Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 16

Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 16
16 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Tvöfolduð Víðidalsárbrú er mikið mannvirki. Enn er uppsláttur undir nýja hlutanum. Endur- byggð brú á Víðidalsá Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Það er grátt í fjöllum, en brúarsmiðirnir, Sigurður Hallur Sigurðs- son, Marteinn Reimarsson og Guðmundur Sigurðsson vonast til að ljúka steypuvinnu innan tveggja vikna. Hvammstanga - í sumar hefur brúarvinnuflokkur Guðmundar Sig- urðssonar á Hvammstanga unnið við tvöföldun brúar yfir Víðidalsá í Húnaþingi. Framkvæmdir hófust við verkið í lok júní, en undirbúnings- vinna var unnin síðast liðinn vetur, bæði á vettvangi við undirstöður og í húsi Vegagerðarinnar á Hvamms- tanga, en þar var jámalögn undir- búin. Verklok verða um miðjan nóv- ember. Að sögn Guðmundar kostar brúarsmíðin um 53 milljónir, en með vegtengingum og öðrum frágangi um 70 milljónir. Verkið hefur gengið vel og er á áætlun. í reynd er byggð önnur brú við hlið þeirrar sem fyrir er og sfðan steypt ofan á gólf eldri brúarinnar og nýtt handrið smi'ðað á hana. Nýir vængir eru einnig steypt- ir og brúargólfið byggt á hreyfan- legum snertiflötum, sem hindra skemmdir m.a. við jarðhræringar. Stærsti áfanginn við verkið var sam- felld sólarhringssteypuvinna, steypt úr 230 rúmmetrum af steinsteypu sem ekið var frá Hvammstanga. Við verkið hafa í sumar unnið 8-12 manns og allt gengið áfallalaust. Mikil umferð hefur verið um brúna á meðan á framkvæmdum hefur stað- ið, en engin teljandi óhöpp. Það var þó mál smiðanna, að ökumenn taki oft afar lítið tillit til merkinga um hámarkshraða, sem þarna væri færður niður í 30 km, hins vegar virtu þeir vel fiskikör, sem sett væru upp við brúarendana og þrengdu akstursleiðir. Tvöföldun brúar yfir Gljúfurá Þegar þessu verki lýkur hefjast, strax framkvæmdir við tvöföldun brúar yflr Gljúfurá, sem er á sýslu- mörkum Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu. Það verður fram- kvæmd af líkri stærð og Víðidalsár- brúin og aðallega unnin á næsta ári. Árið 2002 er síðan áætlað að tvö- falda brúna yfir Hnausakvi'sl í Þingi. Að því verki loknu verður aðeins brúin yfir Síká í Hrútafirði einbreið á hringveginum í'Húnavatnssýslu. Ný verslun- armiðstöð í Borgarnesi Borgarnesi - Það voru bjartsýn- ir verslunareigendur sem komu saman nýlega og skrifuðu undir leigusamninga við Borgarland ehf. sem er eigandi að nýju 2300 m2 verslunarhúsnæði í nýjum miðbæ Borgarness. Borgarland ehf. er í eigu Olíu- félagsins hf., Kaupfélags Borg- firðinga og Samvinnulífeyris- sjóðsins. Að stofni til mun öll starfsemi Vöruhúss KB flytjast í 1000 m2 rými á jarðhæð húss- ins. Einnig verða þar verslanir og þjónusta sem fram að þessu hafa verið í Vöruhúsi KB við Egilsgötu, en það eru Tölvu- bóndinn, Puntstráið, Skóbúðin Borg, ATVR og Haukur rakari auk Blómabúðar Dóru við Borg- arbraut. Þar fyrir utan flytur útibú Vátryggingafélags íslands í verslunarmiðstöðina og útibú Sparisjóðs Mýrasýslu ásamt Borgarness Apóteki sem hafa keypt hluta af húsnæðinu. Guðsteinn Einarsson kaupfé- lagsstjóri og stjórnarformaður Borgarlands ehf. rakti bygging- arsögu hússins og fór nokkrum orðum um væntingar um aukna verslun og þjónustu í framtíð- inni. Bygging hússins hefur gengið mjög vel, en byggingarverktak- inn Sólfell ehf. tók að sér að vera svo kallaður alverktaki þ.e.a.s. sér um að undirverktak- ar skili sínum verkþáttum full- frágengnum. Reiknað er með að hægt sé að flytja inn í húsið þann 15. nóvember og opna verslanir 26. nóvember. Mikil tilhlökkun og bjartsýni ríkir í mönnum gagnvart versl- un og þjónustu í Borgarnesi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Fulltrúar Borgarlands undirrita samninginn. Rannsóknir á Vestfjörðum sýna að lítil mengun er af skólpi við smábæi við hafíð Telja ekki þörf fyrir dýr skólp- mannvirki Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á bak við Þorleif Eiríksson og Anton Helgason (standandi) eru fullar hillur af krukkum með smádýrum úr rannsókn þeirra á mengun við strendur Vestíjarða og Norðurlands vestra. FORSTÖÐUMAÐUR