Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fólk Nýr aðstoð- arforstjóri Samskipa KNÚTUR Hauksson hefur verið ráðinn að- stoðarforstjóri Samskipa og gegnir jafnframt stöðu fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs innlendrar starf- semi. Aðstoðarfor- stjóri hefur umsjón með rekstri Samskipa innanlands en umsvif fé- lagsins hafa aukist mjög á undan- förnum árum. Knútur er efnaverkfræðingur að mennt og hefur verið fram- kvæmdastjóri Olíudreifingar hf. síðustu ár en það er eitt af um- svifamestu flutningafyrirtækjum landsins. Áður var Knútur fram- kvæmdastjóri framkvæmdasviðs Olíufélagsins. Hann hefur einnig gegnt stöðu forstöðumanns flutn- ingadeildar Eimskips og sá þar meðal annars um rekstur Sunda- hafnar. Kristinn Þór Geirsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmda- stjóra rekstrarsviðs innlendrar starfsemi Samskipa, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Goða hf. Knútur Hauksson Íslandsbanki-FBA 18,2 milljarða skulda- bréfa- útgáfa ÍSLANDSBANKI-FBA hefur gefið út skuldabréf á alþjóð- legum markaði að fjárhæð 250 milljónir evra, eða sem svarar til um 18,2 milljarða króna. Þessi skuldabréfaútgáfa er sú stærsta sem íslenskur útgef- andi hefur staðið fyrir á al- þjóðlegum markaði til þessa, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Íslandsbanki-FBA undirbýr nú alþjóðlega víxla- útgáfu, fyrst íslenskra fyrir- tækja. Umsjón með skulda- bréfaútgáfunni höfðu Barclays Capital og Bayeri- sche Hypovereinsbank en auk þeirra stóðu átta aðrir erlend- ir bankar að útgáfunni. Skuldabréfin eru til tveggja ára. Þetta er fyrsta stóra opin- bera skuldabréfaútgáfa ís- landsbanka-FBA eftir sam- einingu, en bankinn fjár- magnar sig að mestu leyti með einkaútgáfum á markaði. „Mikilvægt er að í útgáfunni taka þátt margir nýir fjárfest- ar að skuldabréfum bankans. Útgáfan undirstrikar vel- gengni Íslandsbanka-FBA á alþjóðlegum fjármagnsmar- kaði og styrkir bankann sem útgefanda í samanburði við sambærilega banka . í Evrópu,“ að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Sameiningu forvera bank- ans í Íslandsbanka-FBA hef- ur verið vel tekið alþjóðlega og í kjölfar hennar hækkaði lánshæfisfyrirtækið Moodýs Investor Service lánshæfis- einkunn bankans í A2/P-1. Kaupþing opnar banka í Kaupmannahöfn í byrjun næsta árs Ljósmynd/Burt Seeger Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., og bankastjóri hins nýja banka í Kaupmannahöfn, Brian Toft. Fyrsti íslenski bankinn í Danmörku Kaupnmnnahöfn. Morgunblaöið. KAUPÞING hf. mun opna banka í Kaupmannahöfn í byrjun næsta árs sem verður þar með fyrsti ís- lenski bankinn til að taka til starfa í Danmörku. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði um tuttugu þegar bankinn tekur til starfa en hann mun opna skrifstofu strax 1. nóv- ember næstkomandi. Fjórir starfsmenn hafa verið ráðnir til Kaupþings í Kaupmanna- höfn. Bankastjóri hins nýja banka verður Brian Toft. Hann var áður forstöðumaður eignastýringar hjá Danske Andelskassers Bank. Kim Michael Sandberg verður for- stöðumaður eignastýringar nýja bankans en hann var forstöðumað- ur einkabankaþjónustu BG Bank í Danmörku. Klaus Jörgen Sörensen verður forstöðumaður rekstrar- sviðs en hann starfaði hjá Difko Administration. Einn íslendingur hefur verið ráðinn til Kaupþings í Kaupmannahöfn, Örn Jónasson, sem mun m.a. verða í greiningu. Danmörk er sjötta landið utan íslands þar sem Kaupþing hefur starfsemi. Hin löndin eru Banda- ríkin, Lúxemborg, Svíþjóð, Sviss og Færeyjar. Eyrarsundssvæðið eitt af mikil- vægustu vaxtarsvæðum Evrópu Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði á blaðamanna- fundi í Kaupmannahöfn í gær þar sem greint var frá stofnun Kaup- þings í Kaupmannahöfn, að Eyrar- sundssvæðið væri að verða eitt af mikilvægustu vaxtarsvæðum Evrópu. Kaupþing vilji taka þátt í þeim vexti og leggja sitt af mörk- um til hans. „Vöxtur Kaupþings ut- an Islands hefur verið hraður. Kaupþing hefur hafið starfsemi í fimm löndum á síðastliðnum 12 mánuðum. Við gerum ráð fyrir að Kaupþing í Kaupmannahöfn muni leggja sitt af mörkum til þess þriggja ára markmiðs okkar að helmingur af tekjum Kaupings verði erlendis frá.