Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Nemendur í framhaldsdeild biðja um að fá að vera lengur heima Foreldrar í Stykkishólmi vilja aukið framhaldsnám Stykkishólmi - í vor hefur verið mikill áhugi hjá foreldrum og nem- endum í 1. bekk framhaldsdeildar í Stykkishólmi um að endurvekja nám í 2. bekk. Samkvæmt könnun vilja 13-15 nemendur sem eru á fyrsta ári halda áfram á öðru ári í Stykkishólmi. Framhaldsdeildin í Stykkishólmi er hluti af Fjölbrauta- skóla Vesturlands og hefur skóla- meistari hafnað beiðninni með þeim rökum að meðalnemendafjöldi í bók- legum fögum er fyrir neðan þau mörk sem menntamálaráðuneytið setur. Foreldrar eiga erfitt með að sætta sig við þá niðurstöðu. f huga þeirra er stórmál að fá tækifæri til að hafa börnin heima einum vetri lengur. Þeir benda á að sjálfræðisaldur hef- ur verið hækkaður í 18 ár og þar er foreldrum ætlað að bera ábyrgð á uppeldi og þroska barna sinna og því hlutverki er erfitt að sinna í fjar- lægð. Nemendur eru á viðkvæmum aldri og mörgum hverjum er það styrkur að hafa foreldrana nálægt. Þá kom fram að í lögum er gert ráð fyrir jafnrétti til náms. Með því að hafna beiðni um meira framhalds- nám í Stykkishólmi er verið að brjóta á þeim. Mikill kostnaður fylg- ir þvi að senda bömin í burtu, fjár- hagsleg geta foreldra er mismikil sem getur hindrað börn til náms. Eins hefur það sýnt sig að þegar þarf að senda bömin í burtu verða of mikil afföll í námi og þau gefast upp. J Stykkishólmi er húsnæði til sfaðar til að sinna meira námi og sama má segja um kennara. Næstu árgangar em fjölmennir svo að nemendafjöldi í framhaldsnámi í Stykkishólmi mun aukast. Foreldrar leggja mikla áherslu á að hér er mikilvægt byggðamál á ferðinni. Þessi 13-15 nemenda hóp- ur vill halda áfram námi heima og það skýtur skökku við í þeirri byggðaumræðu sem er í þjóðfélag- inu að stuðla ekki að námi í heima- byggð þegar allar aðstæður eru fyr- ir hendi, nema það vantar fjármagn. Foreldrar telja að kostnaður við að halda úti öðru ári sé ekki svo mikill þegar litið er á allar hliðar málsins. Dreifbýlisstyrkur að upphæð 145.000 kr. á nemanda sparast og út- gjöld foreldra og nemenda minnka mikið. Foreldrar skora á mennta- Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Foreldrar sem kjörnir voru til að fylgja eftir óskum foreldra og barna um að endurvekja framhaldsnám í 2. bekk næsta haust. Gylfi Markús- son, Eyþór Benediktsson aðstoðarskólastjóri, Aðalheiður Sigurðardótt- ir, Guðmundur Lárusson og Hanna María Björgvinsdóttir. málaráðherra að veita aukið fé til Fjölbrautaskóla Vesturlands til að halda úti tveggja ára framhaldsnámi í Stykkishólmi. Ef af því getur orðið munu um 40 nemendur stunda fram- haldsnám hér næsta vetur. Niður- staða í málinu þarf að liggja fyrir sem fyrst því 5. júní þurfa nemendur að vera búnir að sækja um nám í framhaldsskólum. Undirbtíningi að landsmtíti UMFÍ á Austurlandi miðar vel Styrktarsamn- ingar að verð- mæti 13 UNDIRBÚNINGI að landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Egils- stöðum og nágrenni eftir fjórtán mánuði miðar vel. íþróttaaðstaðan verður tilbúin í haust. Þá hefur ÚÍA gengið frá samningum við helstu styrktaraðila mótsins og eru samn- ingamir metnir á að minnsta kosti 13-14 milljónir kr. Ungmenna- og íþróttasamband milljtínir Austurlands heldur landsmót UMFÍ á Egilsstöðum og nágrenni dagana 12. til 15. júlí árið 2001. Landsmótin eru einhver fjölmennunstu mót sem haldin eru hér á landi. Er áætlað að keppendur á Egilsstöðum verði ekki færri en 2000. Með starfsmönnum, aðstandendum og öðrum gestum er búist við að fjöldi aðkomufólks geti orðið um 10 þúsund um mótsdagana. Morgunblaðið/Silli Berglind Asgeirsdtíttir, Páll Ptítursson, Jtín Ásberg Salomonsson og Soffía Gísladtíttir undirrita samninginn. Samið um framkvæmd laga um málefni fatlaðra Húsavík - Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, undirritaði í síðustu viku á Húsavík samning milli fé- lagsmálaráðuneytisins og Héraðs- nefndar Þingeyinga um þjónustu við fatlaða f umdæmi héraðsnefnd- ar. Með samningnum tekur héraðs- nefnd Þingeyinga að sér fram- kvæmd laga um málefni fatlaðra og aðannast þau verkeftii sem því fylgja. Samningurinn