Morgunblaðið - 28.10.2000, Page 15

Morgunblaðið - 28.10.2000, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 1 5 Allt á fullu við nýju verslunarmiðstöðina sem opnuð verður í næstu viku & ý 111 11 1 i ■ |p n II JX »111? T j j Morgunblaðið/Kristj án Hægt verður að ganga inn í verslunarmiðstöðina á þremur stöðum, en þarna er unnið að uppsetningu aðalinngangsins sem er að austanverðu. Snarpur íslenskur endasprettur framundan ÞAÐ verður opnað á réttum tíma, svo mikið er víst, sagði Tryggvi Tryggvason, byggingastjóri versl- unarmiðstöðvarinnar Glerártorgs, en þar eru nú allt að 200 iðnaðar- menn að störfum, enda á að opna verslunarmiðstöðina næsta fimmtu- dag, 2. nóvember. „Það er ekki við öðru að búast en nokkru áhlaupi síðustu dagana.“ Alls verða opnaðar yfir tuttugu verslanir, veitingastaður og ísbúð í Glerártorgi og eru menn í óðaönn að innrétta sín pláss þessa dagana en þótt mörg handtök séu eftir voru menn sammála um á endasprettin- um myndi allt hafast. Flestir iðnaðarmennirnir vinna frá því snemma morguns og fram eftir kvöldi og þá er ekki óalgengt að eigendur eða þeir sem ábyrgð bera á rekstri verslananna séu að störfum langt fram á nótt, að sögn Tryggva. „Það eru margir hér við störf og oft mikið fjör, en ég verð lítið var við að menn séu að stressa sig á hlutunum, þótt vitanlega séu menn eitthvað að rekast hver á annan. Enda eru hér iðnaðarmenn af öllu tagi að vinna mismunandi verk. Þá er á sama tíma verið að ganga frá lóðinni utan við miðstöðina og einn- ig götum hér í kring, þannig að þetta er þónokkuð álag, en mjög spennandi,“ sagði Tryggvi. Gamlir jaxlar dregnir á fiot Björn Björnsson, rafvirki hjá Bláþráðum, hefur unnið í Glerár- torgi frá því um miðjan september síðastliðinn. „Þetta hefur verið mik- il vinna og enn þó nokkuð eftir, en við erum vissir um að það verði opnað á fimmtudaginn kemur,“ sagði hann. „Hér er náttúrulega allt að gerast í einu og vissulega kemur fyrir að menn þurfi að bíða hver eft- ir öðrum, en það hefur ekki komið að sök, mórallinn er einkar góður.“ Björn sagði að lokaspretturinn væri nú framundan og það yrði mikil törn. „En það er alltaf gaman þegar mikið er að gera og allir vinna að sama markmiðinu, það myndast sérstakt andrúmsloft við slíkar aðstæður,“ sagði hann og bætti við að starfsmenn kæmu úr ýmsum áttum, iðnaðarmenn frá Dalvík, Húsavík, Sauðárkróki, Laugum og af suðvesturhorninu væru að störfum í byggingunni. „Svo hafa gamlir jaxlar verið dregnir á flot, menn sem ekki hafa sést með svuntu í mörg ár.“ Spurður hvað tæki við að loknu þessu mikla verkefni svaraði Björn: „Þá verður farið í rjúpur!“ Stærsta verslunarmiðstöðin utan höfuð- borgarsvæðisins verður opnuð á Akureyri í næstu viku. Margrét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson gengu um svæðið í gær og fylgdust með fjölda iðnaðarmanna að störfum innanhúss og utan. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Blikkrás- ar, og hans menn sjá um smiði og uppsetningu loftræstikerfisins. Björn Björnsson, rafvirki hjá Bláþræði, og Guðmundur Hannesson, hja Frost, vinna við kæli í verslun Nettó. Jón Örvar van der Linden, starfsmaður í Byko, raðar í hillurnar. Allir leggjast á eitt til að ljúka verkefninu Ingvi Óðinsson, byggingastjóri hjá SS-Byggi, var á þönum líkt og aðrir sem voru við vinnu sína í Gler- ártorgi í gær, en hann sagði að þrátt fyrir mikinn eril hefði gengið vel. „Eiginlega betur en menn þorðu að vona, það voru margir sem héldu að þetta væri ekki hægt, en hér hafa allir lagst á eitt til að ljúka þessu verkefni og því hefur skapast mikil og góð stemmning hér í bygg- ingunni," sagði Ingvi. Undir það tók Asgeir Hallgríms- son pípulagningamaður sem síðustu daga hefur unnið við að setja upp vatnsslökkvikerfi í verslanir í mið- stöðinni. „Það er mjög góður andi hér og lítið um að menn séu að rek- ast á þótt fjöldinn sé þetta mikill og allir á fullu. Það er frekar að menn hjálpist að svo allt gangi upp,“ sagði hann. Oddur Helgi Halldórsson í Blikkrás og bæjarfulltrúi var mjög ánægður á Glerártorgi í gær, en fyrirtæki hans sér um uppsetningu loftræstikerfis í byggingunni. „Mér líst vel á þetta, en auðvitað hefði kannski verið betra ef uppbygging- in hefði tekið aðeins lengri tíma, það er margt að gerast hér og allt á sama augnablikinu,“ sagði hann. „Ég er enn ekki kominn með all- ar teikningar. En þetta mun allt smella saman á endanum ef ég þekki íslensku leiðina rétt.