Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 37 Leið til að tengjast RUTH Watson Henderson er þekkt og virt í fjölmörgum löndum fyiir tónsmíðar sínar og þvkja þær um margt sérstæðar. Hún er auk þess vinsæll píanóeinleikari í heimalandi sínu. Ruth þótti ekki nema sjálfsagt að koma að máli við blaðamann nokkrum klukkustundum eftir að hún lenti á Islandi. Viðtökur hennar voru eftir því hlýlegar og hafði hún brennandi áhuga á að komast á snoðh’ um þankagang íslendinga sem og pers- ónulega hagi blaðamanns. Ruth sagðist hafa óbilandi áhuga á högum fólks og hugðarefnum og líta á tónlistina sem leið fyrir fólk af ólíku bergj brotið til að tengjast og ræðast við. I hennar huga væri tónlistin eins konar heimstungumál sem allir gætu skilið að einhverju leyti og þá einkum og allrahelst þegar menn létu ekki nægja að hlusta á tónlistina heldur syngju með. Fólk hætt að syngja í framhaldi af þessari umræðu okk- ar lýsti hún yfír áhyggjum yfír þeirri voveiflegu þróun að börn jafnt sem fullorðnir væru hætt að syngja og létu aðra um að gera það fyrir sig. Með því móti tapaðist verðmæt tjáningarleið ólíkra manna á milli. Ruth kvaðst sjaldnast semja texta við tónlist sína sjálf, heldur leita fanga hjá þeim íjölmörgu merku skáldum sem hún hefði komist í kynni við. Hún sagði skáldskapinn veita sér innblást- ur og móta tónsmíðar sínar. Hún kvaðst þó oftast taka að sér verkefni fyrir kirkjusöfnuði sem vilja fagna sérstöku tilefni og taki þá mið af til- efninu og hugmyndum viðkomandi safnaðar og kóra. Sagðist hún yfirleitt vera ánægð með árangur slíkrar sam- vinnu og tók dæmi af einstaklega vel heppnuðum tónleikum í kjölfar slíkra samskipta. Pess má geta að Ruth er hnyttin í lýsingum og veigrar sér ekki við að gera grín að eigin hlut. Hún samsinnti Kanadíska tónskáldið og píanóleikarinn Ruth Watson Henderson er komin til lands- ins og mun halda tónleika í Langholtskirkju ásamt kórum kirkjunnar. Tónleikarnir verða í dag kl. 16 og endurteknir á morgun á sama tíma. Ragna Garðars- dóttir ræddi við Ruth. MorgunblaðiS/Ami Sæberg Kórinn Graduale Nobili. Ruth Watson Henderson og Jón Stefánsson með kór og píanóleikara. því að samstarf með bamakórum gæfi henni færi á að slaka á taumun- um og bregða á leik við tónsmíðamar. Sagðist hún hafa trú á því að sam- bland af gríni og alvöru kæmi kristi- legum boðskap hvað best til skila, og þá einkum þegar böm ættu í hlut. Framúrskarandi kórtónverk Þegar talið barst að hennar sér- stæðasta og líklega þekktasta verki, „Voices of Earth“ kvaðst hún hafa samið það upp á eigin spýtur og án til- hlutanar einhvers tiltekins kirkju- safnaðar. Þetta tónverk hlaut annars sérstök heiðursverðlaun af hendi samtaka kanadískra kórstjórnenda sem mest framúrskarandi kórtón- verk áranna 1990 til 1992. Lýsing Ruth á uppbyggingu þessa tónverks var áhugaverð. Hún leiðir saman bamakór, stóran blandaðan kór og lítinn kór við undirleik tveggja píanóa. Að eigin sögn geðjast henni að samrana gagnólíkra raddsviða og segir að slík Qölbreytni gefi ennfrem- ur færi á að stefna saman ólíkum hljómbrigðum og gera taktinn mikil- fenglegri en ella. Þegar ég forvitnaðist um hvort fjölmenningarsamfélags- gerðin í heimabæ hennar Toronto gæti hafa haft áhrif á j>ess konai’ nálgun af hennar hálfu á vettvangi tónsmíða sagðist hún líta á það sem nokkurs konar áskorun að sameina ólíka hópa í einum og sama söngnum og stuðla að samkennd í framhaldi af því. Ræðismenn Kanada á Islandi, þau Jón H. Bergs og Kristbjörg Ágústs- dóttir, standa að tónleikahaldinu ásamt kóram Langholtskirkju og sendiherra Kanada á íslandi, Marie- Lucie Morin. Þátttakendur í tónleik- unum era kórar Langholtskirkju ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur píanóleikuram, Eiríki Erni Páls- syni og Frey Guðmundssyni trompet- leikuram og Bjöllukór Bústoðakirkju. Tónleikarnir era helgaðir minningu Guðna Þ. Guðmundssonar organisto sem lést fyrr á þessu ári. Er hnattvæð- ing ógn við lýðræðið? BÆKUR Þjóðfélagsfræði FRAMTÍÐ LÝÐRÆÐIS Á TÍMUM HNATT- VÆÐINGAR Atvik 4. Átta