Morgunblaðið - 25.03.2000, Page 52

Morgunblaðið - 25.03.2000, Page 52
52ji, LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDUR HELGI * INGÓLFSS ON Guðmundur Helgi Ingólfsson, sveitarstjóri í Reyk- hólahreppi, fæddist í Hnífsdal 6. október 1933. Hann lést í Landspítalanum í Fossvogi 19. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ingólfur Jónsson og Guðbjörg T<jrfadóttir. Hann var þriðja barn þeirra hjóna, en elst var Guðrún Ingólfs- dóttir, húsmóðir á Fornusöndum, f. 1925, d. 1999; Torfí, f. 1930, fyrrv. starfsmaður í Prentsmiðjunni Odda; Elísabet Jóna, f. 1937, fyrrum bóndi á Rauðamýri og Anna Salóme f. 1941, hún býr í Vogum á Vatns- leysuströnd. Guðmundur ólst upp í Hnífsdal og gekk í barnaskóla þar og fór síðan í Héraðsskólann í Reykja- nesi. Frá 8 ára aldri til 14 ára var hann í sveit í Bolungavík á Strönd- um hjá ábúendum þar. Efnahagur Æfreldra hans var þannig að hann gat ekki stundað langskólanám en hann var að mörgu leyti sjálf- menntaður. Hann fór snemma að vinna eins og altítt var og ungur að aldri keypti hann sér trillu ásamt Halldóri Hanssyni vini sín- um og þeir gerðu út á handfæri í nokkur ár að sumrinu. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Jónu Val- gerði Krisljánsdóttur, fv. alþingis- manni, 29. desember 1957. Þau byggðu sér hús í Hnífsdal sem þau íeífndu Holt og þar bjuggn þau í 39 ár. Þau eignuðust fímm börn sem eru: 1) Gylfí Reynir, f. 1956, bifvélavirkjameistari og forstöðu- maður fartælqadeildar hjá Járn- blendifélaginu á Grundartanga, kvæntur Fjólu Katrinu Ásgeirs- dóttur sjúkraliða, þau búa á Akra- nesi og eiga þrjú börn, Ásgeir Helga Reykfjörð, f. 1982, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð, f. 1987, Gylfa Veigar Reykfjörð, f. 1993. Áður átti Gylfi einn son, Hörð, f. 1978. 2) Halldór Sigurður, f. 1959, fé- lagsmálastjóri á Dalvík, kvæntur Ingileif Ástvaldsdótt- ur kennara og eiga þau þrjú börn, Helga Hrafn, f. 1983, Guð- björgu, f. 1986 og Guðmund Inga, f. 1988. 3) Kristján Jó- hann, f. 1962, raf- magnsverkfræðingur, kvæntur Rannveigu Halldórsdóttur, þroskaþjálfa og eiga þau fjögur börn, Jónu Valgerði, f. 1985, Bergrúnu Gyðu, f. 1991, d. 1992, Halldór Gauta, f. 1994, og Gyðu Margréti, f. 1997. Kristján átti einn son fyrir, Andra Rafn, f. 1980. 4) Ingibjörg María, f. 1967, kennari, nú í sálfræðinámi við Kaupmannahafnarháskóla, sam- býlismaður hennar er Orn Torfa- son sjóntækjafræðingur og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu, f. 1995 og Dýrfinnu, f. 1998 en Ingibjörg átti eina dóttur fyrir, Matthildi Maríu, f. 1990. 5) Jóhannes Bjami, f. 1974, flugmaður hjá Flugleið- um, unnusta hans er Berglind Grétarsdóttir nemi við KHI, og eiga þau eina dóttur, Söru Mar- gréti, f. 1996. Forystuhæfileikar Guðmundar og skipulagsgáfa komu rnjög snemma í ljós og dugnaður til allr- ar vinnu var honum eðlilegur. Hann var mikill félagsmálamaður og áhugamaður um þjóðfélags- mál. Aðeins 25 ára tók hann sæti f hreppsnefnd Eyrarhrepps og sat þar í 12 ár og sem oddviti þegar Eyrarhreppur og fsaíjörður urðu eitt sveitarfélag árið 1971. Hann sat í bæjarstjórn Isafjarðar eftir það til ársins 1986 og þar af 8 ár sem forseti bæjarstjórnar. Þá hætti hann í bæjarmálum en gerð- ist síðar framkvæmdastjóri hér- aðsnefndar Isafjarðarsýslna til ársins 1996 að héraðsnefndin var lögð niður vegna sameiningar sveitarfélaga sem aðild áttu að nefndinni. Hann var einn af fmm- kvöðlum að