Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ IU M LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 45 ■u |L Segulmeðferð sögð skila árangri Tlie New York Times Syndieate. Associated Press Áfengið er varasamt, en það er þreytan lfka. Preytan verri en áfengi The Daily Telegraph. NOTKUN seguls í meðferð sjúk- dóma nýtur aukinnar athygli þessa dagana þar sem rannsóknir sýna fram á að segulsvið hafa áhrif á líkamann. Fjöldi rannsókna við þekkta háskóla hafa allar sýnt fram á takmörkuð en hugsanlega mikil- væg not fyrir segul í meðferð nokk- urra kvilla. En vísindamennirnir eru varkárir þótt þeii- séu líka bjartsýnir. „Sumir telja að seglar séu plat og dettur ekki í hug að kanna mögu- leikann. En ég held að þeir lofi góðu og séu þess verðir að vera rannsak- aðir frekar,“ segir lyfjafræðingur- inn Nicole Parker sem var í hópi vísindamanna við Háskólann í Tennessee í Bandaríkjunum sem komst að því að seglar geta dregið úr þrálátum verk í mjaðmagrind. Vísindamenn hafa í þrem öðrum tilfellum greint frá því að rannsókn- ir sem þeir hafi gert - við Browns- háskóla í Providence, Baylor- læknaskólann í Houston og háskól- ann í Virginíu sem allir eru í Banda- Aukaverkanir geta verið varasamar ríkjunum - hafi leitt í ljós að stöðuseglar, þ.e. seglar sem eru festm á ákveðinn stað á líkamanum, geti linað sárauka og flýtt fyrir því að sár grói. Tvær aðrar rannsóknir hafa sýnt að seglar geta enn fremur komið að notum við meðferð geðsjúkdóma. Vísindamenn við Yale-háskóla í Bandaríkjunum komust nýverið að því, að eins konar segulmeðferð dragi úr hljóðofskynjunum geð- klofasjúklinga og rannsókn við há- skólann í Flórída, Gainsville, leiddi í ljós að segulörvun hjálpar fólki með sjúklegt þunglyndi. I öllum þessum tilfellum er enn ekki ljóst hvernig seglar hafa þau áhrif sem þeir virðast hafa. „Vera kann að segulkrafturinn hafi áhrif á sársaukanema í liðamótum eða vöðvum eða lækki sársaukatilfinn- inguna í heilanum,“ segir dr. Carlos Vallbona, prófessor í heimilislækn- ingum, sem var í hópi þeirra er unnu að rannsókninni við Baylor- læknaskólann. En sumar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós nein áhrif af segulmeð- ferð. Til dæmis varð niðurstaðan úr rannsókn, er gerð var við Iækna- miðstöð í Prescott í Arizona í Bandaríkjunum, sú, að segull drægi ekki að neinu marki úr þrálátum verkjum í mjóbaki. Þá getur segulmeðferð haft óæskilegar aukaverkanir.Vísinda- mennirnir við Brown-háskóla kom- ust til dæmis að því að sterk seg- ulsvið hafa greinileg áhrif á einstakar frumur og breyta skipti- mynstri þeirra. Slíkt gæti verið mjög hættulegt fyrir þroska fóst- urs, einkum á fyrstu mánuðum meðgöngu, segir Vallbona. „Það er ekki ráðlegt fyrir vanfærar konur eða fólk með gangráð að fara í seg- ulmeðferð, “sagði hann. VAKI tiltekinn einstaklingur í 17 til 19 klukkustundh’ kann víðbragðs- flýtir hans að skerðast meira en hefði sá hinn sami neytt áfengis um- fram það sem leyfilegt er til að við- komandi megi aka bifreið. Þessi varð alltjent niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn í Ástralíu stóðu að nýyerið. í fjölmörgum tilraunum sem gerð- ar voru til að kanna áhrif svefnleysis á fólk kom í ljós að þeir sem voru hvfldar þurfi voru allt að helmingi lengur að bregðast við en þeir sem drukkið höfðu áfengi. A óvart kom að heldur hóflegur skortur á svefni hefði svo mikil áhrif, en algengt er að t.a.m. vaktavinnufólk sé að störfum í 17 til 19 klukkustundir samfleytt. Að sögn Andrews Williamson, sem er sálfræðingur og starfar við New South Wales-háskóla í Sydney í Astralíu, hafa fáar rannsóknir farið fram á tengslum viðbragðflýtis og svefnleysis. „Algengt er að fólk vaki í 16 tíma samfleytt af margvíslegum ástæðum. Niðurstöður okkar gefa til kynna að eftir svo langa vöku komist þreytan á það stig að það geti haft áhrif á frammistöðu viðkomandi og þar með ógnað öryggi hans og ann- arra,“ segir Williamson. Um ályktanir sínar sagði hann þetta: „Yfirvöld í löndum heims ættu að íhuga gerð staðla til að ti-yggja að fólk sem vakað liefur í 18 klukku- stundir eða lengur iðki ekki athæfi sem felur í sér áhættu á borð við að keyra bifreið, stjórna flugvél eða vél- búnaði.