Náttúrustofu Vestfjarða og heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða telja ekki þörf á þeim miklu fráveitukerfum og skólp- mannvirkjum í smábæjum við hafið sem reglur kveða á um. Hafa þeir komist að raun um að mengun mæl- ist varla í höfnum þeirra staða á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem þeir hafa rannsakað og mun minni framkvæmd myndi gera sama gagn. Náttúrustofa Vestfjarða í Bolung- arvík hefur verið að kanna áhrif mengunar við bæi og þorp í sam- vinnu við heilbrigðiseftirlitið á Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra. Er búið að rannsaka átta staði í þessum landshlutum. Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofunnar, segir að þetta sé dæmi um hagnýta rannsókn sem ætti að nýtast við hönnun fráveitumannvirkja en jafn- framt sé verið að kortleggja smá- dýralífið við strendur landsins. Einnig er verið að búa til vöktunar- kerfi fyrir mengun við strendurnar. Mengun hverfandi Sveitarstjómir standa víða frammi fyrir því mikla verki að koma upp dýrum fráveitukerfum og skólpmannvirkjum til að hreinsa skólpið og leiða það á haf út. Er unn- ið að hönnun mannvirkjanna eftir gildandi reglum hér en þær taka mið af kröfum Evrópusambandsins. Sem dæmi nefnir Þorleifur að í Bol- ungarvík hafi verið gerð forhönnun á slíku kerfi, miðað við ítrustu kröf- ur sem gerðu ráð fyrir hreinsun á hluta lífrænna efna úr skólpinu, og áætlað hafi verið að það kostaði 140- 150 milljónir kr. Víða er skolpið leitt út í hafnir staðanna. Rannsóknir Náttúrustofunnar sýna að mengun er hverfandi í höfninni í Bolungar- vík og á flestum öðrum smástöðum sem rannsakaðir hafa verið. Hægt er að mæla mengun alveg við út- rásaropið en frárennslið er svo lítið og blöndun svo mikil að hún hverfur nokkra metra frá. Það er helst að hægt sé að tala um staðbundna mengun í Pollinum á Isafirði og á einstaka stað í lokuðum höfnum. Þorleifur segir að aðstæður á þess- um stöðum séu gjörólíkar því sem algengt sé í Evrópu, hér taki straumar Norður-Atlantshafsins við skólpinu og dreifi lífrænu efnunum svo fljótt að þau nái ekki að safnast upp. „Aðstæður hér eru betri en á Sundunum við Reykjavík eftir allar þær aðgerðir sem þar hafa verið gerðar,“ segir Þorleifur. „Verkfræðingar vinna að lausnum í samræmi við ítrustu kröfur og þær eru meiri en gerðar eru til dæmis á baðströndum erlendis," segir Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vest- fjarða. Þorleifur og Anton segja unnt að leysa frárennslismálin á mun hag- kvæmari hátt en gert hafi verið ráð fyrir, án þess að slaka í nokkru á umhverfiskröfum, vegna þess hversu aðstæður séu góðar hvað varði viðtakanda skólpsins. Yfirleitt sé nóg að grófsía skólpið og veita því út fyrir hafnargarðana og Atlants- hafið sjái um framhaldið. Þá geti verið nauðsynlegt að taka á losun mengunar frá einstaka fyrirtæki. „Það er ljóst að lítil sveitarfélög hafa seint efni á því að ráðast í fram- kvæmdir sem kosta hundruð millj- óna. Ef slíkum kröfum er haldið til streitu verður lítið gert. Ef hins veg- ar hægt væri að sýna fram á að mun ódýrari framkvæmd gerði sama gagn má gera ráð fyrir að hún kom- ist fyrr í framkvæmd," segir Þorleif- ur. Norrænt verkefni í rannsóknarherberginu hjá-Þor- leifí og Antoni eru allar hillur fullar af krukkum með smádýrum úr rannsókninni. Þeir hafa haft lítinn tíma til að vinna úr gögnunum vegna þess að vantað hefur fjármagn til að standa undir þeim. Þeir telja þó að sveitarfélögin séu að vakna. Þau sjái að slíkar rannsóknaniðurstöður sé hægt að nota sem rök til að laga reglurnar frá Brussel að aðstæðum smábæja við hafið. Þorleifur lætur í ljós það álit að reglur Evrópusam- bandsins hafi verið þýddar á sterk- asta hátt þegar þær voru settar í gildi hér og ekki verið hugað að ákvæðum sem gerðu ráð fyrir að hægt væri að taka tillit til aðstæðna á minna viðkvæmum svæðum. Náttúrustofan og heilbrigðiseftir- litið eru nú þátttakendur í norrænu verkefni með aðilum í Færeyjum og Noregi en það miðar að því að búa til einfaldan mælikvarða til að skil- greina hvað teljist minna viðkvæm svæði með tilliti til reglna Evrópu- sambandsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.