Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 13

Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 13 FRÉTTIR Samband ungra sjálfstæðismanna leggur fram tillögur um breytingar á stjórnkerfí fískveiða Takmarkanir á framsali kvóta verði afnumdar Morgunblaðið/Golli Kanna grundvöll fyrir „flugfrelsi“ allt árið AFNAM allra takmarkana á fram- sal aflahlutdeilda og að aflahlutdeild verði sjálfstasð eign er meðal til- lagna í sjávarútvegsmálum sem Samband ungra sjálfstæðismanna setti fram á opnum fundi á Akureyri í gærkvöldi. Tillögur ungra sjálfstæðismanna bera yfirskriftina „Sjávarútvegur á grunni viðskiptafrelsis" og segir þar að SUS leggi áherslu á að breyting- ar verði gerðar á kvótakerfinu á grundvelli þess mikla árangurs sem náðst hafi nú þegar. „Viðskiptafrelsi og eignarréttur eru ómumdeildar stoðii- efnahags- kerfis Vesturlanda," segir þar. „Is- lenskt efnahagslíf byggist á þessum stoðum og sjávarútvegurinn að mestu leyti. Frekari árangur í fisk- veiðistjórnun á Islandi byggist á því að lögum verði breytt í því augna- miði að treysta viðskiptafrelsi í greininni og minnka opinber af- skipti." Aflahlutdeild verði sjálfstæð eign Lagt er til að framsal aflaheimilda verði frjálst með þeim rökum að all- ar takmarkanir á framsali leiði til óhagkvæmni og sóunar. Takmark- anir hindri viðskipti með aflaheim- ildir og leiði þar með til þess að kvót- inn sé ekki ávallt í höndum þess sem geti nýtt hann með hagkvæmasta hættinum. Ungir sjálfstæðismenn gera til- lögu um að aflahlutdeild verði sjálf- stæð eign. Aflahlutdeild sé bundin skipum samkvæmt núgildandi lög- um og kvóti geti því ekki gengið kaupum og sölum milli einstaklinga sem ekki eigi skip. Lögin setji því þar með skorður hvernig viðskipti með þessi verðmæti geti þróast og setji það hömlur á ýmsa aðila á borð við landvinnslu, sem ekki geti keypt kvóta og ráðstafað á eigin forsend- um. „Breyting í þá átt ætti því að vera baráttumál fyrir byggðir þar sem landvinnsla er fyrir hendi en ekki mikil útgerð," segir i tillögun- um. „Slík breyting mundi líka gefa fjármálastofnunum aukið svigrúm til að þróa ýmsar fjármálalegar af- urðir sem geta hjálpað til að draga úr áhættu í greininni. Notkun slíkra tækja gerir fyrirtækjum í greininni kleift að bæta rekstrarumhverfi sitt og um leið bæta starfsöryggi þeirra sem við greinina starfa." Byggðaúthlutun verði aflögð SUS er þeirrar hyggju að afleggja eigi byggðaúthlutun kvóta og bendir á að reynslan af úthlutun svonefndra byggðakvóta sé afar slæm, rétt eins og af öðrum sértækum aðgerðum í atvinnumálum. Með úthlutun byggðakvóta séu aflaheimildirnar færðar frá þeim útgerðum, sem nýti þær með arðsömum hætti, til þeirra, sem það geri ekki, og þannig stuðlað að öhagkvæmni og sóun. „Hagkvæmni og skilvirkni kvóta- kerfisins er því skert í byggðapóli- tískum tilgangi," segir í tillögunum. „En reyndin er hins vegar sú að kvótakerfið hefur ekki áhrif á búferlaflutninga fólks til höfuðborg- arsvæðisins því um 80% eru utan þess. Hlutdeild landsbyggðarinnar í heildarkvóta hefur farið vaxandi frá 1984 og virðist því markmið byggða- kvótans vera að styrkja sumar byggðir úti á landi á kostnað ann- arra byggða þar.“ Leggja til afnám sjómannaafsláttar Lagt er til að sjómannaafsláttur- inn verði aflagður og sagt að ekki sé eðlilegt að sjávarútvegurinn búi við hagstæðara skattaumhverfi en aðr- ar atvinnugreinar. Kaup og kjör sjó- manna eigi að ráðast á frjálsum markaði á sömu forsendum og kjör annarra landsmanna. Að síðustu gera ungir sjálfstæðis- menn að tillögu sinni að erlendar fjárfestingar verði leyfðar og segja að það sé sjávarútveginum ekki í hag að hann sé sviptur möguleikum á erlendu áhættufjármagni. „Aðgangur að erlendu fjármagni gæti orðið grundvöllur frekari fram- fara og tækninýjunga í greininni," segir í tillögunum. „Hömlur sem þessar veikja stöðu sjávarútvegsfyr- irtækja á fjármagnsmarkaði og hafa neikvæð áhrif á fjármagnskostnað þeirra." FERÐASKRIFSTOFAN Sam- vinnuferðir-Landsýn hefur selt um 12 þúsund sæti í svonefnt flugfrelsi sem gerir millilandafarþegum kleift að kaupa ódýra farseðla fyr- irvaralaust til 11 áfangastaða í Evrópu. Lægsta verð flugfrelsis er rúmlega 7 þúsund krónur án flug- vallarskatts og algengt verð er um 10 þúsund krónur aðra leiðina. I ljósi þeirra viðbragða sem nýj- ung Samvinnuferða-Landsýnar hef- ur fengið fhuga stjórnendur ferða- skrifstofunnar nú hvort grundvöllur sé fyrir flugfrelsi allt árið. Samkvæmt upplýsingum frá Samvinnuferðum-Landsýn ræðst framhaldið að nokkru í sumar en áhugi almennings ræður því einnig hvert framhaldið verður. Flugfrelsið hófst í gærmorgun þegar ný breiðþota Atlanta flaug með 480 farþega til Kaupmanna- hafnar. Flugfrelsið var kynnt í jan- úar sl. en það felur í sér nýja verð- uppbyggingu og byggir á samningum sem Samvinnuferðir- Landsýn hefur gert við flugfélagið Atlanta, íslandsflug og nokkra er- lenda flugrekstraraðila. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bílversf., sími431 1985. AKUREYRI: Höldurhf., sími4613000. KEFLAVÍK: Bílasalan Bflavík, sími421 7800. VESTMANNAEYJAR: Bílaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535. [HONDA HR-V 1.6i 4x4 5 DYRA 105 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, rafdrifnar rúður og speglar, hiti í sætum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar, samlitaður. I ,.„„.1.890.000 kr. HONDA HR-V 5 DYRA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.