Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveir þingmenn gera könnun á viðhorfum til rafmagnsöryggismála 76,5% telja ástand raf- magnsöryggis óviðunandi í KÖNNUN sem þingmennirnir Gísli S. Einarsson, Samfylkingu, og Ög- mundur Jónasson, Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði, hafa gert á viðhorfum til rafmagnsöryggismála í landinu kemur í ljós að aðeins einn af hverjum fimm sem svöruðu telja nú- verandi ástand viðunandi. Rúmlega þrír fjórðu, 76,5% telja hins vegar nú- verandi ástand rafmagnsöryggismála óviðunandi. Gísli og Ögmundur kynntu niður- stöður könnunarinnar á fréttamanna- fundi í gær. Kom fram í máli þeirra að þeir telja niðurstöðumar mjög sterka vísbendingu um að eftirlit með raf- magnseftirliti sé ekki sem skyldi og hyggjast þeh- fylgja málinu eftir á AI- þingi þegar í haust. Þeir sögðu hins vegar of snemmt að kveða upp úr um hvernig það yrði HÁHYRNINGNUM Keikó var sleppt út úr girðingu sinni í Klettsvík í Vestmannaeyjum um klukkan sex í gærmorgun áður en hafist var handa við að sprengja þar vegna hafnar- framkvæmda. Keikó var kominn aftur inn í girðinguna um þremur klukkustundum siðar. Honum var sleppt út úr víkinni vegna þess að gert enda vonast þeir félagar til að hægt verði að ná þverpólitískri sátt um aðgerðir í þinginu. Tildrög þess að þeir Gísli og Ög- mundm- ákváðu að efna til slíkrar könnunar voru staðhæftngar um að rafmagnseftirliti væri mjög ábóta- vant í landinu í kjölfar breytinga sem gerðar voru 1996. Með lagabreytingum sem gerðar voni 1996 vai' horfið frá opinberu eft- irliti með háspennu og lágspennu- virkjum, þ.e.a.s. dreifikerfum raf- veitna og neysluveitum til hins almenna notanda. í staðinn var tekin upp takmörkuð úrtaksskoðun á veg- um einkaaðila undir umsjón Löggild- ingarstofu. Klofnaði þriggja manna nefnd sem þáverandi iðnaðarráð- heira skipaði á síðasta ári til að kanna gagnrýni á hið nýja fyrirkomulag og óttast var að sprengingarnar gætu valdið honum skaða. Keikó fylgdi bátnum Að sögn Halls Hallssonar, tals- manns samtakanna Ocean Futur- es, fylgdi Keikó báti umsjónar- ákváðu þeir Gísli og Ögmundur þá að efna til áðurnefndrar könnunar. Send voru bréf til löggiltra rafverk- taka, rafveitna, tryggingafyrirtækja og aðila sem sinna brunavörnum og var úrtakið alls um 600 manns. Gísla og Ögmundir bárust 200 svör, eða frá um það bil þriðjungi þeirra sem spurðir voru, þai- af 117 svör frá raf- verktökum en þeir töldu tvo þriðju af úrtakinu. 82,5% telja að breyta beri eftirlitskerfinu Helstu niðurstöður eru þær að 76,5% telja núverandi ástand raf- magnsöi-yggismála óviðunandi, eins og áðui- kom fram. 78% telja að af hálfu opinberra aðila hafi ekki nægi- lega verið kannað ástand rafmagns- öryggismála eftir að breytingar voru manna sinna út úr girðingunni eins og honum hefur verið kennt. Hann sagði að áður en lagt hefði verið af stað hefði verið flogið í kringum Vestmannaeyjar til að kanna hvort aðrir háhyrningar eða hvalir væru í grenndinni en gerðar á eftirlitskerfinu. Ennfremur telja 82,5% þeirra sem svöruðu að eft- irlitskerfinu beri að breyta, og þar af vilja 38% hverfa til fyrra fyrirkomu- lags en 44,5% vilja nýtt eftirlitskerfi þar sem til greina kæmi nýtt fyrir- tæki á vegum hins opinbera með dreifingu starfsmanna um land allt. Er í þessu sambandi rétt að nefna að þær tvær skoðunarstofur sem nú eru starfræktar eru báðar á suðvestur- hominu og þykir það hafa valdið sér- stökum erfiðleikum á landsbyggðinni. Loks má nefna að 59% töldu mark- aðseftirlit með raffongum óviðunandi. Töldu aðeins 7,5% að einkareknar skoðunarstofur ættu að annast þetta eftirlit en um helmingur svarenda vildi hins vegar að hinir sömu og sjá um eftirlit raforkuvirkja sinni eftirliti raffanga. svo hefði ekki reynst vera. Hann sagði að þetta