Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kynningarfundur um verkefnið „Konur til forystu ogjafnara námsval kynjanna“ Konur eiga erindi á öll- um sviðum Með hvatningarátaki, námskeiðum, mál- þingum og ráðstefnum á að auka hlut kvenna í verkfræði og fleiri raunvísinda- greinum. Háskóli Islands og Jafnréttis- stofa hafa hrundið af stað verkefni í sam- ráði við stjórnvöld og einkaaðila. Morgunblaðið/Ásdís Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Islands, flutti ávarp á kynningarfund- inum, en hún er verndari verkefnisins. VERKEFNIÐ „Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna" varð til fyrir tilstuðlan Háskóla íslands og Jafnréttisstofu í sam- vinnu við fjögur ráðuneyti og nokkur fyrirtæki 0g fé- lög. Markmið verkefnisins er annars vegar að undirbúa stúlkur sem ljúka námi frá Háskólanum undir foryst- ustörf á þeirra framtíðar- starfsvettvangi og hins veg- ar að fjölga konum í raunvísindum og verk- og tölvunarfræði. Með þessu vill Háskólinn, með stuðn- ingi samstarfsaðilanna, leggja sitt af mörkum til að jafna hlutdeild kynjanna í þekkingar- og upplýsinga- samfélagi nýrrar aldar. Verkefni sem þetta eru þekkt í erlendum háskólum og hafa gefið góða raun. Kynningarfundurinn á fimmtudag hófst með stutt- um inngangi fundarstjóra, Stefaníu Oskarsdóttur. Þar kom fram að verkefnið á rætur sínar að rekja til ráðstefnunnar Konur og lýðræði, sem haldin var á síðasta ári í Borgarleikhúsinu. Hún sagði heið- urinn að hugmyndinni eiga þær Margrét S. Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Háskól- ans, og Elsa B. Þorkelsdóttir, fyrr- um framkvæmdastjóri Jafnrétt- isráðs. Þær hefðu síðan fengið fleiri aðila til liðs við sig og fengið um- fjöllun um verkefnið á ráðstefnunni. Andlegt atgervi hið sama Á kynningarfundinum flutti vemdari verkefnisins, Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrum forseti Islands og heiðursdoktor við Háskólann, stutt ávarp. Hún sagði margt hafa breyst í jafnréttismálum kynjanna en konum hætti til að hólfa sig niður á fög, sem engir aðrir en konur sjálfar hefðu gert að hefðbundnum kvennafögum. Andlegt atgervi kynjanna væri hið sama og að halda öðru fram væru gamaldags krydd- ur. Konur gætu alveg orðið jafngóð- ir flugmenn, verkfræðingar og læknar og karlar. Hún sagði verk- fræði og raunvísindi vera skapandi greinar sem hleyptu andanum á flug. Þá sagði Vigdís að ekki væri hægt að ætlast til þess af körlum að verða jafnréttismenn ef þeir sæju aldrei kvenmann í sambærilegri grein eða starfí. í ávarpi sínu rifjaði Vigdís upp sögu um lítið atvik í tengslum við forsetakosningarnar 1980 þegar stúlka ein hvíslaði í eyra hennar: „Pabbi ætlar að kjósa þig fyrir okk- ur.“ Vigdís sagði að menntun og aftur menntun væri lykillinn að völundar- húsi framtíðarinnar. Konur ættu þar erindi á öllum sviðum, ekki bara sumum. Þær gætu lagt mikið af mörkum. Hún sagði að konur mættu láta til sín spyrjast að þær brjóti ekki af sér fordómahlekki og taki ekki að streyma í tæknigreinar. Með tilliti til yfirskriftar fundar- ins um dömufrí í framtíðarþjóðfé- lagi vitnaði Vigdís til þess að dömu- frí væri þegar konur byðu körlum upp í dans. Lagði Vigdís til að konur bjóði körlum