Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 26.05.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 71 Vor í Reykjavíkurgarði. YOR í REYKJA- VÍKURGÖRÐUM STUNDUM er sagt sá á kvölina sem á völina og það átti svo sannar- lega við þegar þurfti að velja titil á þetta greinarkom. Sitthvað annað kom til greina: Líf í borg - náttúra og umhverfi í Reykjavík, Reykjavík 2000 eða Garðyrkjufélag íslands 115 ára. Reyndar má segja að allt þetta tengist undir titlinum Vor í Reykjavíkur- görðum. Það hefur líklega farið fram hjá fáum að Reykjavík er ein af þeim borgum sem bera titilinn Menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Allt árið verður helgað menn- ingu; listviðburðum og ftolbreytílegri fræðslu, sem ekki er einskorðað við Reykjavík, heldur spannar landið allt. Háskóli íslands tek- ur virkan þátt í hátíðarhöldum menningarborgarinnar. Dagana 25.-28. maí gengst Háskólinn íyrir ráðstefnu með fjölbreyttri dagskrá undir samheitinu Líf í borg. Dag- skráin er öllum opin og aðgangseyr- ir enginn. Einn dagskrárliða eru vettvangsferðir. Þar koma Grasa- garður Reykjavíkur og Garðyrkju- félag íslands að málum. Sunnudag- inn 28. maí eru Grasagarðurinn og 6 garðar í eigu félaga G.í. opnir frá kl. 13-17. Þar gefst ráðstefnugestum og landsmönnum öllum tækifæri til að kynnast vori í Reykjavíkurgörð- um. Stjóm G.í. flnnst sérlega ánægjulegt að geta tekið á mótí gestum einmitt þessa helgi, þegar við minnumst 115 ára afmælis fé- lagsins, en það var stofnað í Reykjavík 26. maí 1885 af 18 heið- ursmönnum. Tilgangur þeirra var að vekja trú manna á gróðurmátt landsins, auka ræktun matjurta og fjölbreytni blóma og trjáa. Frum- kvæði þeirra hefur líka borið góðan ávöxt og gróður og bæjarbragur allur hefur tekið ótrúlegum stakka- skiptum á þessum 115 árum. Garðyrkjufélagið starfar sem fé- lag áhugamanna, en innan vébanda þess eru engu að síður bæði fag- lærðir og vísinda- menn. Félagar í G.I. eru um 3000 talsins víðsvegar um landið. Starfsemi félagsins er fjölbreytt, það eru haldin erindi og fræðslufundir um af- mörkuð efni innan ræktunarinnar, en þar teljum við okkur ekk- ert óviðkomandi, hvorki matjurtarækt- un, blómræktun eða trjá- eða runnarækt- un. Auk fræðslufunda gefur félagið út lítið fréttabréf 5-8 sinnum á ári. Félagar fá senda pöntunarlista yfir haustlauka og vorlauka, þar sem ýmislegt er á boðstólum, sem ekki fæst í hverri garðyrkjustöð eða verslun. Eins fá félagar sendan frælista með mesta úrvali af fræi íjölæringa, bæði blóma og trjáa, sem gefst á landinu, en iðulega eru á listanum liðlega 1000 tegundir. Garðyrkjuritið kemur út árlega og inniheldur hvert sinn fjölmargar greinar um gróður, þannig að sem flestir finni eitthvað á sínu áhuga- sviði og ekki má gleyma að félagið hefur á þessum 115 árum gefið út fjölmargar bækur um ræktun, núna síðast bókina Garðinn, sem fjallar um hönnun og sldpulag garða og er framúrskarandi hugmyndabanki fyrir alla garðeigendur. Vinsælasti atburður hvers árs er garðaskoðun félagsins. Um áratuga skeið hafa nokkrir félagar opnað garða sína fyrir öðrum félögum G.í. einn sunnudag á sumri, venjulega síðla júlí. Vegna ráðstefnu Háskól- ans, Líf í borg, er garðaskoðunin þó færð til og eins og áður sagði, hvorki einskorðuð við félagsmenn né ráðstefnugesti, heldur eru allir boðnir velkomnir. Garðeigendur tóku að sjálfsögðu áhættu, þar sem ákvörðunin var tekin löngu áður en sýnt var hvernig voraði, og er félag- ið mjög þakklátt sínu fólki. Undan- famar nætur hefur hitinn verið um frostmark og Esjan hefur gránað niður í miðjar hlíðar, þannig að gróður hefur oft verið lengra kom- inn en nú, en það er að taka viljann fyrirverkið. Garðyrkjufélagið og Grasagarð- urinn í Reykjavík hafa um langt árabil átt mjög gott samstarf, þess vegna finnst okkur gaman að geta saman leyft fólki að njóta vors í Reykjavíkurgörðum. Grasagarður- inn er nær fertugur að árum en sí- ungur og verður fallegri með hverju árinu. Hann er þó ekki skrúðgarður í eiginlegum skilningi heldur lifandi safn trjáa og jurta víðs vegar úr heiminum auk þess sem íslensku flórunni eru gerð sérstök skil. Gróð- ur í garðinum tekur stöðugum breytingum, þannig að gaman er að ganga um Grasagarðinn í Laugar- dal oft á sumri, nýjar plöntur vekja athyglina hverju sinni. Á sunnudag- inn kemur gengur starfsfólk um garðinn með gestum og vekur at- hygli á einstökum hlutum, lagt verður af stað frá Lysthúsinu við glerskálann á klukkutíma fresti. Eftirfarandi einkagarðar verða opnir: Hlaðbær 18: Hulda Filippusdótt- ir og Ámi Kjartansson Vorsabær 11: Ásrún Ólafsdóttir og Þórhallur Jónsson Hverafold 46: Monika Baldurs- dóttir og Hilmar Einarsson Hverafold 70: Þórdís Sigurðar- dóttir og Haraldur Pálsson Langagerði 19: Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson Langagerði 96: Elín Maríusdótt- ir og Ólafur Bjöm Guðmundsson Verið velkomin. S.Ifl. BLOM VIKUIVMR 430. þáttur llmsjón Sigríður lljartar Afhverju ekki aö senda peningana út að vinna straxP Fjárfestu á hlutabréfamarkaði án þess að taka áhættu FORGJÖF SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmtu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Jersey-, krep- os flónels- rúmfatasett Póstsendum Skólavörðustig 21a, Reykjavík, sími 551 4050. Þú getur ekki tapaö Solutim.ibil mai landsbankinn SUOt V|S NOSMIH NHVJiHÍ J1QJ UOO
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.