stofnun Orkubús Vest- fjarða og fyrsti framkvæmdastjóri þess. Hann sat í mörg ár í stjórn Orkubús Vestfjarða allt frá stofn- un þess árið 1977 og var formaður stjórnar í 2 ár. Guðmundur átti sæti í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga frá árinu 1974-1986 og gegndi þar formennsku um árabil. Eftir það starfaði hann að ýmsum sérmálum fyrir Fjórðungs- sambandið og var m.a. formaður nefndar um sameiningu sveitarfé- laga. Auk þess starfaði hann í ótal nefndum á vegum ísafjarðar- kaupstaðar. í öðrum félagsmálastörfum var hann einnig virkur t.d. einn af stofnendum fþróttafélagsins Reynis í Hnifsdal og formaður í mörg ár. Stjórnarmaður og for- maður Slysavarnadeildarinnar í Hnífsdal til margra ára. Hann stofnaði Félag eldri borgara á fsa- firði og var formaður þess fyrstu árin eða þar til hann flutti úr Hnífsdal. Þá var Guðmundur formaður byggingarnefndar Félagsheimilis- ins í Hnífsdal og framkvæmda- stjóri þess í 20 ár. Guðmundur var bæði landfor- maður og sjómaður á bátum frá Hnífsdal fram til ársins 1957 að hann fór að vinna á Straumnes- fjalli. Árið 1958 réð hann sig til Rafveitu Isafjarðar og var þar verkstjóri í 12 ár. Þá sótti hann námskeið í verkstjórnarfræðum, og tók raffræðinám í Iðnskóla ísa- fjarðar á tveimur árum með vinn- unni. Hann vann sem bæjargjald- keri hjá Isafjarðarkaupstað í 14 ár og eftir það sem fulltrúi hjá sýslu- manninum á Isafirði í 3 ár, eða til ársins 1989. Um tíma gegndi hann starfi eftirlitmanns hjá Verðlags- eftirliti ríkisins og vann einnig sem skrifstofustjóri hjá Rækju- verksmiðjunni Hnífsdal. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri Barðstrendings hf. 1991-1994, en hann var einn af stofnendum þess fyrirtækis. Þá stundaði hann alltaf sjómennsku öðru hvoru og átti ásamt mági sínum trillubát sem þeir gerðu út á handfæri. f janúar 1996 var hann ráðinn sveitarstjóri í Reykhólahreppi og hefur gegnt því starfi síðan. Hann keypti þá jörðina Mýrartungu 2 og þau hjón fluttu þangað búferlum. Guð- mundur var mikill náttúruun- nandi og á jörðinni stundaði hann fjárbúskap sér til yndis og ánægju. Kveðjuathöfn fór fram í Reyk- hólakirkju 22. mars. Utför Guðmundar verður gerð frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er með miklum trega og sökn- uði sem við, fjölskyldan í Bjarkar- braut 13 á Dalvík, setjumst niður og skraiim um ástkæran pabba, tengda- föður og afa okkar. Með okkur öllum hafði blundað sú eigingjarna von að hann myndi eiga þess kost að snúa aftur heim í Mýró eftir sjúkrahús- dvölina og að þá myndum við fá að njóta fleiri samverustunda við hann eins og við þekktum hann best; heima í Mýratungu II að bjástra við bú- skapinn sinn. En svo varð ekki og lík- lega er það eins og svo margt annað sem hann tók sér fyrir hendur, hann dró sjaldan að framkvæma hlutina sem fyrir honum lágu, enda vissi hann að hann þyrti að lokum að lúta í lægra haldi fyrir krabbameininu. Þetta var allt bara spuming um tíma. Pabbi var merkilegur og sjálfstæð- ur karl. Hann var ævinlega til staðar þegar fjölskyldan þurfti á honum að halda og tók gjaman upp hjá sjálfum sér að rétta samferðafólki sínu hjálp- arhönd. Enda fór honum það sérstak- lega vel því þá var hann ánægðastur, Sérfræðingar í blómaskreytinguin við öll tækifæri 1 aB§) blómaverkstæði I | JpINNtW | Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. gæti hann veitt öðrum aðstoð eða ánægju. Reyndar held ég að þetta séu þeir