Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 25.03.2000, Síða 60
*iO LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Áfengisdrykkja í augsýn barna I Morgunblaðinu um síðustu helgi ritaði Sigrún Davíðsdóttir áhugaverða grein um drykkjuvenjur danskra unglinga. Grein sína byggir hún á skýrslu danskra stjórnvalda og "^ru niðurstöður slá- andi. Danskir ungling- ar drekka meira en jafnaldrar í Evrópu og leggja nú stjómvöld höfuðáherslu á að virkja foreldrana í bar- áttunni við unglinga- drykkju. Dönsk stjórn- völd styðjast við bandaríska könnun sem sýnir að ef foreldrum fannst í lagi að krakkarnir drykkju þá drukku þeir krakkar tí- falt á við krakka, sem áttu foreldra er beittu sér gegn því að þeir drykkju áfengi. Og því betra sem samband foreldra og barna er því ^rekar fara krakkarnir eftir því sem loreldrarnir segja þeim. I ljósi þessa fannst mér tilefni til þess að rita nokkrar línur um mál- efnið og styðst ég þar við grein sem birtist fyrir nokkru í norska blaðinu Vardevakt. Allir hafa heyrt um „óbeinar reyk- ingar“. Á fyrri hluta ársins 1995 hófu Norðmenn átak sem nefndist „Minnkum áfengisneyslu" og beinist átakið fyrst og fremst að því að sleppa eða skerða áfengisneyslu í augsýn barna og ieiða hugann að því „óbein drykkja" getur valdið börnum miklu öryggisleysi, ekki síst þegar drykkja fer úr böndum. Fjöldi þekktra persóna og félaga- samtaka hefur stutt átakið sem bein- ist ekki síst að þeim sem telja sig 30% Jón K. Guðbergsson 50% 70% UTSALA GLERAUGA 9 I »' r «* u q n v «• r s 1 u n 568 266 2 drekka áfengi í hófi. Framkvæmdastj óri átaksins, Björn Lyster, segir í nýlegri grein, að megininnihald verkefn- isins fælist í orðunum: „Þegar atferli þitt breytist við ofnotkun áfengis verða börnin á varðbergi.“ Fullorðið fólk getur skemmt sér konunglega við ákveðnar aðstæður, brandarar fjúka og flestir virðast óheftir í athöfnum sínum. Eigi áfengisdrykkja sér stað í augsýn og nær- veru barna taka þau yfirleitt strax eftir breytingunni sem verður á pabba og/eða mömmu. Börnum líður best í öruggu umhverfi, þau vilja helst vita og sjá fyrir hvemig mamma og pabbi eru undir margvís- legum kringumstæðum, þau eru í flestum tilvikum afar næm fyrir því, þegar foreldrai- fara „yfir strikið" í áfepgisneyslu. Átakið „minnkum áfengisneyslu í augsýn bama“ er ekki bein „bindind- isherferð" heldur samtök sem era studd af fjölmörgum félögum eins og íþróttafélögum, æskulýðsfélögum, kristilegum félagasamtökum, kirkjunni og ungmennafélögum, ásamt fjölda þekktra einstaklinga í norsku samfélagi. Átakið beinist ekki fyrst og fremst að þeim sem drekka mest og valda sér og öðrum erfiðleikum og vanda, heldur beinist athyglin að hinum mikla fjölda þeirra sem neyta áfeng- is öðra hverju, en óska þess eindreg- ið að bera fulla ábyrgð á atferli sínu og orðum hvar sem þeir eru. Sennilegt er að margir þeir sem snerta aldrei bifreið ef þeir hafa fengið sér „í glas“ og þeir sem dettur aldrei í hug að bragða áfengi áður en þeir fara til vinnu fái sér „í glas“ heima í viðurvist barna sinna. Markmið átaksins er að ná til þeirra sem telja sig hófdrykkju- menn, þeirra sem vilja taka afleið- ingum gerða sinna í daglegu lífi og vera þannig fyrirítiynd barna sinna og vemda líf þeirra með ábyrgri hegðan. I hversdagslífinu þurfa börnin ókkar fjölda „umboðsmanna" sem bera heill þeirra og hamingju fyrir brjósti. Við skiljum afar vel að börn okkar þurfa vernd í umferðinni og að fyllsta öryggis sé ætíð gætt. Annars er hætta næstum við hvert fótmál. Á sama hátt þurfa börnin öryggi og ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/ Þingholtsstræti 5 Heil húseign Höfum fengið í sölu þetta reisulega steinhús í hjarta borgarinnar. Eignin er 1500 fm að stærð hefur öll verið endurnýjuð frá grunni bæði að utan sem innan. Húsið er ailt í útlegu og er að mestu leyti nýtt undir hótelíbúðir auk verslana og veitingahús. Góð arðsemi. Góð langtímalán áhv. % Tilvalið tækifæri fyrir fjárfesta. