Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 64

Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 >."•. .................... UMRÆÐAN Hvað gerðist á Þingvöll- * um fyrir þúsund árum? UM þessar mundir er þess minnzt, i að þúsund ár eru liðin síðan íslend- i ingar tóku rómversk-kaþólska trú. Hún var landstrú í 550 ár, unz henni i var haftiað með eftir- I minnilegum hætti á j hlaðinu í Skálholti og I evangelísk-lútersk trú ! tekin upp. En hvað oUi því, að þessir afkom- endur víkinganna köst- •-‘Söu trú feðra sinna og tóku upp átrúnað aust- , an úr Asíu? Og hvað l gerðist á Þingvöllum j þetta sumar fyrir þús- und árum? Einar Amórsson rit- aði ítarlega grein um kristnitökuna á Kng- völlum árið 1000, sem birtist í Skími 1941. Hann var einn kunnasti lögfræðingur landsins, og meðal gagnmerkra rita, sem hann samdi, er bók um Ara fróða, „Arnes- þing á landnáms- og söguöld" og „Réttarsaga Alþingis“. Elzta heimildarritið er Islendinga- ' bók Ara fróða sem er talin skráð á áranum 1122-1133. Það sem Ari skráir um atburðina árið 1000 er því komið um þrjá liði eða fjóra. Aðrar frásagnir um kristnitökuna era skráðar löngu síðar. Þar nefnir Ein- ar m.a.: Historia Norvegiæ eftir Þjóðrek munk frá um 1180, Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason munk um 1190, sögu Ól- afs Tryggvasonar eftir Gunnlaug Leifsson munk um 1200 og Kristni sögu eftir óþekktan höfund frá um 1250. ' f Fyrst rekur Einar aðdraganda kristnitökunnar. Þá kemur þingfar- arsaga þeirra Gizurar og Hjalta og Brennu-Flosa. Ari segir þá hafa „annan dag eftir“ gengið til lögbergs. Gunnlaugur munkur og Kristni saga bæta því við, að Þormóður prestur hafi sungið messu, og síðan hafi gengið til lögbergs 7 lærðir menn skrýddir „ok bára fyrir sér tvá krossa mikla, þá hina sömu sem nú eru í Skarðinu Ytra (Kristni saga segir: Eystra). Merkir annarr hæð Hjalta Skeggjasonar, en annarr merkir hæð Olafs Tryggvasonar.“ Ari getur einungis eins prests í för með þeim Gizuri en hjá Gunnlaugi era þeir orðnir sjö. „Svo þegar til lögbergs er komið, þá leggja prestar reyk- elsi á glóð, og verður þá sú jartein, að ilminn af því leggur jafnt móti vindi sem forvindis. Það þarf varla að geta þess, að öll þessi sögn Gunnlaugs og Kristni sögu um prestana, messuna, skrúðgöngu og krossa og loks reyk- elsi og ilm af því er helgisögn klerka.“ Ari segir þá Gizur og Hjalta hafa haldið ræðu á lögbergi. „En þat es sagt, at þat bæri frá, hve vel þeir mæltu.“ Kristni saga segir svo mikla ógn hafa staðið af orðum þeirra, að engir hafi þorað að mæla móti þeim. Þessa sögn telur Einar „nokkurn veginn í sama anda sem Kristnitakan Hvað gerðist á Þingvöll- um, spyr Guðmundur Kristinsson, þetta sum- ar fyrir þúsund árum? sögnin um bændur þá, er vildu and- æfa kristniboði Ólafs Tryggvasonar á eynni Mostur, er hann kom í Nor- eg. Fyrsti ræðumaður kom ekki upp orði fyrir hósta, annar stamaði og þriðji varð svo rámur, að enginn heyrði til hans. [...] Lögbergsfundinum lýkur hjá öll- um heimildarmönnum á því, að hver- ir að öðram nefndu sér votta, hinir kristnu menn og hinir heiðnu, og sögðust úr lögum hverir við aðra.“ Gunnlaugur og Kristni saga skjóta hér inn sögninni um jarðeldinn í Ölf- usi „ok renna óðlega ofan at bæ Þór- odds goða.