þýddar greinar í rit- stjóm Hjálmars Sveinssonar og Irmu J. Erlingsdóttur. Útgefandi Bjartur-ReykjavíkurAkademían ÞAÐ ER svo sannarlega fengur í fjórðu bókinni úr ritröðinni Atvik, sem ber heitið Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar. Verkið sam- anstendur af formála og átta þýdd- um greinum eftir atkvæðamikla nútímafræðimenn sem velt hafa vöngum yfir stöðu lýðræðis á tím- um hnattvæðingar. Markvissan og innihaldsríkan formála unnu rit- stjórarnir tveir í sameiningu, þau Hjálmar Sveinsson og Irma J. Erl- ingsdóttir. Þau víkja m.a. að mikilvægi þessarar umræðu fyrir íslenskt nú- tímasamfélag og þörf þess fyrir að hugtök eins og þjóðerni, lýðræði og hnattvæðing verði endurskoðuð og virkjuð í viðræðum og deilum um hvaða stefnu íslendingar ættu að taka í utanríkismálum. Eg myndi vilja bæta því við að þetta framtak geri Islendingum kleift að átta sig á útliti skoðanaskipta um stöðu lýðræðisins í íslensku tungumáls- umhverfi. Að mínu viti skiptir sköpum að þýða slíkar umræður yfir á íslenskt mál og stefna þeim saman með þeim hlutlausa en í sömu andrá aðgengilega hætti og hér er gert. Uppsetning og val á greinunum fór fram með hliðsjón af birtingu þeirra í þýska viku- blaðinu Die Zeit í nóvember og desember 1999 og í janúar 2000. Forsvarmenn blaðsins fengu nokkra af þekktustu stjórnmála- og félagsfræðingum nútímans til að leggja orð í belg um stöðu lýðræðis á tímum hnattvæðingar. Irmu og Hjálmari var síðan veitt góðfúslegt leyfi til að gefa þessa greinar út á íslensku, og njóta íslendingar nú góðs af. Greinarnar eru undantekningar- laust þýddar úr frummálunum og eins og þær komu fyrir sjónir áður en ritstjórar Die Zeit einfölduðu þær og styttu. Það er uppörvandi að líta hversu skjótt fræðimennim- ir tveir brugðust við í þvi skyni að gefa sem flestum Islendingum kost á að setja sig inn í þessi markverðu skoðanaskipti sem vöktu geysi- mikla athygli í Þýskalandi og víðar. í formála er drepið á helstu áhersluatriðum sérhverrar greinar og einkum tekið mið af vandamála- uppstillingu viðkomandi fræði- manns. Með því móti tekst að draga fram rauðan þráð í viðræð- unum og lesendum gefinn kostur á að átto sig á þungamiðju skoðana- skiptonna. Fornfræðingurinn og stjórmálafræðingurinn Francis Fukuyama ríður á vaðið að formála loknum, með innlegg sitt, ,Áhrif hnattvæðingar á einstakling og samfélagsvitund". Fukuyama held- ur lýðræðinu á lofti sem óhjá- kvæmilegu stjórnarformi sem markvisst hafi og muni breiðast út, og það í krafti hnattvæðingar. Hann kannast við ýmsa fylgikvilla hnattvæðingar, eins og félagslegan ójöfnuð, en telur hann einkum stafa af því að einstoklingar hljóti ávallt að búa við mismunandi möguleika. Fukuyama telur það í skemmstu máli vera á misskilningi byggt að lýðræðisríki eigi að tvyggju jafnan hag samfélagsþegn- anna. Því beri einvörðungu að tryggja tækifæri hvers og eins til „félagslegs hreyfanleika". Sá hreyfanleiki sé aftur undir efna- hagslegi’i framþróun kominn, og verður ekki annað séð samkvæmt Fukuyama, en að hnattvæðing sé sú eina leið sem greiðfær er. Framsetning Fukuyama, sem og hinna sjö greinarhöfundanna, er iðulega skýr og laus við sértæka aðferðafræði og málalengingar sem ruglað gætu „óinnvígða" í ríminu. Allir höfðu þeir bersýnilega á bak við eyrað að viðtakendur væru að þessu sinni sundurleitari en oft áð- ur og því brýnt að beito hnitmiðun og skýrleika við framsetninguna. Breski stjórnmálafræðingurinn David Held tekur í máli sínu gagn- gerða afstöðu til hugmynda Fuku- yama. Hann lýsir yfir hrifningu sinni með þær áherslur sem Fuku- yama hefur innleitt inn í umræð- urnar, þótt hann lasti margt. Held leggur út af viðtali við Tony Blair í gagnrýni sinni á framsetningu stjórnmálamanna og hugsuða eins og Fukuyama á hinni svokölluðu þriðju leið. Mjög hafi borið á því að aðlögun að alþjóðlegu enfahags- kerfi sé sett fram í hástemmdum bjartsýnisbúningi, en veist að rétt- mæti velferðarkerfisins. Pólsk- breski menningarfræðingurinn Zygmunt Baumann tekur í sama streng með gagnrýni sinni á