Morgunblaðið - 26.05.2000, Page 20

Morgunblaðið - 26.05.2000, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vegleg afmælishátfð vegna sjötfu ára afmælis Austurbæjarskóla Austurbær AUSTURBÆJARSKÓLI er sjötíu ára á þessu ári og af því tilefni verður haldin vegleg afmælishátíð í skðl- anum á morgun, laugar- dag. Nemendur og kennar- ar skólans hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að leggja lokahönd á undirbúning hátíðarinnar. Nemendur allra bekkjar- deilda leggja sitt af mörk- um og verða sýningar og uppákomur af ýmsu tagi í nær öllum stofum skólans, á göngum hans og á skóla- lóðinni. Yngstu nemendurn- ir hafa teiknað og málað myndir þar sem við- fangsefnin eru mörg og fjölbreytt, meðal annars skólinn sjálfur, skólastarfið fyrr og nú og húsin og lífið í nágrenni skólans. For- eldrar yngstu nemenda taka einnig þátt í dag- skránni með ýmsum hætti. Nemendur í fjórða bekk hafa lagt stund á nokkuð óvenjulegt verkefni í vetur en þeir hafa tekið að sér að gera hinar ýmsu mælingar á húsakynnum skólans. Þau hafa til dæmis mælt gangana, hliðar hússins, reiknað flatarmál stofa, tal- ið glugga, klósett og ýmis tæki og safnað þessum töl- fræðilegu upplýsingum saman og sett upp til sýnis. Einnig hafa þeir skoðað gamlar skrár yfir nemend- ur og borið saman nem- endaQölda fyrr og nú. Nemendur í fimmta bekk taka fyrir kristnitökuna ár- ið 1000 og setja upp sýn- ingu þar sem henni er lýst í máli og myndum. Sjötti bekkur hefur kynnt sér gamla Austurbæinn og Nemendur í fjórða bekk gerðu ýmsar mælingar innan og utan veggja skólans. Þeir söfnuðu saman ýmsum öðrum tölfræðilegum upplýsingum sem verða svo birtar á sýn- ingu þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Nemendur í sjötta bekk stofnuðu hljómsveit í tilefni hátíð- arinnar og spilar hún undir hjá kór skólans á sviði á skóla- lóðinni klukkan 14 á morgun. Krakkamir syngja lög við Ijóð eftir fyrrverandi kennara skólans. N emendur lýsa skóla og skóla- lífi fyrr og nú sögu hans og sjöundi bekk- ur hefur rannsakað sögu Laugavegarins og stríðsár- in í Austurbæjarskóla. Krakkarnir hafa farið um hverfið og teiknað myndir af húsum og fengið upp- lýsingar um sögu þeirra og mannlif fyrri tima. Með myndunum verða því hengdar upp frásagnir og upplýsingar sem eiga við. Nemendur sjöunda bekkjar setja auk þess upp kaffihús i anda stríðsáranna þar sem þau verða klædd eftir tísku þess tíma og flutt verður tónlist. Sýning um lífshætti unglinga frá 1750-2000 Nemendur í ungl- ingadeild skólans hafa líka unnið veglegar og fjöl- breyttar sýningar undir leiðsögn kennara sinna auk þess sem nemendur í átt- unda bekk sýna tvær leiksýningar í bíósalnum, aðra klukkan 12:30 og hina klukkan 16. Nemendur áttunda bekkjar hafa auk þess út- búið sýningu um unglinga og líf þeirra frá árunum 1750 til 2000. Þar er að finna teikningar og frá- sagnir af fermingardegi unglinga, sumar raunveru- legar, aðrar skáldaðar en byggðar á upplýsingum sem þau öfiuðu sér um lifn- aðarhætti fyrri tíma, meðal annars úr Oldinni okkar. Einnig hafa nemendur úr áttunda bekk safnað saman ljósmyndum úr skólah'finu í gegnum tiðina, þær elstu Nemendur í áttunda bekk við æfingu á leikritinu Föstudagar hjá smáfugl- unum eftir Iðunni Steins- dóttur. Leikritið fjallar um krakka sem eru nýbúnir í prófum og halda partý sem fer úr böndunum. eru úr skólaferð sem farin var til Færeyja árið 1933 og þær nýjustu eru myndir úr skólalífi vetrarins. Kennslutæki frá upp- hafsárum skólans Viðfangsefni nemenda níunda og tíunda bekkjar er saga skólans. Meðal ann- ars er fjallað um Sigurð Guðmundsson, arkitekt skólans, skólastarfið í gegnum tíðina og sögu ým- issa námsgreina. Nemendur níunda bekkar hafa undir- búið sýningu á gömlum kennslutækjum og náms- gögnum, þau elstu eru frá byrjun aldarinnar. Meðal annars er þar náttúru- fræðiverkefni nemenda frá 1932 með þurrkuðum grös- um og einnig gömul skor- dýra- og fiðrildasöfn. Á skólalóðinni verður útisvið og klukkan 14 mun kór skólans syngja þar við undirleik hljómsveitar sem skipuð er nemendum úr sjötta bekk. Krakkarnir munu flytja lög við ljóð eft- ir fyrrverandi kennara skólans. Læra margt nýtt Krakkarnir segjast hafa haft afar gaman af undir- búningi vegna hátíðarinnar og þau hafi lært margt nýtt á þessari vinnu. Skemmti- legt sé að skoða gamlar myndir og gamlar skóla- bækur og ímynda sér hvernig skólinn hafi verið