upp í tækni-, verk- fræði- og tölvudans á þekkingarballi 21. aldarinnar. ,Áfram stelpur, í verkfræði, tölvunarfræði og raun- vísindi til jafns við karla,“ voru loka- orð Vigdísar. Helstu átaksverkefnin Sigríður Þorgeirsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Háskóla íslands, sagði í sínu erindi frá helstu fram- kvæmdum verkefnisins, sem standa á fram á næsta ár. Meðal helstu verkefna nefndi Sigríður hvatning- arátak í grunn- og framhaldsskólum sem miðar að því að fjölga kvenn- emendum í raunvísindum og verk- og tæknifræðinámi á háskólastigi. Átakið verður unnið í nánu sam- starfí við verkfræði- og raunvísinda- deild Háskólans, skólastjórnendur og samtök skólafólks í þessum greinum og ýmis fyrirtæki. Gera á átak til að auðvelda aðkomu kvenn- emenda í verk- og tölvunarfræði. Nýjum nemendum verður boðin lið- veisla og haft samráð við deildina, svo og eldri kvennemendur og út- skrifaða verk- og tölvunarfræðinga. Sigríður sagði að efna ætti til námskeiðahalds, m.a. stjómunar-, leiðtoga- og starfsframanámskeiðs ■fyrir kvennemendur á lokaári í öll- um deildum skólans, í samstarfi við Gallup-Ráðgarð, námskeiðs um stofnun fyrirtækja og verð við- skiptaáætlana, í samstarfi við Impru, og sumarnámskeiðs fyrir stelpur þar sem nám og störf í upp- lýsingatækniiðnaði og verkfræði yrðu kynnt af kennurum og fagfólki. Síðasttalda námskeiðið verður einn- ig unnið í samráði við Landsvirkjun, Morgunblaðið/Ásdls Konur voru skiljanlega í meirihluta á fundinum í hátiðarsal Háskúlans, en sjá mátti einn og einn karlmann. Orkuveitu Reykjavíkur og Hags- munafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi. Þá á einnig að efna til námskeiðs í stjórnun lista og menningar fyrir kvennemendur sem útskrifast úr heimspeki og félagsvísindadeild, en það verkefni styrkir Sjóvá-Almenn- ar. í máli Sigríðar kom einnig fram að efna ætti til málþings um kenns- lufræði raungreina, sem tæki mið að kynjamismun, í samstarfi við Kennaraháskólann og uppeldis- og menntunarfræðiskor Háskólans, auk Samtaka raungreinakennara. Loks greindi Sigríður frá sérstöku átaki til að jafna kynskiptingu í hjúkrunarfræði, þar sem hjúkrun- arfræðiskor HI yrði kynnt fyrir drengjum í síðustu bekkjum grunn- skóla og í framhaldsskólum. Fáar konur í stjórnunarstöðum Sigríður Vilhjálmsdóttir, starfs- maður Hagstofu íslands, kom í sínu erindi með ýmsar tölulegar stað- reyndir um hlut kvenna í menntun, vísindum og stjórnun. Hún sagði námsval jafnara en áður, í sumum greinum væru konur langtum fleiri en karlar, nema hvað að þetta ætti ekki t.d. við um verkfræðina. At- vinnuþátttaka kvenna væri mikil en þegar kæmi að stjórnunarstörfum væru konur í minnihluta. Þannig nefndi Sigríður að hlutfall kvenna á Alþingi væri 35%, 33% í ríkisstjórn- inni, 28% í sveitarstjórnum, 26% í nefndum og ráðum, 15% ráðuneytis- stjóra væru konur en aðeins 11% bæjarstjóra og oddvita væru konur. Hlutföllin væru enn minni í stjórn- unarstöðum fyrirtækja. Konur ættu t.d. aðeins einn fulltrúa í hópi for- stjóra 100 stærstu fyrirtækja lands- ins. Sigríður upplýsti að verið væri að safna upplýsingum um konur í vísindum og yrðu niðurstöður birtar í byijun næsta árs. í máli Sigríðar kom einnig fram