“ Oddur sagði að gaman hefði verið að taka þátt í þessu ævintýri. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími,“ sagði hann. Norðurland eitt verslunarsvæði Ingþór Asgeirsson, verslunar- stjóri Pennans-Bókvals, var á ferð- inni á Glerártorgi, en þar verður opnuð um 200 fermetra verslun sem er viðbót við verslunina sem rekin verður áfram í miðbæ Akureyrar. Ingþór taldi að í kjölfar þess að verslunarmiðstöðin yrði opnuð yrði farið að líta á Norðurland allt sem eitt verslunarsvæði og jafnvel lengra til, allt austur á firði ef því væri að skipta. Þá sagði hann að komið hefði í ljós í könnun sem gerð var fyrir um ári að Akureyringar keyptu um 35% af neysluvörum sín- um annars staðar en í bænum og að líkindum mest á höfuðborgarsvæð- inu. „Þarna er möguleiki, ef við ná- um einhverju af þessu mun verslun í bænum aukast og ég tel að svo verði.“ Kirkju- starf AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Sunnudagaskól- inn kl. 11, fyrst í kirkjunni, en síðan í Safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta í Hlíð kl. 16 á morgun. Fundur æskulýðsfé- lagsins kl. 17 á morgun í kap- ellu. Æðruleysismessa kl. 20.30 annað kvöld. Kross- bandið sér um tónlist, kaffis- opi í Safnaðarheimili á eftir. Biblíulestur í fundarsal kl. 20.30 á mánudagskvöld. Morgunsöngui- í kirkjunni kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudag. Opið hús, kaffi og spjall. Allir verðandi og núverandi foreldrar velkomn- ir. Kyrrðar- og fyrirbænast- und kl. 12. Hægt að fá léttan hádegisverð eftir stundina í Safnaðarheimili. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyld- uguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 á morgun. Sara og Ósk ræða við börnin. Foreldrar, afar og ömmur hvött til að fjölmenna með unga fólkinu. Kyrrðar- og tilbeiðslustund i kirkjunni kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, helgistund, fyrir- bænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn frá 10 til 12 á fimmtudag. Jón Knudsen ræðir um slys í heimahúsum, heitt á könnunni og Svali fyrir börnin. GLÆSIBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Glæsi- bæjarkirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Barn verður borið til skírnar. Komum öll og njótum samveru í húsi Guðs. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Almenn samkoma í umsjá unga fólksins kl. 17 á morgun (ath. breyttan tíma). HVÍT ASUNNUKIRKJAN: Hafliði Kristinsson verður með námskeið fyrir leikmenn í ráðgjöf og sálgæslu í kirkjunni og er það opið öll- um. Það stendur frá kl. 10 til 14. Veitingar seldar á vægu verði í hádeginu. Námskeiðið byggist upp á beinni kennslu, en einnig verður tími fyrir spurningar. Hafliði er fyrr- verandi forstöðumaður Fíla- delfíu í Reykjavík og lands- mönnum að góðu kunnur fyrir boðun orðsins og ráðgjöf til þeirra sem þurft hafa á að halda. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar verður kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Reynir Valdimarsson læknir kennir úr Orði Guðs. Léttur máls- verður að samkomu lokinni. Vakningasamkoma kl. 16.30 á sunnudag. Hafliði Kristinsson fjölskylduráðgjafi predikar. Á sama tíma verður samkoma fyrir krakka 7-12 ára og einn- ig barnapössun fyrir 1-6 ára börn. Fjölbreytt lofgjörðar- tónlist og fyrirbænaþjónusta. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagils- stræti 2. Safnahúsið á Húsavík Húsvísk ljóð og lög HÚSVÍSK Ijóða- og lagadagskrá verður í Safnahúsinu á Húsavík næsta sunnudag, 29. október kl. 15. Flutt verða ljóð eftir 20 höfunda og lög eftir 5 höfunda. Fram koma 11 flytjendur. Samkoman er einn þátt- ur í dagskrá vegna 50 ára afmælis Húsavíkurkaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.