Morgunblaðið - 26.05.2000, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SA vill fá dóm um svarta listann
Höfða mál fyrir
Félagsdómi
SAMTÖK atvinnulífsins hafa höfðað
mál fyrir Félagsdómi vegna útgáfu
stéttarfélaga á Norður- og Austur-
landi á svokölluðum „svörtum lista“
yfír skip sem félögin telja að megi
ekki landa meðan verkfall stendur
yfir í loðnubræslunum. Málflutning-
ur í málinu fer fram í dag og er búist
við niðurstöðu í næstu viku.
Málið er höfðað vegna bréfs sem
verkalýðsfélagið Eining-Iðja á Ak-
ureyri sendi þar sem það lýsir því
yfir að félagsmenn þess muni ekki
landa úr skipum sem eru á listanum.
Fleiri verkalýðsfélög hafa gefið út
svipaðar yfirlýsingar.
Jón H. Magnússon, lögfræðingur
hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði
að með breytingum á lögunum um
stéttarfélög og vinnudeilur, sem
gerðar voru árið 1996, hefði verið
skilgreint betur hvað teljist vera
verkfall. Að mati SA hefði löggjaf-
inn sett þá umgerð um verkfall að
mönnum væri heimilt að leggja nið-
ur vinnu, en það þýddi hins vegar
ekki að ekki væri heimilt að vinna
sömu störf annars staðar á landinu.
Verkalýðsfélögum væri hins vegar
heimilt að boða samúðarverkfall,
sem þyrfti að samþykkja á félags-
fundi með sama hætti og venjulegt
verkfall. Það hefði hins vegar ekki
verið gert í þessu tilviki. Hann sagð-
ist því telja aðgerðir stéttarfélag-
anna ólöglegar.
Stéttarfélögin hafa í málflutningi
sínum m.a. vísað til þess að héraðs-
dómur hafi dæmt aðgerðir félags-
manna í verkalýðsfélaginu Baldri á
Vestfjörðum, sem komu í veg fyrir
löndun úr vestfirskum skipum, lög-
mætar. Um sambærileg mál sé að
ræða.
Björguðu konu út
úr brennandi íbúð
Morgunblaðið/Sverrir
Viðar Einarsson reykkafari.
REYKKAFARAR
Slökkviliðs
Reykjavíkur
björguðu konu út
úr brennandi
kjallaraíbúð á
Háaleitisbraut
snemma í gær-
morgun. Hún
varð fyrir al-
varlegri reykeitr-
un og var send til
meðferðar í há-
þrýstiklefa á á
Landsspitalanum
í Fossvogi og síð-
an Iögð inn á
Landsspítalann
við Hringbraut.
Líðan hennar er
eftir atvikum
gúð, að sögn
læknis.
Viðar Einarsson og og Jún Pét-
ursson reykkafarar hjá Slökkviliði
Reykjavíkur fundu konuna meðvit-
undarlausa í íbúðinni en þá var
mikill reykur þar innandyra og
200-300 gráðu hiti, þútt ekki væri
hitinn svo mikill á þeim stað í íbúð-
inni þar sem konan fannst. „Það er
alltaf gaman þegar björgunarstörf
ganga vel og tekst að bjarga fúlki
út úr brennandi húsum,“ sagði Við-
ar Einarsson í gær.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
í íbúðinni, en að sögn slökkviliðsins
urðu miklar skemmdir á henni.
Ekki er vitað um eldsupptök.
Fundu konuna strax
Þegar liðsmenn slökkviliðsins
komu á vettvang á níunda tímanum
í gærmorgun fúru reykkafararnir
strax inn í íbúðina og fundu konuna
fljútlega. „Það var mikill eldur í
fbúðinni, en við fundum konuna
strax og að því loknu var ráðist í að
slökkva eldinn," sagði Viðar Ein-
arsson annar reykkafaranna sem
björguðu konunni. „Við höfðum
fengið þær upplýsingar að það væri
Iíklega einhver inni í íbúðinni þegar
við komum á vettvang en einhver
taldi sig hafa heyrt til hennar.“
Að sögn Viðars var lftið sem ekk-
ert skyggni vegna reyks inni í íbúð-
inni þegar leitin fúr fram en sú leit-
artækni sem reykkafarar æfa að
jafnaði gafst vel og fannst konan
því fljútlega.