hefði verið gert því þjálfarar Keikós vildu ekki að svo stöddu að hann hitti aðra há- hyrninga. Hallur sagði að Keikó hefði fylgt. bátnum norður og vestur fyrir Heimaey og að Stafsnesi áð- ur en haldið hefði verið til baka inn í Klettsvíkina. Braut ekki lögmanna- lög MEIRIHLUTI úrskurðarnefndar lögmanna hefur komist að þehri nið- urstöðu að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hafi ekki brotið lögmannalögin með ummælum sínum um dóm Hæstaréttar í kynferðis- brotamáli sem hann var veijandi í. I úrskurðarorðum, sem hæstai'étt- arlögmennÚTiir Þórunn Guðmun- dsdóttir, Bjami Þór Óskarsson og Kristín Briem skrifa undir segir að Jón Steinar teljist með ummælum sínum og háttsemi ekki hafa gert á hlut kæranda og kostnaðarkrafa kær- anda sé því ekki tekin til greina. Minnihluti nefndarinnar, Elín Sig- rún Jónsdóttir og Viðar Már Matt- híasson, skilaði sératkvæði og í úr- skurðarorði þeirra segir að kærða sé veitt áminning og skuli hann gi-eiða kæranda 150 þúsund krónur í máls- kostnað. Kvörtun kæranda í málinu beindist að því meintum rekstri kærða á mál- inu í fjölmiðlum og háttsemi, sem hann hafi sýnt opinberfega í tengslum við sakamálið. Málið varðar ýmis ummæli, sem féllu í umræðu um málið eftir að dóm- ur féll í Hæstarétti, þar sem úrskurði í héraði var snúið við og meirihluti felldi sýknudóm vegna skorts á sönn- unum en minnihlutinn vildi sakfella. Tók Jón Steinar þátt í þeirri umræðu með greinaskrifum og viðtölum og fjallaði um málið í útvarpsþætti. Allir aðalmenn siðanefndar Lög- mannafélags íslands viku sæti vegna vanhæfis og tóku þeirra sæti vara- menn að undanskildum fulltrúa Dóm- arafélags íslands og skipaði þá félag- ið Viðar Má Matthíasson lagaprófessor. í úrskurði úrskurðarnefndar Lög- mannafélagsins er farið yfir þau um- mæli sem kærandi tiltekur máli sínu til stuðnings. Meirihlutinn kveðst hafa tilgi-eint þrjú tilvik, sem kærði hafi fjallað um og ekki verði fundin stoð í dómunum. I öðrum ummælum, sem kærandi hefur tilgreint, telur nefndin að felist umfjöllun um atriði, sem hafi komið fram í dómunum eða séu ályktanir, sem kærða sé heimilt að draga af þeim gögnum og skýrsl- um, sem dómamir byggjast á. Minnihlutinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í 10 tilvikum hafi kærði gert á hlut kæranda með þeim hætti að það eigi að varða hann viður- lögum. Keikó utan Klettsvíkur Morgunblaðið/Sigurgeir Beaton Tulk, byggðamálaráðherra Nýfundnalands, heimsótti Island Þarf að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft Margt líkt með byggða- þróun í löndunum tveimur BEATON Tulk, ráðherra byggða- mála í ríkisstjóm Nýfundnalands og Labrador, segir margt líkt með þeirri þróun sem orðið hefur í byggðamál- um hér á íslandi og á Nýfundnalandi. Flutningar fólks úr dreifbýli í þéttbýli hafi mjög farið vaxandi og menn átti sig á nauðsyn þess að spyma við fót- um. Tulk var hér á landi í vikunni og hann sagðist í samtali við Morgun- blaðið vonast til þess að heimsókn hans yrði til þess að stjómvöld land- anna tveggja tækju upp nánara sam- starf í þessum málum enda ljóst að þau gætu ýmislegt lært hvort af öðm. Tulk hélt heim til Nýfundnalands í gærdag eftir nokkurra daga dvöl hér á íslandi en hingað segist hann hafa komið til að kynna sér aðstæður í byggðamálum. Einkum hafi hann haft áhuga á að skoða þróun mála úti á landsbyggðinni. Hann fór norður á Akureyri og kom m.a. við í Hrísey og hann heimsótti líka ýniis fiskvinnslu; fyrirtæki víðsvegar á landinu. í Reykjavík gafst honum síðan tæki- færi til að kynna sér starfsemi ís- lenskrar erfðagreiningar hf. „Það er margt svipað með Islandi og Nýfundnalandi," segir Tulk. íbúar Beaton Tulk, byggða- málaráðherra Ný- fundnalands og Labra- dor, var hér á landi í vikunni. Davíð Logí Sig- urðsson ræddi við hann. Nýfundnalands eru að vísu ögn fleiri, eða um 560 þúsund, en höfúðborgin St. John er svipuð að stærð og Reykjavík. „Island hefur síðan eins og Nýfundnaland og Labrador byggt tilvem sína á fiskvinnslu og sömuleið- is er hér að finna mörg afar lítil bæj- arfélög eins og heima.