Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 26.05.2000, Qupperneq 70
70 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Shirov siglir fram úr Kasparov SKAK Sarajevo Bosnfa 2000 10. -20. maí 2000 ALEXEI Shirov hefur augun greinilega á efsta sætinu á ofurskák- mótinu sem nú stendur yfir í Sara- jevo. Meira að segja Kasparov varð að gefa eftir efsta sætið í sjöundu umferð þegar Shirov sigraði Evgeny Bareev, en Kasparov varð að sætta sig við jafntefli við Morozevich. Skákáhugamenn bíða spenntir eftir úrshtum viðureignar þeirra Shircrvs og Kasparovs, en þeir mættust í átt- undu umferð, sem tefld var í gær- kvöldi. Ekki er ólíklegt að úrslit þeirrar skákar ráði úrslitum á mót- inu. Staðan eftir áttundu umferð er þessi: 1. Alexei Shirov 5v. 2. Gary Kasparov 5 v. 3.-4. Alexander Mor- ozevich, Michael Adams 4Ví> v. 5.-7. Veselin Topalov, Evgeny Bareev, Kiril Georgiev 4 v. 8. Ivan Sokolov 3 v. 9. Mikhail Gurevich 2'A v. 10. Nig- el D. Short 2 v. 11.-12. Sergei Movsesian, Etienne Bacrot VA v. Endataflsrefir á Kúbu Fyrir skömmu, á Varadero ströndinni á Kúbu, lauk minningar- móti um eina kúbverska heims- meistarann, Jóse Raoul Capablanca. í úrvalsflokknum, sem var lokað 14 manna mót í 13. styrkleikaflokki, tók Hannes Hlífar Stefánsson þátt. Þvi miður náði hann sér engan veginn á strik og endaði í neðsta sæti ásamt tveim öðrum stórmeisturum með 4!4 vinning. Rússneski stórmeistarinn Alexander Volzhin sigraði á mótinu með 8!4 vinning. Taflmennska flestra keppenda var rólyndisleg og hlutfall jafntefla var hátt. Þetta er að sjálfsögðu algengt á svo sterku lokuðu móti, en hugsan- lega reykja stórmeistarar frekar friðarpípuna þegar á göngum keppn- issalarins hvíla á þeim árvökul augu Capablanca og núverandi Kúbuleið- toga, Fidels Castro, í líki tveggja risavaxinna málverka. I öllu falli er ljóst að að svo miklir menn geta ýmis áhrif haft, jafnvel á málverki! Capablanca var heimsmeistari frá 1921-1927 er Alexender Aljékín hrifsaði af honum titilinn í einvígi. Skákstíll Capablanca var kristaltær Stöðumynd I. og stílhreinn. Endataflsækni hans var annáluð og er eftirfarandi staða frá skák hans í New York 1924 við pólska/franska meistarann Tarta- kower þekktasta dæmið um það. Sjá stöðumynd I. Við fyrstu sýn virðist sem svartur standi vel að vígi þar sem c3-peð hvíts er dauðadæmt, en Capablanca sem skildi manna best mikilvægi þess að hafa virkan kóng í endatöflum sýnir svörtum fram á að vonir hans eru tálsýnir ein- ar. 35.Kg3!! Hxc3+ 36.Kh4! Sökum þess hversu vel hvítu mennimir vinna saman stendur svartur höllum fæti. T.d. gengur 36...Hcl ekki upp vegna þess að eftir 37.Kh5 Hhl+ 38. Kg6 Hxh7 39.Kxh7 rennur g-peð hvíts upp í borð. Framhaldið varð: 36...HÍ3 37.g6 Hxf4+ 38.Kg5 He4 39. KÍ6 Kg8 40.Hg7+ Kh8 41.Hxc7 He8 42.Kxf5 He4 43.KÍ6 Hf4+ 44.Ke5 Hg4 45.g7+! Kg8 46.Hxa7 Hgl 47.Kxd5 Hcl 48.Kd6 Hc2 49.d5 Hcl 50.Hc7 Hal 51.Kc6! Hxa4 52.d6 ogsvartur gafst upp í rússneska og sovéska skákskól- anum var endataflssnilld Capa- blanca í hávegum höfð. Sigurvegari minningarmótsins í ár, Alexander Volzhin, hefur án efa í eftirfarandi skák glatt margan lærimeistara sinn og ekki síst þann sem mótið var haldið til minningar um, fyrir að nýta hverja þá ónákvæmni sem and- stæðingi hans varð á að gera. Hvítt: Alexander Volzhin (2548) Svart: Peter Acs (2542) l.d4 Rf6 2.c4 e6 3.RÍ3 d5 4.e3 Be7 5.Rbd2 OO 6.Bd3?! c5 7.dxc5 Ra6! 