Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 31

Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 31 • • > Orlög heimastjórnar Norður-Irlands gætu ráðist á fundi flokksráðs UUP í dag Bclfast. AFP, AP. 860 manna flokksráð stærsta flokks sambandssinna á Norður-írlandi, UUP, kemur saman í dag til að ræða tillögur sem gætu ráðið úrslit- um um hvort hægt verði að bjarga friðarsamkomulaginu sem náðist ____________föstudaginn langa 1998. Póli- tísk framtíð Dav- ids Trimbles, leiðtoga flokksins og forsætisráð- herra norður- írsku heima- stjórnarinnar, er í veði og bíði hann ósigur á fundinum gæti það orðið til þess að heimastjómin félli fyrir jól. Trimble stendur frammi fyrir lokauppgjöri við harðlínumenn í flokknum undir forystu Jeffreys Donaldsons, sem hefur lagt til að Sinn Fein, stjórnmálaflokki Irska lýðveldishersins (IRA), verði vikið úr heimastjóminni hefji IRA ekki afvopnun fyrir 30. nóvember. Náist ekki samkomulag um að Sinn Fein víki úr stjóminni eigi UUP að segja sig úr henni fyrir jól. David Trimble Trimble leggur allt undir Tveir af helstu samstarfsmönnum Trimbles reyndu að semja um mála- miðlunarlausn við Donaldson en ólíklegt var að samkomulag næðist eftir að Trimble blés til sóknar í gær og gagnrýndi tillöguna harð- lega. Hann lýsti henni sem „bréfi Jeffreys til jólasveinsins“ sem væri í engum tengslum við vemleikann. Litið var á ummæli Trimbles sem skilaboð til flokksráðsins um að það yrði annaðhvort að styðja hann eða víkja honum frá. Ummæli Trimbles komu báðum fylkingunum innan flokksins á óvart. Tveir af þingmönnum flokks- ins, Danny Kennedy og Fred Cob- ain, höfðu hafið viðræður við Donaldson um hugsanlega mála- miðlunarlausn, með samþykki Trimbles, og þeim viðræðum var ekki lokið þegar Trimble ákvað að leggja allt undir og veitast að Donaldson. The Irish Times segir að þre- menningamir hafi nálgast sam- komulag í fyrradag og samþykkt að leggja til að Trimble ræddi við Donaldson. Kennedy og Cobain hafi verið á leiðinni til Trimble til að skýra honum frá þessari niðurstöðu þegar þeir fréttu af ummælum flokksleiðtogans. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór einnig til Belfast í fyrradag til að freista þess að bjarga friðarsamkomulaginu. Talið er að Trimble hafi brætt það með sór að samþykkja málamiðlunar- lausn en ákveðið að hafna þeim möguleika eftir fund með Blair í fyrradag. Ýmislegt benti til þess að Donaldson léði máls á málamiðlun sem fælist í því að frestur IRA til að afvopnast rynni út snemma á næsta ári. Trimble sagði að tillaga Donalds- on um að setja lýðveldissinnum úr- slitakosti myndi ekki auka þrýsting- inn á ÍRA eins og til væri ætlast, heldur hafa þveröfug áhrif. „Vanda- málið við fresti er að þeir sýna lýð- veldissinnum hvemig þeh- geta los- að sig við þrýstinginn," sagði hann. „Jeffrey vill veita fimm vikna frest. Þar með er hann að segja lýðveldis- sinnum að þeir þurfi aðeins að sitja við sinn keip og standast þrýsting- inn í fimm vikur og síðan losni þeir við hann - þar sem sambandssinn- arnir hafa hlaupist á brott.