Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Umhverfísmerktar vörur mun algengari í Sviþjóð og Noregi en hér á landi Leyfísgjöld hamla útbreiðslu umhverfismerktra vara FJÖLDI dæma er um að umhverf- ismerktar vörur sem seldar eru í löndum eins og Svíþjóð og Noregi séu ekki seldar með umhverfís- merkjum hér á landi. Tore Skjenstad hjá Hollustuvernd ríkis- ins segir að þetta megi fyrst og fremst rekja til afstöðu framleið- anda erlendis þar sem þeir vilja ekki greiða sérstök leyfisgjöld til þess að vörurnar megi bera þann gæðastimpil sem umhverfismerkin gefa. Island stendur frekar illa miðað við önnur lönd í Evrópu þegar kemur að umhverfismerkingum. „Ein af ástæðunum er sú að um- hverfismerkingar eru ekki nógu þekktar hér á landi, það vantar meiri kynningu,“ segir Tore en bætir við að nýverið hafi verið kynning í Nýkaupi í Kringlunni þar sem norræna umhverfismerkið og vörur sem bera það hér á landi voru kynntar. „Norræna umhverf- ismerkið er opinbert umhverfís- merki Norðurlandanna og trygg- ing neytenda fyrir því að viðkomandi vörur skaði umhverfið minna en aðrar vörur. Ef enginn kannast við merkið leggur sig eng- inn eftir að kaupa vörur með meridnu, það er nokkuð ljóst. Það kom þó í ljós á kynningunni að meiri áhugi er hjá fólki í dag en hefur verið á umhverfismerkingum og hjólin eru því aðeins farin að snúast.“ Meginregla umhverfismerkj- Morgunblaðið/Asdís 65 vörutegundir sem seldar eru hér á landi mega bera merki norræna umhverfismerkisins. anna tveggja hér á landi, norræna umhverfismerkisins og umhverfis- merkis ESB, er að þær vörur sem bera merkin verða að uppfylla stranga umhverfisstaðla þegar kemur að hráefnum og fram- leiðslu. Fyrirtæki þurfa því oft að leggja á sig mikla vinnu til að fá leyfin en þess má geta að í dag eru 65 leyfi hér á landi, rúmlega sex hundruð í Svíþjóð og tæplega þrjú hundruð i Noregi. „Framleiðendur fá leyfi fyrir sölu vöru með umhverfismerkingu í ákveðnu landi og ef þeir ákveða síðan að selja hana í öðrum löndum þurfa þeir að skrá hana sérstak- lega og borga leyfisgjald fyrir það aukalega. Það ríkir því ákveðin tortryggni hjá stærri framleiðend- um erlendis. Þeir líta á umhverfis- merkingar sem aukakostnað fyrir vörur þar sem þeir þurfa að greiða fyrir leyfín og þeir sjá þetta sér ekki til framdráttar. Auðvitað eru það framleiðendumir sem ráða þessu en þess má geta að við höf- um reynt að fá suma þeirra til að endurskoða hug sinn. Margir hveijir virðast ekki hafa áhuga og benda á kostnaðarliðina sér til stuðnings en þeir eru í raun smá- peningar þegar kemur að þessum stóru fyrirtækjum." Ariel-þvottaefni án umhverfísmerkis hér á landi Nýlega var vakin athygli á því í dönsku neytendablaði að Ariel- þvottaefni væri selt með umhverf- ismerkingu í Svíþjóð en ekki í Danmörku. Ariel er heldur ekld selt með umhverfismerkingu hér á landi. „I rannsókn sem danska neytendastofnunin stóð fyrir árið 1999 kom í Ijós að umhverfismerkt þvottaefni komu talsvert betur út umhverfislega séð en hefðbundin þvottaefni. Þar að auki höfðu þau umhverfísmerktu betri þvotta- hæfni en önnur,“ segir Tore. Níels Breiðfjörð Jónsson, efna- fræðingur á eiturefnasviði Holl- ustuvemdar ríkisins, segir í fram- haldi af þessu að í venjulegu Ariel- þvottaefni sé til dæmis