8.00 Rxc5 9.Be2 b6 10.b3 Bb7 ll.Bb2 dxc4 12.Rxc4 Frumkvæði hvíts er ekkert eftir byijunina, sem sést best á því að staðan er algjörlega samhverf eins og áður en fyrsta leiknum var leikið. Eini munurinn er sá að nú er það svartur sem á leik! 12...Dc7 Smávægileg ónákvæmni. Betra var að leika 12...Hc8 eða 12...Dxdl 13.Be5 Dc6 14.Hcl Hfd8 15.Dc2 De4 16.Dxe4 Bxe4 Staðan er núna aftur samhverf fyrir utan að staða hrókanna er önn- ur. Hinsvegar á hvítur núna leikinn og er það sterk vísbending að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis hjá svört- um! 17.Hfdl Rd3 18.Bxd3 Bxd3 19.Rd4 Bxc4 20.Hxc4 Hd5 21.Hdcl! 21...h6 Ekki gekk upp að þiggja biskup- fómina með 21...Hxe5 þar sem eftir 22.Hc8+ Hxc8 23.Hxc8+ Bf8 24.Rc6 vinnur hvítur. 22.RÍ3 Had8 23.Kfl Hc5 24.Bd4 Hxc4 25.Hxc4 Bd6 Hvitum hefur tekist að bæta stöðu sína umtalsvert, það mikið að ekki er lengur þægilegt að verja svörtu stöðuna. Textaleikurinn gefur færi á hagstæðum uppskiptum fyrir hvítan en að aðrir leikir hefðu skilið c6 eða c7 reitina óvarða fyrir innrás hvítu mannanna. 26.Bxf6!gxf6 27.Ke2 f5? Veikir e5-reitinn of mikið. 27...Kg7 hefði verið skynsamlegra. 28. Hd4! Kf8? Tapleikurinn. 28...Í6 eða 28...Be7 hefðu veitt harðvítugri vöm 29. Re5! Ke8 30.Rc6! Hd7 31.Rxa7 Hxa7 32.Hxd6 Hxa2+ 33.Kf3 Ha6 Hér er hrókurinn of óvirkur til þess að geta varið b-peðið með góðu móti. Næsti leikur hvíts sýnir hversu vonlaus staða svarts er. 34.b4! Ke7 35.Hc6 Kd7 36.b5 Ha2 37.Hxb6 Ke7 38.h3 h5 39.Hb8 h4 40.b6 Hb2 41.g3 hxg3 42.Kxg3 Kf6 43.h4 e5 44.b7 Kg7 45.h5 f6 46.h6+ Kh7 47.f3 Hb3 48.KÍ2 Hb2+ 49.Kel f4 50.exf4 exf4 51.Kdl og svartur gafst upp. Skákmót á næstunni 26.5. Húsavík. Skákþ. Norðlend- inga 26.5. Skákskólinn. Meistaramót 26.5. Hellir. Skemmtikvöld kl. 20 28.5. Húsavík. Hraðskákm. Norðl. 29.5. Hellir. Þemamót (Marshali) Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson BRIDS Umsjón Arnðr G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufiarðar Mánudaginn 8. maí lauk þriggja kvölda tvímenningi, „Shelimótinu", með öruggum sigri þeirra bræðra Antons og Boga Sigurbjömssona sem hlutu 160 stig. Hér er um árlegt mót að ræða þar sem vegleg verðlaun em gefin af umboðs- manni Skeljungs hf. á Siglufirði, Haraldi Amasyni. Urslit móts- ins urðu annars þessi: Anton Sigurbjömss.-Bogi Sigurbjömss. 160 BirgirBjömss.-Porsteinn Jóhanness. 77 Sigurðiu- Hafliðas. - Sigfús Steingrímss. 