að hlutfall kvenna í prófessorsstöð- um innan Háskólans hefði í fyrra verið 9%, sem gerir 14 prófessorar af kvenkyni. Þrjátíu ár eru síðan fyrsta konan varð prófessor við skólann, Margrét Guðnadóttir. Sig- ríður sagði að hæst hlutfall kven- prófessora væri í Tyrklandi, 22%, en af Evrópuþjóðum væri það lægst í Belgíu, 5%. Þá gat hún þess að konur væru 26% dósenta við Há- skóla Islands og helmingur lektora væru konur. Drengir í „karlastörf ‘ og stúlkur í „kvennastörf“ Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, lektor í námsráðgjöf við Háskólann, greindi frá könnun sem hún gerði um nám- sval unglinga í 10. bekk grunnskóla, fæddum 1981. Hún sagði könnunina hafa leitt í ljós að drengirnir hefðu frekast kosið hefðbundin karlastörf og stúlkurnar valið kvennastörfin. Hún sýndi fundargestum lista þar sem fram komu sex vinsælustu störfin sem unglingarnir ætluðu að velja sér. Hjá stúlkunum varð nið- urstaðan sú að 12% völdu hársnyrt- ifræði hvers konar, 9% nefndu, sálf- ræði, 9% ætluðu að verða grunnskólakennarar, 6,5% læknar, 4% leikskólakennarar og 4% hjúkr- unarfræðingar. Svörin hjá drengjunum dreifðust á fleiri greinar, að sögn Guðbjargar, en flestir, eða 6,4%, nefndu greinar tengdar matreiðslu eða -vinnslu, 5,8% ætluðu að verða læknar, 5,2% bifvélavirkjar, 4,7% tölvunarfræð- ingar, jafnmargir nefndu húsasmíði og 4% ætluðu að fara í flugnám. Kvennafyrirtæki síður gjaldþrota Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti erindi á fundinum. Hún sagði það mikið ánægjuefni fyrir sitt ráðuneyti að taka þátt í verkefninu. Eitt af meg- inmarkmiðum sínum sem ráðherra væri að vinna að framgangi nýsköp- unar og atvinnuþróunar hér á landi. Hún sagði að þrátt fyrir frumkvæði og drifkraft margra aðila í þjóðfé- lagana þá væri ábyrgð stjórnvalda mikil við mótun ytri umgjarðar. Af Sérstakar aðgerðir nauðsynlegar AÐ MATI forráðamanna verkefn- isins réttlæta eftirtaldar stað- reyndir að grípa þurfi til sér- tækra aðgerða til að auka áhuga og hlut stúlkna og kvenna á sviði tækni- og raunvi'sinda, sem og stjómunar: • Konur em í miklum minnihluta í verk- og tæknifræðinámi á háskólastigi. • Af 867 nemendum _ við verk- fræðideild Háskóla íslands em konur 187 talsins, eða 22%. • Af 371 nemanda í tölvunar- fræðiskor við Háskóla íslands era 69 konur, þ.e. 19% nem- enda. • í rafmagns- og tölvuverkfræði er hlutfall kvennemenda 12% en við skorina nema 19 konur og 136 karlar. • Af 131 fastráðnum kennara við verkfræði- og raunvísindadeild eru 20 kvenkennarar, eða 15%. • Af 22 prófessoram við verk- fræðideild er aðeins 1 kona, eða 4,5%. • Af 28 prófessoram við raunvís- indadeild era 3 konur, eða 11%. • Af 426 félögum í Félagi tölvun- arfræðinga er 81 kona, eða 19% af heildinni. • í Verkfræðingafélagi íslands em konur 6% félagsmanna. • Ái’ið 1998 vora konur rúm 9% stjórnarmanna í 50 stærstu fyrirtækjum landsins. Af 52 stjórnarmönnum í 10 stærstu fjármálafyrirtækjum landsins vora 6 konur, eða 12%. • Meðal 200 tekjuhæstu stjóm- enda fyrirtækja á lista Fijálsr- ar verslunar fyrir árið 1999 era 9 konur. • Meðal 100 tekjuhæstu stjórn- enda fjármálafyrirtækja árið 1999 vora 3 konur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.