“ Hann bjó á Hjalla og nú er vitað að sá bær hefur aldrei verið í hættu vegna jarðelds. Þaðan er nokkurra klukkustunda reið á Þing- völl, og þetta er „piltur“ látinn koma „hlaupandi", rétt eins og steinsnar sé þama á milli. Einar segir að þetta komi eins og fjandinn úr sauðar- leggnum. Að lögbergsfundinum loknum, segir Ari, að kristnir menn hafi beðið Hall af Síðu að segja upp lög þau, er kristninni fylgdu. Hann er látinn leysa sig undan „lögsögu“ þessari með því að hann „keypti" að Þorgeiri lögsögumanni, að hann skyldi segja upp lög íyrir kristna menn, enda þótt hann væri enn heiðinn. Gunnlaugur greinir frá þeim skil- málum, sem Hallur á að hafa sett Þorgeiri, að allir menn skyldu kristn- ir vera á Islandi, að óheilög skyldu vera öll blót, hof og skurðgoð og að fjörbaugsgarð skyldu varða blót öll. Einar telur þetta hugsmíð Gunn- laugs og vera stjómskipulega fjar- stæðu. „Til þess þurfti lög, en lög- sögumaður hafði ekki löggjafarvald heldur lögrétta.“ Telur Einar allt verða skiljanlegt, ef Hallur og Þor- geir hafi hvor um sig verið kjörinn oddviti hvor síns flokks til samninga um málið. Eftir þessi „kaup“ Þorgeirs og Halls segir Ari, að þeir hafi gengið í búðir og Þorgeir lagzt niður „ok breiddi feld sinn á sik ok hvíldi þann dag allan ok nóttina eftir ok mælti ekki orð.“ Meðan Þorgeir hvíldi þög- ull undir feldi sínum láta Gunnlaugur og Kristni saga heiðna menn hafa ákveðið að eyða trúboðinu með því að drepa tvo menn úr hveijum fjórð- ungi til fómar goðunum. Gizur og Hjalti bregða þá á það ráð, að gefa guði sínum að „sigurgjöf' tvo hina beztu menn kristna úr hverjum landsfjórðungi. Einar segir næsta ótrúlegt, að Ari og Oddur hefðu ekki getið þessarar frásagnar um ein- stakt dæmi mannblóta hér á landi og bætir við: „Sögn Gunnlaugs og Kristni sögu um mannblót þessi og heit er ósvikin klerkasögn, til ófrægðar heiðnum mönnum, en til fremdar kristnum." Að lokum dregur Einar saman það, sem með vissu og góðum líkind- um sé vitað um kristnitökuna árið 1000 en segir svo: ,Ari gerir of mikið úr yfirlýsingum heiðinna manna og kristinna um lögslit þeirra og telur þær hafa haft verkanir, sem þær virðast ekki hafa haft. Því er sögn Ara um lögsögu- mannskjör Síðu-Halls á misskilningi byggð og kaup hans við Þorgeir lög- sögumann rangsögð. Sögnin um legu Þorgeirs undir feldinum er þjóðsaga. Ræðu hans á síðari lögbergsfundin- um hefir Ari samið, og það er mis- skilningur Ara, að heiðnir menn og kristnir hafi fyrir fram játazt undir lög þau, er Þorgeir „segði upp.“ Það er loks misskilningur Ara, að hin nýju lög hafi til orðið að lögbergi og íyrir „uppsögu“ lögsögumanns. Sögn Ara um Laugardalsför þeirra Hjalta og Gizurar er mjög ólíkleg. Sama er um sögn síðari höf- unda um þingför Brennu-Flosa, um viðtökur þeirra Gizurar í Landeyjum og gönguför að Háfi. Sagnir þeirra um prestana sjö, messuna á Þing- velli, krossana, skrúðgönguna til lög- bergs, reykelsið og ilminn af því, jarðeldinn í Ölfusi, mannblót heið- ingja og sigurgjafir kristinna manna og loks um primsigning og skím þingheims eru allar seinni tíma til- búningur.“ Höfundur er ríthöfundur og fyrrverandi bankaféhirðir. Guðmundur Kristinsson Abyrg’ð gagn- rýnanda lista II Gagnrýnandinn HaU- dór Björn Runólfsson tekur gagnrýni á eigin verk Ula. Ég gagnrýndi texta sem hann skrifaði í Morgunblaðið 5. maí sl. á bls. 33 um mynd- listarsýningu. Mér fannst fagmennsku hans sem gagnrýnanda ábótavant og gerði til- raun tU að sýna fram á það. Viðbrögð Halldórs era í Morgunblaðinu 24. maí: „Þér [ég] tekst nefnUega ekki að sann- færa mig eina sekúndu um að ritmáti þinn stefni hærra en hver annar stflrænn leikaraskapur." Það hvarflaði aldrei að honum að taka gagnrýni sem hann fékk alvarlega. Ekki í eina sekúndu. Ég var hinsvegar svo vitlaus að taka myndhstargagnrýni hans alvar- lega. Ég vissi nefnUega ekki eftirfar- andi, og hafði því aldrei gleymt því: „Hann [ég] gleymir að gagnrýni mín Gagnrýni * Eg gagnrýndi texta Halldórs um sýningu í Stöðlakoti, segir Gunn- ar Hersveinn, vegna þess að mér fannst hann ekki faglegur. er ekki ætluð þeim sem vita og skynja heldur hinum [lesendur Morgun- blaðsins?] sem eiga erfitt með að átta sig á texta og Ust nema fast sé kveðið að orði.