persónueiginleikar sem hon- um þótti sjálfum mest um vert í fari annarra. Ég á í hugskoti mínu margar minn- ingar frá uppvaxtarárunum í Hnífs- dal. Til dæmis þegar ég og Gylfi bróð- ir fórum daglega tO móts við pabba er hann var á leið heim úr vinnunni. Þá fórum við niður á Hnífsdalsveginn og stundum allt upp á Leiti til að bíða eftir honum og fá síðan að sitja í raf- veitubílnum þessa stuttu leið heim í Holt. Þá eru ótal minningar tengdar fjárbúskap og heyskaparvinnu bæði fyrir ömmu og afa í Hnífsdal og ömmu og afa á Seljalandsveginum. Ævinlega var pabbi drifkrafturinn í því sem gera þurfti og gjarnan lykil- maðurinn í verki. Að vísu era minnis- stæð orðaskipti pabba yfir því að ,gígfullorðið fólk“ væri að standa í búskaparbasli og því meir kom það á óvart þegar hann sjálfur hófst handa við fjábúskap í Mýrartungu II, mað- ur kominn vel á sjötugsaldur eins og hann kallaði sjálfan sig um leið og hann varð sextugur. Upphaflega þegar hann viðraði hugmyndir sínar um jarðakaup íyrir mér, stóðu áætlanir hans til þess að eignast íbúðarhús og einhvem land- skika. Einhvem veginn atvikaðist það síðan að hann var á fyrsta vetri kominn með tæplega 60 kindur sem að hans eigin sögn áttu í upphafi að vera aðeins sex til tíu, svona til dund- urs. Smátt og smátt fjölgaði í fjár- hópnum, ýmist undir þeim formerkj- um að honum hefði verið gefið fé eða Torfi bróðir hans ætti það. Sem betur fer hef ég átt þess kost að starfa með pabba, bæði í Félags- heimilinu, pólitík, Hlíf íbúðum aldr- aðra á ísafirði sem og við útgerð. Af þessu samstarfi lærði ég mikið og kynntist pabba á annan hátt en áður og þó sérstaklega hvað hann var traustur, skipulagður, greiðvikinn, vinnusamur og ósérhlífinn. Hann var einstaklega glöggur og fljótur að átta sig og finna lausnir í flóknum aðstæð- um. I þessu var hann bestur, sérstak- lega íyrir aðra en sjálfan sig, enda treysti hann á mömmu þegar kom að eigin málum. Okkur Ingileif era minnisstæð árin sem við bjuggum í Hlíf. Þá kom pabbi gjarnan á sunnudögum í morgunkaffi og fór síðan með Helga Hrafn í bíltúr. Þá strax fór afi að skipa stóran sess hjá Helga Hrafni, sem síðar varð einnig hjá Guðbjörgu og Guðmundi Inga. Öll bömin okkar eiga sérstaka minningu um afa í Mýró, því hann hafði einstakt lag á að láta þau finna að þau væru honum sérstök þótt samverustundimar hefðu gjaman mátt vera fleiri eftir að við fluttum frá ísafirði til Dalvíkur. Árið 1991 stóðum við frammi fyrir stórri ákvörðun. Attum við að leggja allt að veði og fara til náms erlendis. I þetta sinn sem oftar leituðum við ráða og aðstoðar. Ekki stóð á því, við vorum enn sem fyrr hvött til náms og hann skyldi sjá um að leysa önnur mál. Við þetta var að sjálfsögðu stað- ið af hans hálfu, ég fór utan og skildi konu og böm eftir heima. Þegar síðan kom að flutningi búslóðar, að setja í gáma og koma Ingileif og börnum í flug, þá mætti pabbi á staðinn og að- stoðaði við að allt gengi upp. Þetta er minnisstætt m.a. vegna þess að pabbi þurfti að keyra langa leið milli lands- hluta en slíkar akstursvegalengdir vora honum aldrei hindrun í aðstoð við fjölskylduna. Fráfall pabba skilur eftir sáran söknuð hjá okkur Ingileif því með pabba höfum við ekki einungis misst náinn ættingja heldur einnig afar góðan og traustan vin sem reynst hefur okkur sérlega ráðagóður og traustur í öllu sem við höfum tekist á við. Alúð pabba og áhugi á daglegu amstri okkai- og bamanna var ein- lægur. Það