Morgunblaðið - 26.05.2000, Page 39

Morgunblaðið - 26.05.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 39 LISTIR Ein af sýningum vetrarins í Þjóðleikhúsinu utan Elva Ósk Ólafsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson í hlutverkum sínum í Brúðuheimili Ibsens. Útskriftarsýning nemenda LHI Brúðu- heimilið til Græn- lands ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur þegið boð grænlenska menningarhúss- ins í Nuuk um að koma til Græn- lands og sýna Brúðuheimili Ibsens næstkomandi laugardagskvöld. Brúðuheimilið var á verkefna- skrá Þjóðleikhússins á síðasta leikári. Fyrir túlkun sína á hlut- verki Nóru hlaut Elva Ósk Ólafs- dóttir menningarverðlaun DV í leiklist. Brúðuheimili er eitt þekktasta verk norska skáldjöfursins Hen- riks Ibsens. Verkið var fyrst sett á svið árið 1879 í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og vakti ákaflega sterk viðbrögð, enda fjallar skáldið hér um efni sem var þá þegar orðið eldfimt deilumál, eða stöðu konunnar í samfélaginu og innan hjónabands- ins. Þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á samfélagsgerð- inni á þeim hundrað og tuttugu árum sem liðin eru frá frumsýn- ingu verksins, heldur það áfram að heilla nýjar kynslóðir áhorf- enda, með næmri skoðun skálds- ins á samskiptum fólks og mann- legum tilfinningum, segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhús- inu. Leikendur í Brúðuheimili eru, auk Elvu Óskar Ólafsdóttur, Bald- ur Trausti Hreinsson, sem fer með hlutverk Helmers, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Björnsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Höfundur leik- myndar er Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir og er hún einnig höf- undur búninga ásamt Margréti Sigurðardóttur. Lýsingu hannaði Björn Bergsteinn Guðmundsson og þýðinguna gerði Sveinn Ein- arsson. Leikstjóri er Stefán Bald- ursson. Leikferðin er farin í samvinnu við Reykjavík - Menningarborg 2000 með stuðningi menntamálar- áðuneytisins, Norrænu leiklistar- og dansnefndarinnar og ýmissa annarra aðila. NÚ stendur yfir sýning á lokaverk- efnum nemenda í myndlistardeild við Listaháskóla Islands. Sýningin er í húsi skólans á Laugarnesvegi 91. Alls sýna 47 nemendur verkefni sín í myndlist og hönnun. A hönnunarsviði; grafísk hönnun, textíll og leirlist, útskrifast 19 nem- endur: Ásdís E. Pétursdóttir, Brynja Emilsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Guðmunda Hergeirsdóttir, Guðrún Hilmisdóttir, Gunnar R. Kristinsson, Haukur J. Hálfdánarson, Helga G. Magnúsdóttir, Helga Guðmun- dsdóttir, Ingibjörg Á. Gunnarsdótt- ir, Ingibjörg Klemenzdóttir, Jó- hanna Hauksdóttir, María Jónsdóttir, Ragnheiður Guðmun- dsdóttir, Sara M. Skúladóttir, Sól- veig Þórisdóttir, Þorbjörg Valdi- marsdóttir, Þórhildur E. Elínardóttir og Ösp Jónsdóttir Á myndlistarsviði; fjöltækni, graf- ík, málun og skúlptúr, útskrifast 28 nemendur: Anna María Ingadóttir, Ása Heið- ur Rúnarsdóttir, Ásdís Þórarins- dóttir, Birgir Öm Thoroddsen, Bjarni Björgvinsson, Darri Lor- enzen, Díana Hrafnsdóttir, Elva Th. Hreiðarsdóttir, Frosti Friðriksson, Guðni Gunnarsson, Guðrún M. Jó- hannsdóttir, Halla K. Einarsdóttir, Halldór A. Bjarnason, Haraldur Jónasson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Jóhannes A. Hinriksson, Lilja Gunnarsdóttir, Lilja Karlsdóttir, Margrét Ey- mundsdóttir, Margrét Jónasdóttir, Ólöf H. Guðmundsdóttir, Ragnheið- ur Tryggvadóttir, Sírnir H. Einars- son, Sólborg Gunnarsdóttir , Stella Sigurgeirsdóttir, Þórunn Birgisdótt- ir og Þuríður Una Pétursdóttir. I tengslum við sýninguna er gefin út sýningarskrá. Ritstjóri hennar er Helga Pálína Brynjólfsdóttir en Hilmar Þór Jóhannsson og Óli Daní- el Helgason, nemendur á 2. ári í grafískri hönnun, sáu um útlit og hönnun. Útskriftarnemendur hafa látið gera póstkort og verða þau boð- in sýningargestum. Hafdís Helgadóttir myndlistar- maður og kennari er sýningarstjóri. Sýningin verður opin daglega kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 28. maí. Sýningu lýkur Hallgrímskirkj a Nú fer í hönd síðasta sýning- arhelgi á verkum Sigurðar Ör- lygssonar myndlistarmanns í Hallgrímskirkju. Þar sýnir Sig- urður fjögur olíumálverk sem hann nefnir Tilbrigði við