í gamla daga og hvað krakk- arnir hafi verið að gera. Þau segjast hlakka mikið til hátíðarinnar og bjóða foreldra og aðra fjölskyld- umeðlimi og vini, sem og gamla nemendur skólans og velunnara, hjartanlega velkomna. Geysishúsið og Hafnarstræti 16 endurbyggð í sumar BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að semja við Istak um endurbyggingu Hafnar- strætis 16 og Aðalstrætis 2, Geysishússins. Áætlaður kostnaður vegna Hafnar- strætis 16 er 36,1 m.kr. en vegna Geysishússins 18,9 m.kr., eða sámtals um 55 m.kr. í fjárhagsáætlun borgar- innar hafði verið gert ráð fyrir að endurbætur hús- anna kostuðu um 75 m.kr. Þar af var áætlaður kostn- aður vegna Hafnarstrætis 16 65 m.kr. en eftir lokað útboð með þátttöku fimm fyrirtækja var samið við Istak um fyrrgreinda fjár- hæð auk þess sem gengið var til samninga við fyrir- tækið um endurbyggingu Geysishússins, að sögn Guðmundar Pálma Krist- inssonar, forstöðumanns byggingadeildar borgar- verkfræðings. Gerður var svokallaður marksamningur um verkið sem felur í sér að gerð er áætlun um hvað endur- byggingin kostar og á grundvelli hennar gerður samningur en verkið er síð- an gert upp á grundvelli raunkostnaðar. Verði kostnaður undir áætlun fær Morgunblaðið/Porkell Hafnarstræti 16 eins og það lítur nú út. Morgunblaðíð/Ásdís Geysishúsið eins og það lítur nú út. Svona er ráðgert að Hafnar- stræti 16 líti út að loknum end- urbótum. Teiknistofan Skólavðrðustig 28 ístak 30% þess sem munar á raunkostn- aði og áætluðum kostnaði en verði kostnaður umfram áætlun greiðir fyrir- tækið sjálft 30% þess sem umfram er. Færð í fyrra horf Hvað varðar Hafnar- stræti 16 verður endur- byggingin fólgin í því að klæða húsið að utan og endumýja glugga, gler og þak og þann hluta grindar hússins sem er fúinn. Sett verður timburklæðning á húsið þar sem nú er báru- járn en steinskífur á þakið og húsið sunnanvert. Gert er ráð fyrir að verkefnum innandyra ljúki fyrir árslok en húsið verður tilbúið að utan næsta sumar. Hvað varðar Geysishúsið stendur til að endurgera það í þeirri mynd sem var á því árið 1906 þegar þar var rekin verslun Duus. Hitt húsið starfar nú í húsinu og hefur það nýlega verið end- Teikning/.Jon Nordsteien, Ólöf Flygenring Svona mun Geysishúsið líta út að loknum endurbótum. urbætt að innan og verða endurbæturn- ar í sumar fyrst og fremst utanhúss. Bæði húsin eiga sér merka sögu og óhætt er að fullyrða að Geysishúsið sé meðal þekktustu kennileita borgarinn- ar en það var byggt árið 1855. í greinargerð Arbæj- arsafns um húsið til borg- arverkfræðings kemur fram að það sé að líkindum eina timburhúsið í einka- eign í Reykjavík sem enn stendur og aldrei hefur verið klætt bárujárni. Það var klætt listasúð til ársins 1955 er jarðhæðin var tekin úr húsinu og nýir inndregn- ir gluggar settir í staðinn. Um leið voru póstar og sprossar teknir úr gluggum á efri hæð og húsið forskal- að. Nú er stefnt að því að endurvekja hina upphaf- legu timburklæðningu. Hvað varðar Hafnar- stræti 16 var það byggt ár- ið 1824 sem pakkhús á Miðborg einni hæð með með háu risi, að því er fram kemur í greinargerð fyrir borgar- verkfræðing. Að sögn Nikulásar Ulfars Másson- ar, arkitekts hjá Árbæjar- safni, hét Hafnarstræti þá Strandgata. Þorsteinn Kúld kaupmaður keypti húsið ár- ið 1843 og voru gerðar á því ýmsar breytingar en þegar M. Smith eignaðist húsið 1879 lét hann hækka það um eina hæð þannig að það varð tvílyft með miðju- kvisti eins og það er enn í dag. Hann rak þar hótel og veitingahús undir nafninu „Hótel Alexandra“ en árið 1908 keypti Eyjólfur Eir- íksson húsið og hefur það verið í hans eigu og afkom- enda hans þar til borgin keypti það nýlega, en húsið er friðað. Myndlistarmenn fá húsið „Miðað við önnur timbur- hús í bænum hefur húsinu lítið verið breytt í útliti frá 1880,“ segir í greinargerð- inni. „Á efri hæð hússins eru þiljur, frágangur veggja og lofta o.íl. að miklu leyti óbreytt, gluggar eru margir upphaflegrar gerðar, flatsúlur og bjór yf- ir inngangi lítið breyttur. Húsið er því að mörgu leyti einstakt." Nú er enginn rekstur í húsinu en þar var lengi rekin verslun með ullarvör- ur og hárgreiðslustofa. Að sögn Nikulásar Úlf- ars hefur borgin veitt nokkrum samtökum mynd- listarmanna vilyrði fyrir af- notum af húsinu að loknum endurbótum, en það er um 300 fermetrar að gólffleti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.