“ Sigurður sagði að Kaupþing í Kaupmannahöfn yrði ekki við- skiptabanki. Hann muni annast eignastýringu, sölu verðbréfasjóða og þjónustu við þá og þjónustu við lítil og meðalstór dönsk fyrirtæki. „Stóru dönsku bankamir em of stórir fyrir mörg litlu dönsku fyr- irtækin. Við höfum hins vegar góða reynslu af þjónustu við slík fyrirtæki sem við teljum að muni nýtast þessum nýja banka vel.“ Þjónustan sniðin að þörfum viðskiptavinarins Brian Toft, bankastjóri nýja bankans, sagði á blaðamannafund- inum í gær að Kaupþing í Kaup- mannahöfn verði vel staðsett til að bjóða fersk og spennandi fjárfest- ingartækifæri á danska markaðn- um og trausta sérfræðiþekkingu sem byggist á rótum Kaupþings á íslandi. „Til viðbótar við að bjóða upp á hefðbundna fjármálaþjón- ustu og ráðgjöf erum við að þróa nýjar vörur sem við teljum að muni falla væntanlegum við- skiptavinum okkar vel í geð. Við viljum vinna náið með við- skiptavinunum og sníða þjónust- una að þörfum þeirra. Hefðbundn- ar fjárfestingar í hluta- og skuldabréfum og eignastýring verður stór þáttur í starfsemi Kaupþings í Kaupmannahöfn," sagði Brian Toft, verðandi banka- sfjóri hins nýja banka á blaða- mannafundinum í Kaupmannahöfn í gær. 165 milljóna króna viðskipti í gær Tæplega 69 milljóna króna við- skipti voru með hlutabréf Kaup- þings á Verðbréfaþingi fslands í gær og var lokagengi bréfanna 15,10, sem er 0,7% hækkun frá fyrsta viðskiptadegi með bréf fé- lagsins, en útboðsgengi þeirra var 10,25. 96 milljóna króna utan- þingsviðskipti voru með bréf fé- lagsins í gær. Miðað við lokaverðið í gær er markaðsvirði Kaupþings um 14,5 milljarðar króna. Markaðsvirði hlutar Spron, stærsta hluthafans, er 2.664 milljónir króna. Markaðs- virði hlutar næststærsta hluthaf- ans, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, er 1.600 milljónir króna og lilutur Sparisjóðs vélstjóra er metinn á 1.525 milljónir króna, sé miðað við lokaverð bréfanna á Verðbréfa- þingi í gær. Farþegum í millilandafluffl Flugleiða fjölgar um 5,4% í septembermánuði Farþegum í innanlands- flugi fjölgar um rúm 20% í SEPTEMBER fjölgaði farþegum í millilandaflugi Flugleiða um 5,4% samanborið við september 1999 og voru farþegar alls 131.691. Sölu- aukning var meiri en sem nam framboðsaukningu og sætanýting félagsins í mánuðinum var ríflega 3% betri en í sama mánuði á síð- asta ári. Fyrstu níu mánuði ársins hafa Flugleiðir aukið framboð í farþegaflugi milli landa og sæta- nýting hefur fylgt þeirri þróun, er 0,5% betri á þessu ári en því síð- asta. Söluáætlanir félagsins hafa gengið eftir á meginmörkuðum þess, en kostnaður hefur farið fram úr áætlunum vegna launa- kostnaðarhækkana á íslandi, mik- illar viðvarandi hækkunar á elds- neytisverði og langvarandi hækkun gengis dollara gagnvart Evrópumyntum, samkvæmt frétta- tilkynningu frá félaginu. 5,8% fækkun á viðskiptafarrými Farþegum á almennu farrými fjölgaði í september um 8,7% en fækkaði á viðskiptafarrými um 5,8% þegar tekið er tillit til þess að félagið hefur hætt flugi milli Kaupmannahafnar og Hamborgar. Farþegar í innanlandsflugi Flugfélags íslands, dótturfélags Flugleiða, í september voru 27.669 og fjölgaði um 20,9 % frá fyrra ári. Fyrstu níu mánuði ársins fjölgaði farþegum um 20,2 %. í september fluttu Flugleiðir-Frakt, dótturfé- lag Flugleiða, 2.806 tonn af frakt, sem er 24,3% meira en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins jukust fraktflutningar um tæp 52% og voru rúm 24 þúsund tonn. Eldsneytisverð 61% hærra en á sama tfma og í fyrra „Ytri þættir hafa áfram verið fé- laginu óhagstæðir. Eldsneytisverð er núna 61% hærra en það var á sama tíma í fyrra og hefur hækkað um 21% frá áramótum. Ekki er út- lit fyrir að verð á eldsneyti lækki á næstunni. Gengi evrunnar hefur haldið áfram að lækka gagnvart dollar og er núna 23% lægra en það var á sama tíma í fyrra og hef- ur lækkað um 18% frá áramótum. Ekki er útlit fyrir að evran muni rétta úr kútnum á næstunni, en nettótekjur félagsins eru í Evrópu- myntum á meðan nettó kostnaður er í dollar,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugleiðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.