73 Haraldur Amas. - Hinrik Aðalsteinss.70 GuðlaugMárusdóttir-ÓlafurJónsson 68 Að venju var Bronsstigameistari félags- ins eftir starfsárið útnefndur, en þann titil hlýtur sá spilari sem bestum árangri nær á vetrinum. Bronsstigameistari árið 2000 varð Bogi Sigurbjömsson sem hlaut alls 645 stig. Næstir komu Anton Sigurbjömsson 555 stig, Haraldur Ámason 333 stig, Hinrik Aðalsteinsson 326 stig og Ólafur Jónsson 321 stig. Nú hefur þessi stigafjöldi Boga verið settur sem viðmið og veglegum peningaverð- launum heitið þeim sem hærri skor fá á næstu ámm hjá félaginu. Föstudaginn 12. maí stóð stjóm félags- ins fyrir lokahófi þar sem verðlaun voru afhent og veglegar veitingar bomar fram. Léttur tvímenningur var síðan spilaður þar sem pör vora mynduð með útdrætti. Spilað var í tveim riðlum. Úrslit í A-riðii: Anna Lára Hertervig - Ólafur Jónss,135 ÁgústaJónsd.-BogiSigurbjömss. 132 ÞorsteinnJóhannss.-Birkir Jónss. 128 B-riðilI: Stefanía Sigurbjörnsd. - Sigríður Ólafed. 97 Guðlaug Márusdóttir - Björk Jónsdóttir83 BertaFinnbogad.-StefánBenediktss. 75 Að lokum vill stjóm félagsins senda öll- um spiluram bestu þakkir fyrir vetrar- starfið svo og kveðjur til allra bridsspil- araálandinu. Tuttugn og Qögur pör spila á vormóti Bridssam- bandsins um helgina í kvöld, föstudag, hefst 110 spila keppni 24 para í Bridshöll- inni í Þönglabakka. Er um að ræða „brýningarmót“ fyrir kom- andi átök íslensku landsliðanna, en á döfinni eru Norðurlanda- mót í opnum fokki og kvenna- flokki í Hveragerði í lok júní, og Evrópumót ungmenna í Tyrk- landi í júlí. Mótið um helgina verður spil- að í tveimur riðlum, 12 pör í hvorum riðli, 10 spil á milli para. Spilað verður frá sjö til mið- nættis í kvöld, en frá kl. 11-18 laugardag og sunnudag og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með spennandi keppni. A-riðill: Aðalsteinn Jörgensen - Sverrir Ármannsson Anton Haraldsson - Sigurbjöm Haraldsson Magnús E. Magnúss. - Þröstur Ingimarss. Þorlákur Jónsson - Matthías Þorvaldsson Frímann Frímannsson - Páll Þórsson Guðmundur Þ. Gunnarss. - Bjami Einarss. Bjöm Theódórsson - Páll Bergsson Ásmundur Pálsson - Jakob Kristinsson Jónas P. Erlingsson - Steinar Jónsson Guðm. Sv. Hermannss. - Helgi Jóhannsso. Karl Sigurhjartarson - Snorri Karisson Kristján M. Gunnarss. - Helgi G. Helgas. B-riðill Erla Sigurjónsd. - Dröfn Guðmundsd. Bryndís Þorsteinsd. - Guðrún Jóhannesd. Hjördís Sigurjónsd. - Ragnheiður Nielsen Anna ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir Esther Jakobsd. - Ljósbrá Baldursd. Halldóra Guðm.d. - Steinberg Ríkharðss. Jón Stefánsson - Gísli Hafliðason Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðars. Jónína Pálsdóttir - Arngunnur Jónsdóttir Jóhann Stefánss. - Stefanía Sigurbjömsd. Kristján Snorrason - Aida Guðnadóttir Keppnisformið er tvímenningur með sveitakeppnisútreikningi, þ.e.a.s. reiknað verður í IMP-stig- um á milli allra borða í hvorum riðli um sig. Góð verðlaun verða veitt í boði ýmissa fyrirtækja. Keppnisstjórn annast Sveinn Rúnar Eiríksson. Sumarbrids á Akureyri Bridsfélag Akureyrar stendur fyrir sumarbridsi áhverju þriðju- dagskvöldi, í fyrsta skipti 30. maí. Spilað verður