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu og í síma 893 0239. Afengisneysla Börn okkar þarfnast ör- yggis, segir Jón K. Guð- bergsson. Þau verða ör- yggislaus við drykkju foreldra. vernd á göngu sinni og siglingu „í lífsins ólgusjó". Ekki síður. Mörgum hefur orðið ljóst, að það skiptir miklu hvort við geram okkur grein fyrir hvar við drekkum og hve- nær - ekki bara hvort við drekkum mikið eða lítið eins og við heyram oft. Biskupinn í Hamar sagði eftirfar- andi: „Ég fæ mér stundum glas af léttu víni, en mér lærðist það strax í æsku að ofnotkun áfengis er af hinu illa. Sem prestur hef ég séð hvílíkar afleiðingar geta orðið af of mikilli áfengisneyslu. Því miður era það alltof oft börnin sem bera þyngstan skaða af slíku athæfi. Ég vil því ein- dregið styðja forsvarsmenn þessa átaks sem hvetja foreldra til að gefa því góðan gaum hvernig áfengis- neysla þeirra er í nærvera barna þeirra. Svo sannarlega getum við skemmt okkur og átt yndislegar stundir með börnum okkar án áfeng- is.“ Framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar norsku kirkjunnar sagði í við- tali: ,A-uðvitað munu margir segja strax: Það er mikill munur á því hvort við drekkum eitt glas eða mörg! Og vissulega er það svo. En drögum við okkur sjálf ekki allt of oft á asnaeyranum með alls kyns afsök- unum og undanhaldi? Verðum við ekki að vera sjálfum okkur sam- kvæm, bera ábyrgð á gerðum okkar og viðurkenna í fullri alvöra að það sé best fyrir börnin okkar að við sleppum áfengi algjörlega þegar við njótum góðra stunda með þeim? Þó að undantekningar verði á þessari reglu er ég sannfærður um að við sjálf geram okkur betri og markviss- ari gi-ein fyrir áfengisnotkun okkár og sjáum betur, að því oftar sem við sleppum áfengi í augsýn barna okkar þeim mun betra.“ Fjöldi annarra aðila tekur undir með biskupnum og framkvæmda- stjóranum, bæði kennarar, íþrótta- leiðtogar og uppeldisfræðingar. Þeir leggja áherslu á að börn era pers- ónur rétt eins og fullorðnir, persónur í mótun - og mótunin fer fram á heimilinu, með foreldrum og systkin- um - í skólanum, íþróttafélaginu, æskulýðsfélaginu - og í samfélaginu með hinum fullorðnu. Við leggjum gjaman mikla áherslu á að ala börn- in okkar vel upp, búa þau undir lífið, að þau læri að feta þá stigu sem leiðir þau ekki afvega og verði þeim til óheilla. Okkur er gjarnt að líta eingöngu á bemskuárin sem undirbúning að fullorðinsárunum en gleymum því oft að börnin hafa eigin sjálfsmynd sem okkur ber að styrkja, vernda og veita öryggi á allan hátt. Flest okkar geta tekið undir á há- tíðlegum stundum og undirstrikað að okkur beri að „hafa aðgát í nær- veru sálar“. Eram við sjálfum okkur sam- kvæm í návist barna okkar, sem era framtíð þessa lands? Höfundur er forstöðumaður Götusmiðjunnar. SKOÐUN •• NYJU FOTIN KEISARANS ÞAÐ var hér á dög- unum að ég skrifaði tvær greinar í Morgun- blaðið. Tilefnið var að fram fór umræða um nýjan búvörusamning á milli ríkisvalds og bænda. Ég taldi það skyldu mína að rjúfa þagnarmúrinn um hvernig kjöram sauð- fjárbænda er komið eftir samningsferli síð- asta áratugar nýliðinn- ar aldar þegar kjör í sauðfjárbúskap versn- uðu um þriðjung. Til- efni greinanna vora því viðvöran um að þessi vonda saga endurtæki _sig ekki í nýjum búvöra- samningi. Ég gat þess jafnframt að ekki væra enn tök á að fjalla efnis- lega um nýjan samning þar sem efni hans lægi ekki fyrir. Ekki svo að skilja að sitthvað hefði spurst af efni þessa samnings því ýmsir þeir sem töldu sig eiga forastuhlutverki að gegna leituðust við að koma skoðun- um sínum á framfæri þegar tilefni gafst. Umræðan var hinsvegar svo átaksill að á henni var hvergi hönd á festandi. Ég þakka viðbrögð við þessum greinum. Sérstaklega frá bændum víðsvegar að af landinu. Gæðastýring grundvöllur forsjárhyggjunnar Vera má að einhverjum kunni að finnast gæðastýringin sem samning- urinn stjómast af sniðug, í öllu falli saklaus. Svo er þó ekki, heldur lúmskuleg aðgerð til að höndla for- ræðishyggjuna. Samningnum fylgir skjal sem vitnað er til í samningnum, merkt „Viljayfirlýsing", og er því fullgild skýring í umræðu um nýja samninginn. Þættir gæðastýringar- innar eru átta. Af þeim era sjö í lang- flestum tilvikum nú þegar fastmót- aðar