“ Donaldson kvaðst hafa reynt að ná samkomulagi sem allir gætu sætt sig við en ummæli Trimbles hefðu gert þær tilraunir að engu. Varað við auknum afskiptum írsku stjórnarinnar Peter Mandelson, N-írlandsmála- ráðherra bresku stjórnarinnar, sagði að tillaga Donaldsons gæti leitt til aukinna afskipta írsku stjórnarinnar af Norður-írlandi. „Ef þær pólitísku stofnanir sem við höfum komið á fót hrynja verður Trimble leggur leið- togastöðuna að veði það augljóslega til þess að Norður- Irland verður fært undir beina stjórn Bretlands aftur og það myndi einnig leiða til þess að stjórn ír- lands hefði meiri afskipti af málefn- um Norður-írlands.“ Tony Blair skoraði á Norður-íra að missa ekki sjónar á því sem áunnist hefði eftir stofnun heima- stjórnarinnar og stefna henni ekki í tvísýnu. Hann sagði að sú ákvörðun IRA að heimila óháðum eftirlits- mönnum að skoða nokkur vopnabúr samtakanna í fyrradag væri mjög mikilvæg. Eftirlitsmennimir, Martti Ahtisaari Finnlandsforseti og Suð- ur-Afríkumaðurinn Cyril Ram- aphosa, lýstu því yfir eftir að hafa skoðað vopnabúrin að IRA hefði „staðið að fullu við skuldbindingar sínar“ varðandi vopnaeftirlitið. John O’Donoghue, utanríkisráð- herra írlands, sagði að eftirlits- mennirnir hefðu staðfest að vopnin væru í öruggri geymslu og IRA gæti ekki notað þau. Donaldson og stuðningsmenn segja hins vegar að eftirlitið nægi ekki og krefjast þess að IRA standi við loforð sín um að afhenda vopn sín í áföngum og þau verði eyðilögð. Búist er við að tillaga Donaldson verði borin undir atkvæði í flokks- ráðinu í dag og talið er að atkvæða- greiðslan verði mjög tvísýn. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, bendir þó til þess að Trimble njóti mikils stuðnings meðal al- mennings á Norður-írlandi. 68 af hundraði aðspurðra sögðust styðja afstöðu Trimbles og tæp 60% vildu að hann yrði áfram leiðtogi UUP. Aðeins 27% sögðust styðja tillögu Donaldson og 29% vildu að þingmaðurinn Lagan Valley yrði kjörinn leiðtogi flokksins. £fe E* SW F)ve«M Xo* tM> Asfdres* jgj iMbíontntuvabjr/laus^nurnef/ThS^Leií^GSM^NMTtsp Aógeró: Numeraieit: Numeraieit í GSM og NMT kerfum JónJónsson 091350-2258 TfiriU Msjú Sábiánusta SkoSayman Aðgeróir tibxtti Leit aó símamimeri, siáðu inn símanúmer og smeiitu á hnappinn Teita aó númeri**. Dserm urn notkun 802V • tintvai áll fiúroer s«m byr)a i 002 e«aa0 ■ «ll r>wro«r s*m tnði i 308 892%4% * finftut 6II ftúro«r í«ro byt.n i 802 og híf* tólufUfltro 4 «ífthw«t0Ud*r í s«inoipadi núm*t»nt * fronwr ðll núm*t s«m byrja i 9, htli 34 *inbv«t»Uóa' I n«ro*t»nu 09 «ftóa> á S » GSM T immt Símanúmer. (SH13 r Fjóidí simanúmera. |50 ! Uskrárwiq Hafir þú áhuga á að fá úthiutad ékveónu númeri sem þú finnur f feiítnní, «n$amfegast snúðu þér til r«»«tu sfmabúðar Sfmans eóa halðu samband i sfma 800-7D0Ö. fytifVKi! Ww i M rtroánúro*t **ro bí4i*t I UHiftftl ti nýl*«a mm 864-9113 897-5413 899-7413 Fjöfdi númera: 7 891-6213 897-5613 896-9613 896-8713 Á Þínum síðum er hægt að: fylgjast með daglegri símnotkun fá greiðsluyfirlit tilkynna flutning, rétthafabreytingu o.fl. sækja um talhólf, svarhólf og faxhólf skoða laus símanúmer sækja um ýmsa sérþjónustu sækja um sparnaðarleiðir Veldu þér símanúmer á Netinu Ef þú þarft að skrá nýtt símanúmer eða vilt breyta um númer getur þú leitað að því númeri sem þig langar í á Þlnum síðum á siminn.is. Veldu þínar eigin tölur, hvort sem þær eru happatala, fæðingardagur, ártal eða aðrar. !•#*••• §f m l H N11. S Þjónustufulltrúinn þinn á Netinu s og margt fleira A A í' -.irmnri r; Þú fhwUr lykilorðíð ú \imrcil<ningnum þínum SÍMINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.