að finna efnið LAS. LAS er sápuefni sem hefur lengi verið notað í þvotta- efni. „Efnið er framleitt úr olíuefn- um og það brotnar hægt niður í umhverfinu. í febrúar 1995 ákváðu stjómendur umhverfísmerkisins að taka LAS út af lista yfir leyfileg efni,“ segir Níels og bætir við að menn hafi verið að nota annars konar efni í staðinn eins og súlföt en þau eru framleidd úr fitusýmm. Af fleiri þekktum merkjum sem seld em hér án umhverfismerkis- ins en með umhverfismerki í Sví- þjóð má nefna YES-þvottaefnin og sumar Ajax-vömr. Þessi efni em þegar búin að gangast undir breyt- ingar til að fá umhverfismerkið þó ekki sé búið að setja umhverfis- merkið á þær hérlendis. Nokkur dæmi em um að vörur séu fluttar til landsins með umhverfismerk- ingum en síðan sé límt yfir þær því framleiðendur erlendis hafa tekið þá ákvörðun að selja vörumar bara umhverfismerktar í einu landi. Á hinn bóginn em vömr eins og Ariel- þvottaefni og JIF-hrein- gemingarvörur, sem seldar em hérlendis án umhverfismerkis, ekki þær sömu og í Svíþjóð þar sem þær eru með umhverfismerki. „Eftirspurn eftir umhverfis- merktum vörum er miklu meiri í Svíþjóð en hér á landi og þá er markaðurinn þar miklu stærri en hér. Þetta hefur auðvitað áhrif á val þessara alþjóðlegu íyrirtækja enda setja þeir kostaðarliðina fyrir sig og velja því iðulega stærri markaði fram yfir þá minni,“ segir Tore. Umhverfísvitundin meiri í Svfþjóð og Noregi Svíþjóð stendur sig langbest þegar kemur að umhverfismerk- ingum og merkin era vel þekkt þar í landi. „Þar hafa menn keyrt þessa herferð af miklum krafti. Umhverfisvitund Svía er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum og má það meðal annars rekja til þess að stórar vörakeðjur eins og ICA hafa ákveðið að vera með um- hverfismerktar vörar í öllum versl- unum sínum. Að vömkeðjur séu með umhverfismerktar vömr í öll- um verslunum er að verða algeng- ara og um leið telja keðjurnar að umhverfismerktar vömr séu hluti af ímynd þeirra." Aðspurður segir Tore að um- hverfisvitundin sé sjálfsagt ekki lengra á veg komin hér meðal ann- ars vegna þess að Island sé þekkt sem hreint land með tært vatn. „Margir íslendingar sjá ekki um- hverfismál sem vandamál en stærsta og helsta umhverfismálið í dag er einmitt mengun frá iðnaði og neysluvenjur okkar.“ Spurt og svarað Ný stefna á hjúkrunarheimilum Á Hjúkrunarheimilinu Skógar- bæ er ekki lengur boðið upp á ókeypis þvott fyrir heimilismenn. Er dvalargjaldið fyrir bragðið lægra? Að sögn Rannveigar Guðnadótt- ir, hjúkmnarforstjóra hjúkmnar- heimilisins Skógarbæjar, er um að ræða breytingu sem átti sér stað í síðasta mánuði en þetta er einn af þeim þjónustuþáttum sem hjúkr- unarheimili eins og Skógarbær hafa þurft að hætta við til að hag- ræða í rekstri. „Þetta tíðkast á fleiri hjúkranarheimilum. Nú stendur heimilsmönnum aftur á móti til boða að láta Efnalaugina Fönn sjá um þvottinn fyrir sig en starfsmenn fyrirtækisins sækja og koma með þvottinn aftur til heimil- ismanna," segir Rannveig og bætir við að það fari eftir magni hvað heimilismenn séu að borga en yfir- leitt sé það í kringum fjögur þús- und krónur á mánuði. ,j\lgengast er að aðstendendur taki þvottinn þegar komið er í heimsókn. Þess má þó geta að við leggjum til og þvoum allan sængurfatnað, lín