áherslur í störfum sauð- fjárbænda og ekki þarf nema samantekt þeirra mála til að rök- styðja með fullnægjandi hætti hvert ástandið er í þessum efnum. Til frek- ari áréttingar er vert að benda á nokkur atriði. Það fer nú að nálgast að helmingur sauðfjárbænda séu fé- lagar í sauðfjárræktarfélögum og halda þar af leiðandi kynbótaskrár um hjörð sína. Þar sem þessi starf- semi er öflugust eru tveir af hverjum þremur bændum þátttakendur í skýrsluhaldinu. Að auki halda langsamlega flestir bændur fjárbók með tilheyrandi upplýsingum og hef- ur svo verið um langan tima. Það er því langsótt að finna rökin fyrir þess- ari nýju hugljómun í gæðastýringu með breyttum áherslum á skýrslu- haldi í sauðfjárræktinni þar sem ís- lenskir bændur era með þeim allra fremstu. Eins er raunar um fjár- hirðu og forðagæslu að sú starfsemi er afar virk og auk þess bundin af lögum og lýtur því opinberu eftirliti. Leiðbeiningar um notkun áburðar hefur verið einn virkasti þáttur í störíúm búnaðarsambandanna. Á þrengingartímum síðustu ára hefur gætt aukins aðhalds í notkun tilbúins áburðar. Þessi starfsemi er vett- vangur búnaðarsambandanna. Ekki hefur komið fram að í því efni sé um þá bresti að ræða í þessari starfsemi að samningsbundnar aðgerðir séu nauðsynlegar til úrbóta. Að því er varðar lyfjanotkun í sauðfjárbúskap er formlegri skráningu þar helst J Nú er tækifærið... til að eignast ekta pels Öðruvísi Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar Handunnir dúkar og rumteppi Sófasett og þrjú borð á aðeíns kr. 157.000 __________________________ Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 | ábótavant. Þó ber að hafa í huga að um þessi mál fjalla dýralæknar svo að sæmilega ætti að vera séð fyrir þessum málum. Landnot og gæðastýring Þá er að víkja að landnotum og skipan þeirra mála í nýja samningnum. Hér er um að ræða einn þátt hinnar svokölluðu vott- unar sem felur í sér EgillJónsson nýjar áherslur. Það kom mér nokkuð á óvart í umræðum á búnaðarþingi hversu mikillar tortryggni gætti í garð Landgræðslu ríkisins vegna beitarmála. Um þessi efni komst for- maður Bændasamtakanna Ari Teits- son þannig að orði þegar málið var Hlutverk gæðastýring- arinnar, segir Egill Jónsson, er hins vegar að fækka sauðfjárbænd- um þannig að „skuss- arnir“ bregði búi. rætt á Búnaðarþingi: „Réttilega hafa margir áhyggur af aðkomu Landgræðslunnar að mati beitarlands innan gæðastýringar- innar en samninganefndin freistaði þess að reka nokkra varnagla í því sambandi, t.a.m.um endurskoðun hans árið 2003.“ Fróðlegt er að svip- ast um eftir fleLri varnöglum. I þeirri viljayfirlýsingu sem fylgir samning- num segir svo í niðurlagi kaflans sem hefur „Almennt“ að fyrirsögn: „Fá- ist ekki fjármagn til nauðsynlegra girðinga verða bændur ekki látnir gjalda þess við vottun." í kaflanum „Afréttir“ er að finna afar sérstæða framsetningu. Þar segir: „Þar sem gróðurhula er innan við tiltekið lágmark eða rof talið of mikið en þó samfelld gróðursvæði á afrétti, skal miða við að afmarka beitarsvæði af- réttarins þar sem gróður er nógur og rof talið lítið.“ Síðan segir að þau landsvæði sem einkennast fyrst af fremst af auðnum geti fengið vottun til 10 ára, þ.e. þrjú ár framyfir samn- inginn. Ef landgræðslustjóri væri nærri mér þá væri gaman að spyrja hvar þau lönd sé helst að finna sem, með tilliti til þeirra undanþága sem að framan er getið, muni ekki hljóta vottun. Ég fullyrði að svo er ekki. Hér er því um að ræða fyrirmennsku og handahóf. Umhverfi sem passar fyrir geðþóttaákvarðanir forsjár- hyggjunnar. Raunar orkar aðkoma Landgræðslunnar að þessu máli tví- mælis, að ekki sé meira sagt. Það er nefnilega afar nauðsynlegt að koma á skýram ákvörðunum um stöðvun landeyðingar, þar sem slíkt er mögu- legt, og gerð um það áætlun t.d. til 10 ára. Fyrir nokkram áram flutti ég slíka tillögu á Alþingi. Landgræðsl- an lét mér í té góða áætlun um fyrir- mynd að slíku skipulagi. Tillagan náði ekki fram að ganga og ekkert Sigurstjama T>># andlitsböð an snyztÍAtvfja fí Skipholti 70 ♦ sími 553 5044
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.