Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 78

Morgunblaðið - 26.05.2000, Side 78
78 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ijóska Ferdinand Og hér segir að Nói Hann gæti hafí orðið níu hundruð hafa leikið og fimmtíu ára gamall. í öldungaflokki. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Spámaðurinn Aðalheiður Jónsdóttir skrífar: ÉG SIT hér í hálfgerðri ólund og horfi á getraunir í sjónvarpinu, bjóst við að alþingismenn væru að láta ljós sitt skína. Nei, takk, þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa en sýna sig á Alþingi þennan dag- inn. Ég læt hugann reika aftur í tímann þangað sem dómur er upp- kveðinn í svonefndu Vatneyrarmáli, heima í héraði. Myndir birtast frá liðnum tíma hver eftir aðra eins og á færibandi, sjómenn á Vestfjörð- um sem ekkert gætu aðhafst vegna kvótalaganna gerðu skip sín klár og sigldu á haf út án kvóta, tíminn líð- ur og sjómenn á Vestfjörðum halda áfram að fiska og gengur vel. Mikil spenna ríkir í loftinu, málinu er vís- að til Hæstaréttar. Margir vonuðu að Hæstiréttur kæmist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur, ríkis- stjórn og sægreifar vonuðu hið gagnstæða. Sægreifar hugguðu sig við það að þeir svo gott sem ættu ríkisstjórnina og einn úr þeirra hópi vermdi ráðherrastól og það sem meira var, sægreifafrú sæti í öðrum. Þrumugnýr skellur á. Allt í einu birtist forsætisráðherra rétt eins og hann hefði stigið beint út úr þrumunni. Hvert þó í logandi! Var þetta annars forsætisráðherra? jú, en eitthvað óvenjulegur. Nokkra stund var ég að átta mig á hvað var öðru vísijú, þarna kom það; nokk- urs konar dulúð með hræðsluívafi í bland við þetta venjulega. Hann hafði fengið vitrun - íslenska þjóðin eins og hún leggur sig flýr til Kan- arí, ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur í Vatn- eyrarmálinu. Þarna stendur hann á ystu nöf, til að bjarga þjóð sinni frá glötun Drottinn minn, þvílíkur mað- ur! Það mætti halda að íslendingar séu guðs útvalin þjóð að meðal hennar skuli hafa fæðst slíkur spá- maður. Hin stóra stund Hugur minn heldur áfram að leita fanga í liðnum tíma. Hin stóra stund er runnin upp, sjö skikkju- klæddir hæstaréttardómarar ganga fram á sviðið, virðulegir eins og vænta mátti, fimm töldu kvótalögin ekki brjóta gegn jafnréttisreglum og dæmdu kvótalausa sjómenn, sem fiskað hefðu að undanförnu til refsingar. Einn var þó á móti refs- ingu, tveir staðfestu héraðsdóm. Þessum dómi fylgdi sú yfirlýsing að auðlindin væri sameign þjóðar- innar og kvótinn myndaði ekki eignarrétt. Alþingi gæti breytt lög- unum og lagt á veiðileyfagjald og þeir sem hafa kvóta til umráða eigi enga bótakröfu á Ríkið hvernig sem lögunum sé breytt. Það er rétt eins og Sægreifar og ráðherrar hafi ekki skilið þá yfirlýsingu sem dómnum fylgdi, svo ákaft fögnuðu þeir. Hafa ekki sægreifar talið sig eiga kvótann og hefur hann ekki jafnvel gengið í erfðir, valdið rifrildi í hjónaskilnaðarmálum o.s.ft-v. Nú ættu þessir herramenn að skilja að þeir eiga ekki kvótann og geta ekki verslað með hann og stungið andvirðinu í eigin vasa. Þetta virðist ríkisstjórnin heldur ekki skilja og áreiðanlega skilur ríkisstjórnin ekki hvað þeir verð- skulda sem trúað er fyrir miklum verðmætum en dreifa þeim til fárra útvalda, en sjálfum eigandanum er þetta glataður fjársjóður. En það er fleira skrítið í sjávar- útvegsmálum en þetta, ýmsir út- gerðarmenn hafa tekið pokann sinn og hlaupið út úr greininni með hundruð eða þúsundir milljarða króna. Skollaleikur Alþingismenn ættu að minnast þess að Hæstiréttur tekur af öll tví- mæli um það að kvótinn myndar ekki eignarréttt og bendir á veiði- leyfagjald. Þetta hafa sægreifar og ríkisstjórn aldrei mátt heyra nefnt; Sjávarútvegurinn þoli slíkt ekki, hann sé svo skuldsettur. Væri ekki ráð að Alþingi taki í taumana og leyfi ekki framkvæmdavaldinu og sægreifum að halda áfram þessum skollaleik. Það hafa verið fram- kvæmdavaldið og sægreifar sem réðu ferðinni en Alþingi ekkert fengið aðgert. Er þetta lýðræði? Hvað segir þjóðin, er hún ekki búin að fá nóg af öllu þessu braski og svínaríi í sjávarútveginum en sjálf engan arð fengið af þessari eign sinni, aðeins útgjöld. Ættu ekki sægreifar hér eftir að fá að standa straum af fiskirannsóknum og greiða hæfilegt veiðileyfagjald? Varla er ástæða til að veita þeim aðlögunartíma, þótt bundinn sé endi á að þeir fái að nýta auðlindina endurgj aldslaust. Næsta ár byrjar ný öld, væri ekki æskilegt að þá yrði búið að fjarlægja þetta þjóðarvandamál? Mig minnir að í einhverjum hæstaréttardómi ekki alls fyrir löngu kæmi fram sú niðurstaða að kvótalögin kynnu að hafa átt rétt á sér á sínum tíma en til lengri tíma litið væru þau ónothæf án breyt- inga. „Hvað hefur dvalið Orminn langa“ að breyta þeim? Að nafninu til búum við hér við lýðræði einn dag á fjögurra ára fresti er valdið í höndum þjóðarinnar, en því miður hefur það vald verið hörmulega illa nýtt. Um meirihluta Islendinga hefir í þessu tilliti mátt segja „þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur". - Því stendur þjóðin nú, ein af ríkustu þjóðum heims á þessum tímapunkti mitt í góðærinu hans Davíðs, þannig að aldrei hefur verið jafnbreitt bil milli ríkra og fá- tækra og það sem meira er sárrar örbirgðar hjá fjölda fólks. Vonandi á þetta eftir að breytast en það gerist ekki meðan fólk tapar áttum, þegar það kemur inn í kjörklefann og kýs bara sinn gamla flokk, þótt hann hafi misnotað vald sitt og unnið gegn hagsmunum þess. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef'ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.