“ í rannsókninni voru áhrif svefn- leysis borin saman við áhrif áfengis- drykkju. í henni tóku þátt 39 manns á þrítugs- og fertugsaldri. Niður- staðan vai’ð sú að eftir 18 tíma vöku var mæld frammistaða þem-a jafn- slæm eða verri en eftir að þeir höfðu drukkið áfengi sem mældist 50 mg á hverja 100 ml blóðs, sem er það mark sem almennt er miðað við á Norðurlöndum. Golfið gott fyrir hjartað New York. Reuters. ÞEIR sem leggja á það stund telja sig flestir vita það - það er hollt að iðka golf. Nú hefur þýsk rannsókn leitt í ljds að íþróttin henti sérlega vel fyr- ir þá sem þjást af hjartveiki. Hjartasjúklingar verða að Ieita hins gullna meðalvegar þegar þeir reyna á sig. Áreynslan á hjartað þarf að vera hæfileg þannig að hún styrki það án þess að álagið á vöðvann verði of mikið. Þar sem golf nýtur vaxandi vin- sælda, ekki síst á meðal hinna eldri, ákváðu nokkrir vís- indamenn við Háskólann í Giessen í Þýskalandi að rannsaka hvort þessi íþrótt væri ekki hentug fyrir þá sem tekið hafa hjartasjúk- dóma. Svo reyndist vera. í rannsókninni tóku þátt 20 menn með hjartveiki. Hjart- slátturinn var mældur og hann borinn saman við átta bráðhressa menn sem einnig tóku þátt. í ljós kom að við það að iðka golfið varð hjart- sláttur hinna hjartveiku sam- Associated Press Flest virðist mæla með golfinu. bærilegur við þann í hinum heilbrigðu. Samt virtist þessi hreyfing, livorki reyna um of á hjartað né kalla fram hækkaðan blóðþrýsting. Dr. Martin Unverdorben og félagar hans gera grein fyrir rannsókninni f október- hefti tímaritsins Medicine and Science in Sports and Exercise. Þar segir m.a: „Þótt það orð fari af golfi að það sé fremur huggulegt áhugamál en alvarleg íþrótt sem reynir á líkamann er því engu að síður þannig farið að iðkun þess hefur veruleg áhrif á þol viðkomandi." I skýrslu sinni segir hópur Unverbotens einnig að golf þjálfí samhæfingu vöðva og hafi jákvæð álirif á Ifkams- burð auk þess sem íþróttin auki félagslegt samneyti iðk- enda. TEN6LAR Medicine and Science in Sports and Exercise :www.msse.org/ Innöndun insúl- íns vekur vonir Jcrúsalcm. AP. VONIR um að sykursýkisjúklingar geti í framtíðinni andað að sér insúl- íni og hætt að nota sprautur hafa glæðst eftir að vísindamenn greindu frá því að innöndun insúlíns virðist virka í að minnsta kosti tvö ár. Hingað tfl hafa vísindamenn aðeins rannsakað hversu áhrifaríkt og ör- uggt er fyrir sjúklinga að anda að sér insúlíni í þrjá mánuði. Niður- stöður þeirra rannsókna lofuðu góðu en ekki var vitað hver niður- staðan yrði ef aðferðin yrði notuð lengur. Niðurstöður fyrstu könnunarinn- ar á langtímaáhrifum innöndunar insúlíns benda til þess að innöndun sé jafnáhrifarík og sprautun og hafi ekki skaðleg áhrif á lungun. Næsta stig rannsókna miðar að því að stað- festa þessar niðurstöður sem voru kynntar á ráðstefnu Evrópusam- taka um sykursýkirannsóknir í Jerúsalem. Sérfræðingar segja að sumir syk- ursýkisjúklingar, til dæmis í þeim tilfellum þegar líkaminn framleiðir ekki insúlín, muni líklega þurfa að búa við sprautur áfram en gætu með þessum hætti dregið úr dagleg- um sprautuskammti. Eleazar Shafr- ir, við Hadassah-háskólasjúkrahús- ið í Jerúsalem, sem ekki tók þátt í rannsókninni, segist efast um að innöndun insúlíns geti komið alveg í staðinn fyrir sprautuskammta. Sagðist hann telja að önnur að- ferð en sprautun gæti helst komið að gagni fyrir börn sem eiga á hættu að fá sykursýki. Sum börn hafa sykursýkimótefni og með- fædda þætti sem auka hættuna á að þau fá sjúkdóminn og hafa rann- sóknir bent til þess að insúlín- skammtar geti komi í veg fyrir sýk- ingu. Innöndunarlyf gætu líka komið að notum fyrir sjúklinga sem þurfa að fá insúlínskammt í skyndilegu neyðartilfelli, sagði Shafrir. Um það bil 150 milljónir manna - um það bil 2% heimsbyggðarinnar - þjást af Associated Press Ör þróun á sér stað í þá átt að sykursýkisjúklingar verði síður háðir sprautunum. sykursýki. Sérfræðingar telja að fjöldi tilfella muni fara yfir 250 milljónir um 2025 vegna aukinnar offitu og óheilsusamlegra lifnaðar- hátta. MAT A UMHVERFISAHRIFUM - NIÐURSTÖÐUR Opið hús á Nesjavöllum laugardaginn 28.október 2000 - frá ki. 13 til 18. Orkuveita Reykjavíkur býður almenningi að koma og kynna sér niðurstöður á mati umhverfisáhrifa Nesjavallavirkjunar - áfanga 4b. Tekið verðurámóti gestum í gestaskála laugardaginn 28.október frá kl. 13 til 18, þar sem niðurstöður um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar munu liggja frammi. Einnig er hægt að kynna sér niðurstöðurnar á vefsíðu Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns sem hefur slóðina www.vgk.is - Orkuveita Reykjavíkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.