Kvöld- máltíð. Hallgrímskirkja er opin alla daga frá 9-18 og lýkur sýning- unni 1. júní. Félagar í Myndlistarfélagi Arnessýslu sýna í Eden Hveragerði. Morgunblaðið. í EDEN í Hveragerði stendur nú yfir sýning á verkum félaga í Mynd- listarfélagi Árnessýslu. Um 15 manns eiga verk á sýningunni sem er mjög fjölbreytt. Vatnslitamyndir og olíumálverk ásamt verkum úr leir og ýmsum öðrum efnum prýða veggi og eru öll verkin til sölu. I Myndlistarfélagi Árnessýslu eru um 80 félagar. Félagið hefur það að markmiði að efla listalíf á svæðinu og hefur félagið staðið fyr- ir námskeiðum sem og ferðum á listviðburði ásamt því að standa fyr- ir 2-3 sýningum félagsmanna á ári. Margir kannast eflaust við sýn- ingarhald félagsmanna í Safnahús- inu á Selfossi sem hefur verið árviss viðburður um páska. Sýningunni í Eden lýkur 28. maí næstkomandi. Lj dsmyndasýn- in g í Nema hvað IAN Bruce og Vala Dóra Jónsdóttir opna ljósmyndasýningu í Gallerí Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, föstudag. Bruce útskrifaðist úr ljósmynda- námi frá Edinburgh College of Art árið 1996. Hann hefur haldið nokkrar einka- og samsýningar, m.a. Stills Gallery í Edinborg, Traverse Theatre í Edinborg og Brick Lane í London. Vala Dóra útskrifaðist frá ljós- myndaskólanum Stevenson College í Edinborg árið 1997 og hefur sótt námskeið í Danmörku. Vala hefur haldið sýningar m.a. í Akademie Gall- erie í Munchen, Bonhoga Gallery, Shetland og Traverse Theatre í Edin- borg. Sýningin í Nema hvað er opin mið- vikudaga til sunnudaga kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 11. júní. U mh verfíshönn- un í OneoOne FOS opnar sýningu í OneoOne gall- erí, Laugavegi 48b, á morgun, laugar- dag, kl. 17. Fos (f. 1971) býr og starfar í Kaupmannahöfn. í kynningu segir m.a. „Fos skiptir list sinni í tvær greinar. Önnur „Úm- hverfishönnun" felur í sér allsherjar plön um hvemig megi þróa nýja staði og rými. „Umhverfishönnun" miðar að því að leggja grunn að breyttri samfélagsgerð og fellur því greinilega langt fyrir utan hin hefðbundnu svið listar. Hin greinin sem Fos fæst við er „Umhverfis-endurhönnun“. Með inn- setningum, skúlptúrum, klippimynd- um, málun og grafískri hönnun kynn- ir listamaðurinn myndrænan heim sem skapast þegar umhverfið mætir hinu persónulega. Fos vinnur mikið sem plötusnúður og notar oft tónlist í verk sín.“ Sýningin er til 27. júní. - skemmtileg búbót fyrir brúðhjónin 1 Verðandi brúðhjón eru hjartanlega velkomin í verslun > Byggt og búið ( Krínglunni. Þar er þeim boðið að skrá sig, velja fallega muni og setja þá á óskalista fyrir brúðkaupið. Þegar líður að brúðkaupinu er tilvalið fyrír vini og vandamenn að iíta inn í Byggt og búið og velja smáar sem stórar gjafir eftir óskum brúðhjónanna. 1 Byggt og búið er mikið úrval af fallegum og gagnlegum munum fyrír heimilið og að auki leggur Byggt og búið til óvæntan glaðning handa öllum brúðhjónum. í sumarlok verður svo dregið úr öllum k skráðum brúðargjafalistum og fá heppin hjón hina margrómuðu Kitchen Aid hrærivél að gjöf. Kringlunni iími 568 9400 )pið sunnudag 13-17 Marea Weekend ELX estiva Ótrúlega vel útbúinn á kr: 1.495.00 n., Loftkœling með hitastýringu (AC Stillanlegur hltablástur afturi) Þrjú þriggja punkta belti í aftursœti Fimm hnakkapúðar Lúxusinnrétting Samlitlr stuðarar Samlitir speglar og hurðarhandföng Halogen linsuaðalljós Rafstýrðir og upphitaöir útispeglar Rafstýrðlr bílbeltastrekkjarar Vökvaslýri Fjarstýrðar samlœsingar Geislaspllari 4x40 wött Fjórlr hátalarar Rafdrifnar rúður að framan Snúningshraðamœllr Útihrtamœlir 103 hestafla 1.6 lítra 16 ventla vél Tölvustýrð fjölinnsprautun ABS hemlalœsivörn EBD hemlajöfnunarbúnaður Hœðarstilllng á ökumannssœti Rafstýrð mjóbaksstllling Armpúði í aftursœti Vasi á miöjustokk Vasar aftan á framsœtisbökum Hœðarstilling á slýri Lesljós í aftursœti Litaðar rúður Þakbogar Rœsivörn í lykli þrlðja Premsuljóslð Hiti, þurrka og rúðusprauta á afturrúðu 14" felgur Stillanleg hœð aöalljósa Tvískipt aftursœtl Heilklœtt farangursrýml Geymsluhólf í farangursrými Tvískiptur afturhlerl Mottusett Galvanhúðaður 8 ára ábyrgð á gegnumtœringu Eyðsla skv. meginlandsstaðli 8,3 1/100 km Istraktor ?° BlLAR FYRIR ALLA SMIOSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.