„Það er alltaf leitað á ákveðnum
stöðum, t.d. undir rúmum og með
hliðsjún af því hvemig fúlk bregst
við í aðstæðum sem þessum. Maður
er meðvitaður um að ef fúlk hefur
andað að sér miklum reyk þá er
ástandið mjög alvarlegt. Því þarf
að hafa snör handtök við að koma
fúlki út í ferskt loft og gefa því súr-
efni,“ sagði Viðar.
Morgunblaðið/Þorkell
Svanir svífa í Borgarleikhúsinu
DANSFLOKKUR Helga Túmas-
sonar, San Francisco-ballettinn,
efndi til lokaæfingar á uppfærslu
hans á Svanavatninu í Borgar-
leikhúsinu í gær. Frumsýning
verður í kvöld. Alls verða fimm
sýningar á verkinu um helgina. f
blaðinu í dag er rætt við Önnu
Kisselgoff, aðaldansgagnrýnanda
The New York Times, um Helga,
sem hún álitur vera einn af fjúr-
um bestu listdönsurum al-
darinnar.
■ Einn þeirra albestu/38
Áhafnir hóta verka-
lýðsfélagi málssókn
SKIPVERJAR á loðnuskipunum
Jóni Kjartanssyni og Hólmaborg frá
Eskifirði sendu í gær verkalýðsfé-
laginu Árvakri á Eskifirði bréf þar
sem félaginu eru gefnir tveir sólar-
hringar til að taka skipin út af
„svarta listanum“ svokallaða. Ef það
verður ekki gert áskilja skipverj-
amir sér rétt til að höfða skaðabóta-
mál á hendur Árvakri, Alþýðusam-
bandi Austurlands og ÁSÍ.
Áhafnir skipanna sendu í síðustu
viku bréf til verkalýðsfélagsins Ár-
vakurs þar sem mótmælt er þeirri
ákvörðun félagsins að setja skipin á
svarta listann, en á honum eru skip
sem stéttarfélögin telja að megi
ekki landa á meðan verkfall er í
bræðslunum á Norður- og Austur-
landi. Því var jafnframt hótað að
skipverjarnir segðu sig úr félaginu.
Sigurður Ingvarsson, formaður
Alþýðusambands Austurlands,
svaraði þessari gagnrýni í fjölmiðl-
um þar sem hann sagði m.a., að
verkfall væri þess eðlis að það bitn-
aði oft á þriðja aðila. Hann minnti
jafnframt á, að sjómenn væru nú í
kjaraviðræðum og eðlilegra væri að
þeir beindu gagnrýni sinni frekar að
atvinnurekendum en verkalýðsfé-
lögunum.
I gær sendu áhafnirnar á Jóni
Kjartanssyni og Hólmaborg annað
bréf þar sem gerð er krafa um að
skipin verði tekin af svarta listan-
um.
Segja listann vera
kalda vatnsgnsu
„Við teljum þetta kalda vatnsgusu
í andlit okkar, þar sem við höfum oft
lagt á okkur jafnvel áhættusama
siglingu til Eskifjarðar í vitlausum
veðrum með afla svo að hægt væri
að halda uppi vinnu í verksmiðjunni,
og finnst þetta þess vegna ósann-
gjamt.“
Undir lok bréfsins segir: „Nú er
kominn tími til þess fyrir ykkur að
taka okkur út af þessum svarta lista
sem við erum á ásamt örfáum öðrum
og hætta þessari vitleysu. Ef ekki
og við komum til með að skaðast af
þessum gjömingi ykkar lýsum við
allri ábyrgð á hendur ykkur og
áskiljum okkur rétt til þess að fara í
skaðabótamál við Vm. Árvakur og
alþýðusamböndin sem að þessu
standa. Þetta getur allt átt eftir að
draga dilk á eftir sér.“
Dreifingu seinkaði
vegna bilunar
BILUN varð í prentvél Morgun-
blaðsins síðastliðna nótt. Af þeim
sökum seinkaði útkomu blaðsins
til hádegis. Dreifing og blaðburður
tafðist vemlega. Strax og bilun
varð í prentsmiðjunni á öðmm tím-
anum var hafist handa við viðgerð.
Fjölmargir starfsmenn unnu að
lagfæringum á biluninni, sem
reyndist mjög alvarleg. Morgun-
blaðið biður lesendur sína velvirð-
ingar á þessari seinkun og þeim
óþægindum sem þeir hafa orðið
fyrir.
Sérblöð í dag
ÍHé’MtlíH
BiotðunWa!
BÍÓBLAÐIÐ
Á FÓSTUDÖGUM
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is