og nærfatnað og það er á kostnað Skógarbæjar,“ segir Rannveig og enn fremur að engin breyting hafi orðið á greiðslu sjúklinga til stofn- unarinnar. LGG-gerlar Traustir bandamenn í Irfsins leik. Þeir veita vöm gegn áhrífum álags og streitu og koma lagi á meltinguna. einádag fyrfr fulla vfrkni! Samkeppnisstofnun kannar verðmerkíngar í sýningargluggum Overðmerkt í 35% sýning- arglugga Þegar nýlega var kannað hvernig staðið væri að verðmerkingum í sýningargluggum verslana á höfuð- borgarsvæðinu kom í ljós að í 35% tilvika voru vörurnar óverðmerktar með öllu. Morgunblaðið/Ómar í kjölfar könnunar Samkeppnisstofnunar á verðmerkingum í sýningar- gluggum hyggjast forsvarsmenn Laugavegssamtakanna og Kringlunn- ar hafa samband við verslunareigendur og hvetja þá til að koma verð- merkingum í sýningargluggum í viðunandi horf. NÝLEGA kannaði Samkeppnis- stofnun hvernig staðið væri að verðmerkingum í 393 sýningar- gluggum verslana á höfuðborgar- svæðinu. I ljós kom að í 35% til- vika voru vömr í gluggum verslana óverðmerktar með öllu. Þá var verðmerkingum áfátt í 23% tilvika og í lagi í 42% tilvika. Að sögn Kristínar Færseth, deildarstjóra hjá Samkeppnis- stofnun, birti stofnunin niður- stöður úr svipaðri athugun í sum- ar. Þá sýndi það sig að í 47% tilvika voru vörur í sýningarglugg- um óverðmerktar. Ástandið skárra núna Hún segir þessar niðurstöður benda til þess að ástand þessara mála sé skárra nú en í sumar, sér- staklega í Kringlunni. „Þetta era þó engan veginn viðunandi niður- stöður fyrir neytendur." Kristín segir að ef skoðað sé hvernig fyrirtæki við Laugaveg standi sig komi á daginn að 39% verslana hunsi lög um verðmerk- ingar en á hinn bóginn 22% fyrir- tækja í Kringlunni. „Þegar verð- lagning er frjáls er nauðsynlegt að vömr séu vel verðmerktar í glugg- um svo neytendur hafi tækifæri á að fýlgjast með verði. Góðar verð- merkingar í sýningargluggum era nauðsynlegar og grandvöllur virkrar samkeppni." Verðmerkingar í sýningargluggum verslana á höfuðborgarsvæðinu 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 ° 1998 1999 2000 júlí október 57% 53% 32% 42% ----- ___ Verðm. “ 21% P] á,á“ Íóverð- Verðm. ilagi „Við komum til með að beita okkur fyrir því að kaupmenn kippi þessu í lag hið snarasta því að sjálfsögðu eiga verðmerkingar að vera í lagi,“ segir Ragna Óskars- dóttir, formaður Laugavegssam- takanna og eigandi barnafata- verslunarinnar Krílisins. Þegar Ragna er spurð hver sé skýringin á því að ekki sé búið að laga verðmerkingar í sýningar- gluggum við Laugaveg eins og til stóð í sumar eftir síðustu könnun segir hún að líklega sé hægt að kenna um ákveðnu andvaraleysi. „Það er hagur kaupmanna ekki síður en neytenda að verðmerk- ingar séu í lagi og sjálfsögð kurt- eisi vð viðskiptavini okkar.“ „Ástandið hefur lagast enda fengu verslunareigendur frétta- bréf í kjölfar síðustu könnunar þar sem þeim var bent á niðurstöðurn- ar og þeir hvattir til að koma verð- merkingum í lag,“ segir ívar Sig- urjónsson, markaðsstjóri Kringl- unnar. „Nú liggur fyrir að ástandið hefur batnað en í kjölfar þessarar nýju könnunar munum við senda fréttabréf aftur og hvetja þessi 22% sem eiga eftir að laga verð- merkingar að láta nú verða af því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.