Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 751 FÓLK í FRÉTTUM Kunnáttan og krakkarnir SJONVARP A LAUGARDEGI NÚ líður að lokum í spuminga- keppni skólanna „Gettu betur“. En sannast mála er að þetta er einn besti sjónvarpsþátturinn, bæði upplýsandi og skemmtilegur og til mikils sóma nemendum og kenn- urum og skólum landsins. Fólk ætti bara að reyna á sjálfu sér að svara viðstöðulaust erfið- um spurninginum, eins og í hraða- spurningunum og láta sér hvergi fipast, jafnvel þótt það viti ekki svarið. Mikið er talað um kennslu- mál á íslandi og ekki allt sem vit- urlegast. Vel getur verið að kennslukerfið þurfi athugunar við, en það má næstum ljóst vera að mestur hluti nemenda þarf enga atferlisskoðun Vonandi er nem- endum kennt allt sem máli skiptir í skólum. Lengi hefur það orð legið á kennarastéttinni, að hún væri nokkuð einlit, en það sér ekki á keppendum í „Gettu betur“, að þar véli um fólk, sem kunni ekki sitt fag. Má vera að harðvítugt og langt launaþref kennara hafi lætt því inn hjá áhorfendum, að kenn- urum væri margt þynga fyrir brjósti en kennsla. Stjórnendur þáttanna hafa verið ágætir og svo er enn. Mest er þó gaman að sjá hvað nemendur skemmta sér vel yfir þeirri þungu lærdómsþraut, sem þættirnir eru. Og fyrst við erum að tala um menntun og vitsmuni er ekki úr vegi að vikja að stórfróðlegu sjón- varpsefni, sem birt er á rásinni Discovery og rás National Geo- graphic, þar sem stöðugt er verið að sýna sögulega atburði frá lið- inni öld, einhverri mestu pólitísku slysaöld, sem yfir mannkynið hefur gengið. Einnig er sýnt frá fomleifum, dýra- lífi á Serengetti-slétt- unni, rannsóknum um himingeim- inn og því sem vitað er um dinosaura, en ríkisrásin sýnir nú þáttaröð, sem nefnist Risaeðlurn- ar, svo dinosaurum eru gerð skil í bili. Magir telja að vagga mann- kyns hafi staðið á Serengetti, og svo mikið er víst, að þangað sækja fræðarar með myndavélar sínar ár eftir ár og í aðra þjóðgarða Afríku. Það hefðu t.d. margir haft gaman af að sjá heimildaþátt um Arabíu- Lawrance í þessu sjónvarpi sl. mánudagskvöld. Svo mætti lengi telja. Og vegna þess að sex-líf er mikið á döfinni í sjónvarpi má benda á að stundum bregður fyrir ástalífi gíraffa á þessum náttúru- lífsrásum Á sunnudagskvöld sýndi ríkis- rásin spænsku kvikmyndina „Frelsishetjur", alveg óborgan- lega mynd úr Spánarstríðinu, sem svo sögulega séð er að verða að einhverju hrottalegasta en mann- eskjulegasta stríði 20. aldar, þegar fasistar og nasistar æfðu mann- drápsvopn sín á spönskum almúga og aðfluttum kommúnistum. Til liðs við lýðveldissinna komu svo nokkrar konur, sem var smalað saman í gleðihúsi og fengnar byss- ur og sagt að fara á vígvöllinn. Myndin, eins og baráttan á Spáni, gengur ekki alveg upp, en í henni eru óborganlegir sprettir. Sagt er að spánska þjóðin hafi horft dolf- allin á myndina heilt sumar (1998) og það er næstum hægt að trúa því. Spánverjar töpuðu sínu lýð- ræði og það kom ekki aftur fyrr en falangistar höfðu misst völdin. Kommúnistar töpuðu á Spáni. Það var ekki vegna þess að hórurnar berðust ekki með þeim. Frásagnir frá þessum tíma sýna að yfirmenn þeirra voru í eilífri liðskönnun, eins og heima hjá Stalín. Þeir buð- ust til og komu í framkvæmd, að gera Spánverjum einn greiða. Lýðræðissinnar voru ekki of ör- uggir um sig og höfðu áhyggjur af gullforða Spánar. Kommúnistar höfðu veður af þessum áhyggjum og buðust til að taka gullforðann í skip og flytja hann til geymslu til Moskvu. Skipið kom til Barcelona og þar var gullinu skipað um borð. Spánverjar hafa aldrei séð það síð- an. Kannski hefur einhverju af þessu gulli verið síðarmeir eytt í bókaútgáfu hér á íslandi? Indriði G. Þorsteinsson Fréttir á Netinu vg>mbl.is -ALL.TAf= eiTTHVAÆJ NYTT~ Fagrar fyr- irsætur OFURFYRIRSÆTUR og aðrir sem eru fyrirmyndir fólks hvað útlit og vöxt varðar eiga það til að miðla af reynslu sinni. Cindy Crawford, sem núverið eignaðist sitt fyrsta barn hefur gefið út mörg líkamsræktar- myndbönd þar sem hún segir frá galdrinum að baki útliti sínu. Nýj- asta mynd- band henn- ar, „A new dimension^__- var verð- launað í Þýskalandi í gær en það hafði selst í yfir 200 þúsund eintökum í landinu og eflaust eflt sjálfstraust margrar konunnar. Reuters Norræna húsið kynnir það nýjasta og magnaðasta frá Finnlandi Laugardagur 25. mars kl. 21.00 Tónleikar: Aavikko. Aðgangur 1.000 kr. Sunnudagur 26. mars kl. 16.00 Stuttmyndir, heimildarmyndir, teiknimyndir og ofl eftir finnsku snillingana Tomi Riionheimo, Mika Taaniia og Kaisa Penttilá. Aðgangur ókeypis. Sýningar: TERROR 2000 25. mars-14. maí Samsýning ungra listamanna frá Helsinki. Aðgangur 200 kr. ‘■‘TwÁ®** r e y k NtNNINCAn JAVÍH •NNINGARDOftG KVHORU Rýmingarsala í Skæði Tæmum buðina fyrir breytingar. Allt á að seljast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.