í Hamri við Skarðs- hlíð og hefst spilamennska kl. 19:30. Alltaf verður spilaður eins kvölds tvímenningur og sumar- skap og léttleiki ræður ríkjum. Sigurvegarar hvers kvölds spila frítt, en borðgjald er annars 400 kr. Mánaðarlega verða veitt verð- laun fyrir flest meistarastig, í júnílok er gjafabréf frá Bautan- um í boði. Bridsspilarar, látið sjá ykkur og haldið spilafingrunum í formi. Þátttaka eykst í sumarbrids Fólk er greinilega að komast í sumarskap, því stemmningin í sumarbridsi eykst jafnt og þétt. Mánudagskvöldið 22. maí var Howell-tvímenningur. Miðlung- ur var 165 og efstu pör urðu: BaldurBjartmarsson-JónViðarJónm. 182 StefaníaSkarphéðins.-Guðm.Ágústss. 178 Erla Siguijónsd. - Guðni Ingvarssonl77 Birkir Jónsson - Bjöm Theódórsson 172 ísakÖmSigurðss.-HrólfúrHjaitas. 172 Þriðjudagskvöldið 23. maí var sett met í þátttöku, 22 pör og var Mitchell á dag- skránni, miðlungur 216. Efstu pön NS GylfiBaldursson-BjömTheódórsson 250 JakobKristinsson-AsmundurPálsson 249 BaidvinValdim.-Steingr.G.Péturss. 247 AV GuðmundurBaldurss.-SævinBjamas. 260 Birldr Jónsson - Jón Sigurbjörnsson 256 UnaÁrnadóttír-JóhannaSigurjónsd. 252 Spilað er öll kvöld nema laugardag- skvöld og hefst spilamennskan alltaf klukkan 19:00. Hjálpað er til við myndun para. Foreldrahúsið opið í sumar VÍMULAUS æska og Foreldrahóp- urinn sem reka Foreldrahúsið í Von- arstræti 4b vilja koma því á framfæri að Foreldrahúsið verður opið í allt sumar. Fjölskylduráðgjöfin verður starfandi eins og verið hefur, viðtöl fyrir foreldra og fjölskyldur þeirra og stuðningshópar fyrir foreldra. Foreldrasíminn 581-1799 er opinn allan sólarhringinn og þangað geta foreldrar hringt eftir fyrstu aðstoð. Ráðgjafar eru til taks aUan daginn í Foreldrahúsinu og geta foreldrar og böm þeirra komið á hvaða tíma sem er og fengið viðtal við ráðgjafa. í sumar verður Foreldrahúsið opið frá 1. júní til 1. september kl. 9:00 til 16:00. Öll námskeið hefjast 15. sept. Þeir sem hafa áhuga á námskeiðum í haust geta látið skrá sig núna og * fengið nánari upplýsingar um þau. Skaut á rétt úr- slit á mbl.is ÞEIM sem heimsækja mbl.is stendur til boða að skjóta á úrslitin í Landssímadeild- inni. Þeir sem hitta á rétt úrslit í hverri umferð eiga möguleika á góðum vinn- ingum. Ómar Ingi Ákason, sem skaut á rétt úrslit í fyrstu umferð, tekur hér við verðlaunum sínum, Sag- em mc 950 gsm-síma, úr hendi Guðjóns Péturssonar, markaðsfulltrúa Símans GSM. Textavarpið á Leit.is RÍKISÚTVARPIÐ og Leit.is hafa gerð með sér samkomulag um að fréttir Textavarpsins birtist einnig á Leit.is. Hér er bæði um að ræða al- mennar fréttir Textavarpsins svo og fréttir úr svæðisfréttum RUVAk á Akureyri, RUVAUST á Egilsstöðum og RUVIS á ísafirði. Land og synir á flugskýlisballi HLJÓMSVEITIN Land og synir verða á árlegu flugskýlisballi í flug- skýli 4 á Reykjavíkurflugvelli laug- ardagskvöldið 27. maí. Dansleikurinn er á vegum Flugfé- lags íslands og Flugleiða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.