“ Undanfaiin misseri hefur byggðar- öskun sett svip sinn á samfélagið þar vestra rétt eins og hér á íslandi og segir Tulk að þessi þróun virðist ná- tengd þróun í fiskvinnslu. Á þeim stöðum þar sem fiskurinn sé nú að mestu unninn á sjó - og þar sem um leið er minna um atvinnu í landi - hafi fólki fækkað mjög. Hmn í botnfiskvinnslu árið 1992 hafi aukinheldur haft afar slæm áhrif á byggðaþróun á Nýfundnalandi. „Margir fluttu á brott frá þessum strjálbýlu stöðum og í þéttbýlið og jafnvel yfir til Kanada. Sá vandi, ef það telst vandi, að halda sveitum í byggð og tryggja að unga fólkið neyð- ist ekki til að flytja þaðan er því um margt sambærilegur við það sem hef- ur verið að gerast hér á Islandi." Ungt fólk í dag hefur aðrar væntingar til lífsins Tulk játai' að almennt talað sé erfitt að bregðast við byggðaröskun eins og þeirri sem hefur átt sér stað á Islandi og Nýfúndnalandi. „Ég hef í stöðu minni sem byggðamálaráðherra kom- ist að raun um að ungt fólk í dag vill einfaldlega lifa öðmvísi lífi en foreldr- ar þess, afar og örnrnur," segir hann. „Séu réttu störfin í þéttbýlinu vill það einfaldlega flytja þangað." Ekki þýði hins vegar að leggja árar í bát og Tulk segir að samvinna á milli stjómvalda á Islandi og Nýfundna- landi geti vel stuðlað að árangri. „Við getum lært mjög mikið af hvort öðm. Ef eitthvað hefur gefið góða raun á íslandi þá er engin ástæða til að það geti ekki einnig gefið góða raun á Beaton Tulk, byggðamálaráð- herra Nýfundnalands. Nýfundnalandi." Að sögn Tulks em þær sértæku ráðstafanú- sem íslensk stjómvöld hafa gripið til afar svipaðar þeim ráð- stöfunum sem menn hafa gert á Ný- fundnalandi. MikO áhersla hafi t.d. verið lögð á að breyta um áherslur í atvinnumálum. Þannig sé reynt að koma í veg fyrir að í litlu byggðarlagi snúist allt um eina atvinnugrein. Ein- ungis með þeim hætti sé hægt að tryggja næga atvinnu handa fólki í sveitum landsins. Það eigi síðan við um bæði Island og Nýfundnaland að lögð hafi verið mikil áhersla á að styrkja rekstrar- gmndvöll lítilla iðnfyrirtækja, auk þess sem sérstaklega hafi verið hugað að ferðamannaiðnaðinum. „Við erum á þeirri skoðun," segir Tulk, „að eitt af því mikilvægasta sem við getum gert sé að tryggja að fólkið á þessum dreifbýlu svæðum sé sjálft beinir þátttakendur í viðspyrnu gegn byggðaröskun. Öðmvísi náum við ekki árangri." Segir Tulk að í þessu skyni hafi Nýfundnalandi og Labrador verið sldpt upp í 20 svæði og þannig telji menn að auðveldara verði að standa að öflugri atvinnuþróun. Sérstökum svæðanefndum er síðan falið að móta stefnu til framtíðar á sínu svæði. Er þetta kerfi, að mati Tulk, ekki ósvipað því sem íslenski iðnaðar- og viðskipta- ráðherrann, Valgerður Sverrisdóttir, hefur reynt að stuðla að. Hér á íslandi hafi sveitarstjórninar að vísu meiri af- skipti af þessari vinnu og Tulk segir að það sé til eftirbreytni og vonast hann til þess að strax á næsta ári verði sveitarstjómimar á Nýfundna- landi hafðar með í ráðum í rikari mæli. „Eitt af því sem við höfum hins veg- ar gert með góðum árangri, að mínu mati, er að sýna fólkinu fram á að það sé hægt að hverfa frá fábreyttu til fjölbreyttara atvinnulífs. Við höfum gert þetta með öflugri herferð þar sem við gáfum dæmi um vel heppnað- ar aðgerðir í þessa átt.“ Segir Tulk að sér hafi sýnst sem fúll- trúar íslenskra stjómvalda hafi smám saman verið að komast á þá skoðun að þetta sé eitthvað sem einnig megi gera hér á landi með góðum árangri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.