gildir til ársloka 2001 og eru árlegar greiðslur fé- lagsmálaráðuneytisins vegna hans rúmar 38 milljónir króna. Frá og með árinu 2002 er stefnt að yfirtöku sveitarfélaga á allri þjónustu við fatlaða, samanber frumvarp tii nýrra laga um félags- þjónustu sveitarfélaga, sem félags- málaráðherra hefur mælt með á Al- þingi. Félagsmálaráðuneytið hefur gert fjóra samninga við sveitarfélög um þjónustu við fatlaða. Landsmótsnefnd kynnir samninga við aðalstyrktaraðila landsmótsins á Egilsstöðum. F.v.: Ágústa Björnsdóttir, Búnaðarbankanum, Anna A. Arnardóttir, Tölvuþjónustu Austurlands, Stefán Geir Þórðarson, Gagnvirkri miðl- un, Björn Ármann Ólafsson, ÚÍA, Sveinn Jónsson, formaður landsmótsnefndar, Sveinn Birkir Björnsson, fram- kvæmdastjóri landsmóts, Þórir Jónsson, formaður UMFÍ, Hólmfríður Einarsdóttir, Kaupþingi og Ingi Már Að- alsteinsson, Kaupfélagi Héraðsbúa. ÚÍA hefur tvisvar áður haldið landsmót UMFÍ, 1952 og 1968, í bæði skiptin á Eiðum. Nú er stefnt að því að mótið verði að mestu óháð duttlungum náttúruaflanna og hald- ið við þær aðstæður sem bestar geta orðið í fjórðungnum. „Austurland mun árið 2001 bjóða upp á landsmót við aðstæður sem jafnast á við það sem best gerist annars staðar á land- inu. íþróttamannvirkin munu standa tilbúin, ný og nýleg, í besta ásig- komulagi og umgjörð mótshalds öll mun skarta sína fegursta í veður- sæld sumarsins," segir meðal annars ífréttatílkynningu frá landsmóts- nefnd. Á vegum sveitarfélagsins Austur- Héraðs er unnið að nýbyggingum og lagfæringum á íþróttamannvirkjum og segir Sveinn Jónsson, formaður landsmótsnefndar, að sú vinna sé á áætlun. Stefnt er að því að vinnu við endurbætur á frjálsíþróttaaðstöðu íþróttaleikvangsins á Egilsstöðum verði lokið í haust þannig að ÚÍA getí haldið þar mót. Hlaupabrautir verða lagðar með gerviefni. Verið er að tvöfalda salinn í íþróttahúsinu og á því verki að vera lokið áður en skól- ar hefjast í haust. Þá er nýleg sund- laug á staðnum. Annar undirbúningur gengur líka vel, að sögn Sveins. Ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri, Sveinn Birkir Bjömsson, og tekur hann til starfa í byrjun júní. Þá hafa verið gerðir samningar við fimm fýrirtæki sem áætlað er að verði aðalstyrktaraðilar mótsins, Tölvuþjónustu Austurlands, Kaupfé- lag Héraðsbúa, Gagnvirka miðlun, Kaupþing og Búnaðarbanka Islands. Sveinn segir að verðmæti þessara samninga sé að minnsta kosti 13-14 milljónir kr. og er greiddur ýmist með fjárframlögum eða samvinnu um kynningu. Þannig mun lands- mótið verða kynnt á Skjávarpinu auk þess sem sett verður upp heimasíða og mótið kynnt með nýjustu tækni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Unnið við að leggja nýja klæðningu á flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Miklar end- urbætur á flugvellin- um í Eyjum Vestmannaeyjar - Undanfarna daga og vikur hafa orðið nokkrar truflanir á flugsamgöngum við Vestmannaeyjar, vegna fram- kvæmda við flugvöllinn, en verið er að leggja nýja klæðningu á völl- inn sem fyrst var malbikaður árið 1990. Helga Þórhallsdóttur, staðar- verkfræðingur á flugvellinum í Eyjum, sagði að eftir útboð á verkinu hefði Klæðning hafist handa við verkið 10. maí sl. og skal því lokið fyrir 15. júni nk. Verkið felst í því að leggja klæðningu á flugbrautir flugvallarins, alls 110.000 fermetra. Efnið er harpað basalt af kornastærð 11-16 mm, alls 2000 rúmmetrar og lagt út á 240 þúsund lítra af bindiefni, tjöru. Þá er verið að leggja ídráttarrör í brautir vallarins til að geta notað síðar, fyrir rafmagn eða annað. Um það verk sjá Einar og Guðjón sf. í Vestmannaeyjum. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir eru um 35 milljónir króna. Alls starfa um 15 manns við þessar framkvæmdir að meðtöld- um starfsmönnum Flugmálastjórn- ar í Vestmannaeyjum. Nokkrar truflanir hafa verið á flugsamgöngum vegna þessara framkvæmda en loka þarf alveg annarri flugbrautinni þegar vinna við hana fer fram, svo einungis önnur flugbrautin er opin í einu. Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000 fra 8.730 kr. meíflujvallarsköttura FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 5703001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.