“ (M.ö.o. stílrænn leikara- skapur sem hinir gagnrýndu eiga ekki að taka mark á?). Ég gagnrýndi texta Halldórs um sýningu í Stöðlakoti vegna þess að mér fannst hann ekki faglega unninn. Af svari Halldórs að dæma mistókst mér algerlega að sýna honum fram á þetta og því ætla ég að gera aðra tU- raun. I suma þarf að tyggja hlutina. Gagnrýni mín fjallar ekki um Ustir, heldur um gagnrýni sem fag og starf sem menn vinna. Þótt Halldóri Uki betur við ruddaskap en háttvísi, ætla ég ekki að gera honum það tU geðs að vera dónalegur. Ef tíl vill finnur Halldór ekki fyrir ábyrgð, auðmýkt eða virðingu, aðeins hugsunarlausu hispursleysi? Hann segir að codex ethicus hafi aldrei ver- ið smíðaður fyrir gagnrýnendur. Ég vU benda honum á að slíkar siðaregl- ur verða gagnrýnendur að setja sér sjálfir. Auðmýkt og virðing era hins- vegar of augljósar meginreglur tU að sjást í „stækkunargleri“. Flestallt fólk í fagstéttum finnur fyrir ákveðn- um siðareglum sem það notar sem hjálpartæki til að vinna verk sín vel. F’agmaður getur unnið starf sitt vel eða illa, verk hans era vond eða góð eða hvorki fugl né fiskur og verk hans verða dæmd. En hvers vegna var dómur Halldórs ófag- legur? Svar: Aðal- ástæðan er sú, að hann gerir ekki greinarmun. Hann fer á Utla sýningu í minnsta sýningarsaln- um í bænum og fellir í kjölfarið dóma um að al- menningur sé smekk- laus, listamenn smjaðr- arar og að íslensk mynd-, nytja-, og skipu- lagsUst hafi verið óhóf- leg í myndUkingum og ofstuðluð síð- ustu áratugi. Fagmaður myndi í þessu tilfelU sennUega greina sýning- una, setja hana í samhengi og gefa lesendum innsýn í leirgerðarUst. Fagmannleg gagnrýni getur verið snörp, ekki Ula unnin. Fagmaður myndi a.m.k. halda sér við efnið. Eða hvað kemur lesenda, sem ætlar að fræðast um verk á tUtekinni sýningu í Stuðlakoti, viðhorf Halldórs til al- mennings, Ustamanna og menningar- innar í áratugi, við? Ekkert, að mínu mati, ekki frekar en viðhorf hans til Strætisvagna Reykjavíkur. Ef HaUdór þarf að opna sig gagn- vart þessu getur hann skrifað aðrar greinar undir öðram formerkjum á öðrum vettvangi. Ekki í grein sem hefur yfirskriftina: „Stöðlakot, Bók- hlöðustíg. LeirUst - Helga Jóhanns- dóttir." Halldóri er ftjálst að taka að sér hlutverk gagnrýnanda þjóðmenn- ingarinnar frá landnámi ef hann vUl. Hann má feta í fótspor fyrirmynda sinna sem hann nefnir 24. maí, en þær stunduðu aðra tegund af gagn- rýni. En er það fagmannlegt af Hall- dóri að blanda því göfuga hlutverki sínu við það hlutverk að gagnrýna tU- tekna sýningu? Mistök Halldórs felast í því að blanda saman a.m.k. tveimur hlut- verkum sínum. Hann gerU’ ekki greinarmun á því hvort hann er að skrifa um verk einstaklings eða þjóð- ar, eitt verk eða öU. Orð hans 24. maí gefa til kynna að hann átti sig heldur ekki á mismunandi tegundum gagn- rýni. Gagnrýni hans 5. maí skortir of margt. Hún var hvorki greinandi eða uppbyggjandi, aðeins rugUngsleg og neikvæð. Halldór tekur gagnrýni minni Ula og segir að ég sé með sletturekuskap, gerir ráð fyrir að mér sé illa við al- varlega gagnrýnendur, ég sé með falska háttvísi, ég sé haldinn þekking- arleysi, ég sé gleyminn, afstaða mín sé tepraleg, ég sé með afsökunartuld- ur, ég sé með stílrænan leikaraskap, og að ég sé predikari. Halldór, áttu erfitt með að halda þér við efnið? Hvað koma ætlaðir eiginleikar mínir málinu við? Attu líka erfitt með að greina á milli verka og persóna? Höfundur er heimspekingur. mrnmmrnm ’ 'f-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.