skarð verður vandfyllt. Núersálþínrós í rósagarði guðs kysstafenglum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Halldór, Ingileif, Helgi Hrafn, Guðbjörg og Guðmundur Ingi. Náðugi guð, í nafni þínu nú vil ég leggja til hvfldar holdið mitt Hjartað samt til þín kvaki. Umfaðmi þig með örmum trúar öndin mín. Allra helgasta auglit þitt ámérnúvarataki. Láttu oss í þér sofna senn sætt og armæðu dvína. Ó, þú eilífa eining þrenn, annastumigogmína, breið yfir skepnur, bæ og menn blessaðavængiþína. (HaUgr.Pét) Það er margt sem kemur upp í hugann við fráfall pabba, mörg augnablik, margir minnisstæðir at- burðir. Til dæmis laxveiðiferðir, sund á hverjum morgni þegar ég var í Gagnfræðaskólanum á Isafirði og hann að vinna á bæjarskrifstofunni, og margt fleira. Við pabbi vorum allt- af ákaflega samrýndir, kannski vegna þess að hann hafði meiri tíma fyrir fjölskylduna þegar ég var að al- ast upp. Við áttum einnig margt sam- eiginlegt, sérstaklega það að við vor- um báðir ákaflega miklir veiðimenn í okkur. Ég held að ég hafi verið sjö eða átta ára þegar ég fékk fyrst að fara með til rjúpna. Pabbi var þannig uppalinn að hver maður skyldi vera verðugur launa sinna. Fyrst þegar við fórum til veiða saman vonaðist ég til að fá að skjóta, en ég held að við höfum verið búnir að ganga saman til veiða í 2-3 ár þegar ég fékk að prófa byssuna. Síðan tók við þjálfun sem fólst í því að í lok hveraar veiðiferðar fékk ég að æfa mig að skjóta í mark. Mig minnir að ég hafi verið búinn að stunda þessar „æfingar" í önnur 2-3 ár (þá orðinn 12 ára) þegar ég var tal- inn útskrifaður hvað varðaði skotfimi og útlærður í umgengni með byss- una, og fékk ég þá að skjóta minn fyrsta fugl. Oft sátum við tveir frammi í hvilftum í Hnífsdal og drakkum okkar kakó og hvíldum okkur í miðri veiðiferð, þá leystum við öll heimsins vandamál um leið og við dáðumst að náttúrunni. Eftir að mamma og pabbi fluttu í Mýrartungu II áttum við margar góðar stundir saman úti í náttúrunni við veiðar og í gönguferðum. Þegar við fjölskyldan komum í Mýrartungu var alltaf tekið á móti okkur eins og stórhöfðingjar væru á ferð. Það var alveg sérstakt hvað pabba þótti gaman að fá barnabörnin í heimsókn. Hann var alltaf óþreyt- andi við að leika við þau, fara með þau í fjárhúsin o.fl. Hvert og eitt þeirra leit á hann sem sinn, þegar hann faðmaði þau og kyssti. Hann var svo ánægður þegar þau komu og þeim fannst svo gaman að koma til afa því þau fundu fyrir því hversu mikilvæg hjálp þeirra var við að sinna skepnun- um. Hann gat verið með þeim tímun- um saman í fjárhúsinu við hin ýmsu verk og að afloknu dagsverki vildu þau helst öll fá að sitja í kjöltu afa síns í hægindastólnum. Síðasta sumar var haldið fjölskyldumót í Mýrartungu, og þá naut hann sín virkilega með bamabömin í kringum sig, hvort sem var við silungsveiðar eða varðeld. I síðustu heimsókn okkar í Mýrai’- tungu, fyrir nokkram vikum, var ein- staklega gaman að fylgjast með pabba og Torfa bróður hans og sjá hvað þeir báðir nutu þess að sinna búskapnum með börnin sér við hlið. Guð geymi þig, pabbi minn, og takk fyrir allt. Kristján og fjölskylda. Fyrir elsku afa minn. Að vera í sveitinni hjá afa var skemmtilegt. Að fara í fjárhúsið með honum og gefa kindunum var svo gaman, innan um dýrin. Afi var alltaf svo góður við alla. Það var líka svo skemmtilegt að leika á skrifstofunni hans heima í Mýrartungu. Þar mátti ég nota næstum því allt, eins