarfundi og með góðri aðstoð
ferðaskristofunnar tókst að gera
ráðstafanir. Við þrjú héldum utan á
tilsettum tíma og viku síðar hafði
Helga náð þeim bata að hún gat
komið til móts við okkur í Frankfurt.
Við áttum svo saman ógleymanlega
daga í Þýskalandi viku til viðbótar.
Margs er að minnast frá áratuga
vinskap okkar við Helgu og Þorgeir.
Ingi og Þorgeir eru æskuvinir frá
Kleifum í Ólafsfirði og allt frá 7. ára-
tugnum höfum við verið samvistum á
hveiju ári, bæði sunnanlands og
norðan.
Ferðalög með börnum okkar
koma upp í hugann, sjóferðir, stang-
veiði og berjaferðir í Olafsfirði.
Marga drauma áttum við um fleiri
samverastundir sem nú verða ekki
að veraleika.
Hér er mannkostakona kvödd sem
skilur eftir sig vandfyllt skarð og átti
eftir að vinna svo margt gott.
Við sitjum eftir hljóð og hnípin -
en trú minningu hennar lítum við
fram og höldum vegferðinni ótrauð
áfram - eins og hún mundi vilja.
Við þökkum Helgu allar góðu
stundirnar og óskum henni góðrar
heimkomu á guðs vegum.
Við sendum Þorgeiri og sonum
þeirra, einnig aldraðri móður Helgu
og bræðram - sem og öllum öðram
ættingjum og vinum, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Katrín og Ingi Viðar.
Elskuleg vinkona er kvödd. Helga
Magnúsdóttir var mér afar kær,
elskulegt og hlýlegt viðmót hennar
varð til þess að við bundumst nánum
böndum, svo nánum að við ákváðum
að gerast systur þótt enginn skyld-
leiki væri á milli okkar, en þar sem
bræður hennar og systir mín búa
fjarri okkur fannst okkur þetta alveg
tilvalið. Það hlýjaði mér innilega að
heyra hana kalla mig elsku systur.
Helga var kölluð burt allt of fljótt.
Hún var búin að heyja baráttu við
sjúkdóm sinn á sjöunda ár með mik-
illi yfirvegun og æðruleysi. Aldrei
heyrðist hún kvarta, bara njóta þess
að vera til. Hún var einstaklega vel
gerð, hafði gaman af öllu sem fallegt
var, hún var bókhneigð, naut góðrar
tónlistar og hannyrða. Hún var mikil
fjölskyldukona, bar mikla umhyggju
fyrir manni sínum og sonum, aldr-
aðri móður, bræðrum og fjölskyldum
þeirra. Ég fann hversu mikils virði
það var henni að hafa alla strákana
sína hjá sér þar til yfir lauk, þeir