óheft „hnattrænt markaðsfrelsi". Hann gagnrýnir Fukuyama harðlega og óar við getuleysi opinberra stofn- anna í framhaldi af því. Nálgun Baumans er nokkuð slungin. Hann telur trúna á hnattrænt markaðs- frelsi vafasöm trúarbrögð, og þá í þeim skilningi að látið sé í veðri vaka að engin leið sé til að hefta það. Leikurinn sem þess konar hugsuðir bera á borð felur í sér þær leikreglur að hann sé kominn til að vera. Enginn annar valkostur sé í boði en að leika með, hvort sem mönnum líki betur eða verr. Þýski félagsfræðingurinn Ulrich Beck gagnrýnir því næst rökvísi hnattvæðingarinnar, en telur hana engu að síður gefa tilefni til að endurskoða hlutverk stjórnmála- manna. Sem áreiðanlega mörgum þykir tímabært orðið. Franski fé- lagsfræðingurinn Alain Touraine bindur vonir sínar við „óháða borg- ara“, og telur þá í stakk búna til að krefjast aukins lýðræðis og láta lögleiða það jafnharðan. Honum sýnist lýðræðið að mörgu leyti hafa náð fram að ganga fyrir slík áhrif og mikilsvert að sá hvati fari ekki fyrir ofan garð og neðan. Hér er ekki vettvangur til að fara frekar ofan í saumana á ein- stökum greinum, en það sem kom; ið er ætti að vekja áhuga margra. í þessu greinasafni er með ýmsu móti hamrað á því að menn ættu a.m.k. ekki að renna blint í sjóinn er þeir annaðhvort fordæma hnatt- væðinguna eða taka henni fagn- andi. I því samhengi beri að gefa gaum að hlut lýðræðisins, og vel að merkja eins og það virkar nú til dags. Nútíma menningarástand er sérstætt, misleitt og samsett og því varasamt að halda til streitu hug- sjónum byggðum á úreltum viðmið- unum um innviði og hlutverk lýð- ræðiskerfisins. Ragna Garðarsdóttir Ný skáld- saga Auðar Haralds birt á Bókavef Strik.is AUÐUR Haralds rithöfundur opnaði í gær aðgang að skáld- sögu sem sérstaklega er skrifuð fyrir Netið. Saga Auðar, Hvað er Drottinn að drolla?, birtist á Bókavefnum á Strik.is. Bónus gefur söguna út en Islandsbanki FBA styrkir útgáfu hennar. Fyrsta skáld- saga Auðar Haralds, Hvunn- dagshetjan, kom út árið 1979 og árin á eftir sendi hún frá sér skáldsögur og barnabæk- ur. Hvað er Drottinn að drolla? er fyrsta bókin sem Auður skrifar síðan hún gaf út söguna Ung, há, feig og ljóshærð árið 1987. Hún hef- ur á þessum áram unnið fyrir útvarp, sjónvarp, blöð og tím- arit, auk þess að skrifa leik- rit. Nýjasta leikrit hennar, Góðar hægðir, var frumsýnt sl. fimmtudagskvöld. Skáldsagan Hvað er Drott- inn að drolla? mun birtast í tíu hlutum á Bókavef Striks.is og fjallar um reykvíska konu á miðjum aldri sem fer í tíma- ferðalag aftur til miðalda. Auður Haraids Nýjar bækur • Skáldsagan Þögnin er eftir Vig- dísi Grímsdóttur. Þetta er sjöunda skáldsaga höf- undar en hún hefur jafnframt sent frá sér smá- sögur, Ijóð og barnabók. í kynningu forlagsins á bók- inni segir: „Fáir höfundar takast á við jafnstórar spurningar um manneskjuna og þann heim sem við byggjum af jafnnístandi dirfsku og Vigdís Grímsdótth’. í Þögninni rær hún ef til vill lengra út á djúpið en nokkru sinni fyrr, setur ást og auðsveipni andspænis kúgun og vitfirringu í slíkt samhengi að lesandi getur ekki vikið sér undan ábyrgð. Hver er fórnarlamb og hver er böðull? Hvenær drepur maður mann? I þessu margslungna og vel skrifaða verki þar sem mennska og myrkur leikast á er fátt sem sýnist og eng- ar leiðir auðrataðar, engar lausnir einfaldar.“ Verk Vigdísar hafa komið út víða erlendis, einnig hafa tvö þeirra ver- ið búin í leikform og sýnd bæði hér heima og erlendis. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Islensku bók- menntaverðlaunin 1995. Ugefandi er Iðunn. Bókin er 381 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Leiðbeinandi verð: 4.480 krónur. ---------------- Síðasta sýningarhelgi ÞREMUR einkasýningum í Gerðar- safni, Listasaftii Kópavogs, lýkur um helgina. Það eru sýningar þeirra ívars Val- garðssonar, Jennýjar Guðmunds- dóttur og Valgerðar Hauksdóttur. Sýningarsalurinn er opinn kl. 11- 17. Síðasti sýningai'dagur er á morg- un, sunnudag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.