og reiknivélina, ritvélina, stundum stimpla og alltaf blöð. Það var gaman. Mér leið alltaf vel hjá afa og ömmu í Holti og í sveitinni. Hann gaf mér oft eitthvað gott og fallegt. Eg fékk oft sleikjó hjá afa mínum. Hann knúsaði mig oft og við höfyum það huggulegt í stólnum hans. Ég fékk stundum að leika mér í tölvunni heima hjá honum og það var skemmtilegt. Mér leið vel hjá afa og mér þótti rosalega vænt um hann. Ég sakna hans mikið. Bless afi minn, vonandi líður þér vel hjá Guði. Þín Matthildur María Guðmundsdóttir. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur, elsku bróðir og mágur. Það verða alltaf góðar og skemmtilegar minningar í hjörtum okkar um þig. Margs er að minnast frá uppvaxtaráram okkar í Hnífsdal og þegar við dvöldum þar saman með fjölskyldur okkar. Ég og Gummi vor- um síðust systkinanna tfl að flytja að heiman og áttum því margar gleði- stundir saman í foreldrahúsum. Ég hugsa til þess þegar þú varst ungur að róa á trillunni þinni og ég fór með kaffi til þín og voru það létt spor því ég vissi að ég fékk með mér heim kú- fiskskeljar sem mér þótti svo góður fiskur. Það var nú líka oft glatt á hjalla þegar þú spilaðir á nikkuna þína. Eins og gengur skflja leiðir þeg- ar fólk fer að búa og koma upp fjöl- skyldu en oft komum við til Hnífsdals á sumrin og hittum þar ættingja og vini. Það hefur verið ánægjulegt að fá að fylgjast með þér og Gerðu koma upp stórum hópi efnilegra barna. Bömin reyndust ykkur líka vel í þessum erfiðu vefldndum. Einnig er greinilegt að þú átt marga góða vini því alls staðar hefur verið útrétt hjálparhönd, margir hafa lagt hönd á plóginn til aðstoðar og ég veit að þú varst þakklátur öllum þeim sem studdu þig. Gummi minn, við hjónin hugsum með hlýju og gleði um þá daga sem við áttum hjá ykkur Gerðu í sumar sem leið. Það var yndislegt að fá að vera saman í heyskap þessa góð- viðrisdaga. Ég minnist þess líka þeg- ar þú varst að grilla fyrir allan mann- skapinn, stóðst úti á hlaði og sagðir að nú væri sko gaman. Við vissum vel hvað þér fannst mikils virði allt sem þið vorað búin að byggja upp að Mýr- artungu II og ykkur var alltaf yndis- legt heim að sækja hvort svo sem heimilið væri í Hnífsdal eða í Reyk- hólasveitinni. Við biðjum þér Guðs blessunar og að hann verndi eiginkonu þína og fjöl- skyldu um ókomin ár. Guð styrki ykkur öll. Anna og Sveinn í Vogum. Með nokkram orðum vil ég minn- ast mágs míns, Guðmundur H. Ing- ólfssonar. Fyrstu minningar mínar um Guð- mund eru frá þeim tíma þegar þau Jóna Valgerður og hann voru að byggja hús sitt í Hnífsdal. Þá keyptu þeir saman pabbi og hann lítinn vöra- bíl til að nota við húsbygginguna og búskapinn hjá pabba. Ég man hvað pabbi var ánægður með þennan fyrsta tengdason sinn og hvað hann hafði alltaf mikið álit á honum. Enda fór það svo að pabbi gat alltaf leitað til Guðmundar um að aðstoða sig við hvaðeina og væri það æði mikið ef allt yrði saman tekið, sem hann gerði fyr- ir tengdaforeldra sína um ævina. Eft- ir að ég flutti frá ísafirði var alltaf jafn notalegt og gaman að koma við í Holti og hitta hann. Guðmundur vildi allt fyrir aðra gera sem í hans valdi stóð og naut ég þess ríkulega eins og aðrir í fjölskyldu okkar. Þegar ég kom í heimsókn fannst mér alltaf eins og ég væri í sérstöku uppáhaldi hjá honum, því þannig var sú tilfinning sem sat ævinlega eftir hjá mér í hvert skipti sem ég hitti hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.