Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 58
5£ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF SIGVALDADÓTTIR Eins og að líkum lætur hafði Ólöf á þessum árum ærið að starfa við upp- eldi bamanna og önnur húsmóður- störf, enda þótt hún hefði húshjálp á þessum árum meðan börnin voru að komast á legg, en þau urðu sjö, ein dóttir og sex synir. Pá var ætíð mikill gestagangur á heimilinu, af vinum og skyldfólki, enda bæði mjög gestrisin og einnig vegna þess að fjölmargir áttu erindi við Ara, vegna starfs hans sem vegaverkstjóri, en hann hafði skrifstofu vegna starfsins jafnan í húsi sínu. Pótt Ólöf eins og áður sagði hefði meira en nóg að starfa á heimili sínu á þessum árum, gaf hún sér einnig tíma til að sinna félagsmálum, starf- aði t.d. í Kvenfélagi Borgarness og var allmjög virk á þeim vettvangi. Eg minnist þess að hún var jafnan létt í máli og hafði áhuga fyrir því, sem var efst á baugi hverju sinni. Var hún þá ekki að liggja á skoðun- um sínum, en sagði álit sitt hreint út. Var ætíð ánægjulegt að spjalla við hana. Þá var hún og ætíð mjög ákveðin í stjórnmálaskoðunum sín- um. Okkur hjónum fannst ætíð mjög notalegt að eiga þau Ólöfu og Ara að nágrönnum, þetta fundu líka synir dítkar, er voru á bernskuárum sínum alltíðir gestir í húsi þeirra. Tók Ólöf þeim ætíð með vinsemd og var þeim góð. Eldra son okkar, þá átta ára, lang- aði sérstaklega mikið til að vera sumartíma í sveit og hafði hann víst haft einhver orð þar um við Ólöfu. Hafði hún enga vafninga á, en út- vegaði honum sumardvöl hjá Þor- björgu systur sinni og Kristjáni eig- inmanni hennar, er bjuggu að Seijalandi í Hörðudal. Dvaldi sonur rtkkar á því ágætis heimili næstu fimm sumur. í maímánuði 1959 varð Ólöf fyrir þeirri sáru sorg, að Ari eiginmaður hennar lést af slysförum. Var þetta skelfilegt reiðarslag fyrir hana og bömin, en þrátt fyrir þetta mikla áfall stóð hún næsta keik eftir. Hún bjó áfram með sonum þeirra hjóna, í húsi því, er þau Ari höfðu látið byggja á sínum tíma, var yngsti son- urinn 13 ára er faðir hans lést, en sá elsti 21. Guðbjörg, dóttir þeirra, mun hafa verið flutt úr foreldrahúsum er faðir hennar féll frá. Nokkrum árum síðar giftist Ólöf aftur, Jóni Sigurðssyni ættuðum úr Hraunhreppi í Mýrasýslu. Jón starf- aði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga sem íðírifstofumaður um alllangt skeið. Fljótlega byggðu þau Jón og Ólöf sér nýtt hús í Þórunnargötu 1 í Borgar- nesi, var Ólöf þannig ennþá okkar næsti nágranni. Vegna hrakandi heilsu Jóns varð hann vistmaður á Dvalarheimili aldr- aðra, Borgarnesi, dvaldi hann þar í nokkur ár og andaðist þar. Ólöf fluttist á dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún dvaldist í allmörg ár og andaðist þar. Var hún allmikið hreyfihömluð síð- ustu árin og bundin hjólastól. Þegar Ólöf varð 90 ára, hinn 11. september 1996, var hún stödd í Borgamesi þar sem fjölskylda henn- ar hélt henni veislu í tilefni afmælis- ÚHs. Var afmælisveislan haldin á hennar fyrra heimili, Þómnnargötu 1. Urðu margir af hennar gamla kunningja- og samferðafólki til þess að koma og færa henni heillaóskir í tilefni dagsins. Þótti okkur hjónun- um ánægjulegt að sjá hana sitja þama glaða og reifa eins og svo oft áður, umkringda blómum, bömum sínum, tengdabömum og barna- bömum. Við hjónin sendum börnum Ólafar og öðra venslafólki hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Ólafar Sig- '^aldadóttur. Þorkell Magnússon. Þú sem eldinn átt í hjarta og orku jarðar beislar höfði í. ifiingum þig hvítt kærleiksljósið bjarta, kristallast og lýsir enn á ný. (H.U.) Ég fór í ullarsokka fyrir tveimur vikum áður en ég hélt utan á fund. Ég veit ekki af hverju en mér hefur alltaf þótt svo gott að vera í ullar- sokkunum sem amma prjónaði, hef reyndar aldrei reynt aðra. Sokkarnir era þykkir, þéttir og hlýir, eins og hún. Hún var einstök manneskja, hún amma mín. Þegar ég kynntist henni var hún um sjötugt, ennþá svo lif- andi, atorkusöm og hress. Ég hljóp oft upp túnið og heim til hennar. Þar spiluðum við ólsen, hún drakk kaffi en ég vatn og laumaðist í molakarið á meðan hún sá ekki til, en hún vissi af því. Við náðum aldrei að spila lengi því fyrr en varði vora komnir gestir, enda óvenju gestkvæmt á Þórannar- götu 2. Hún átti stóran frændgarð og mikið af vinum sem hún ræktaði vel. Fólk sótti í hana, hún hafði sterka og góða nærvera, var ráðagóð og skemmtileg. Hún vissi ekkert skemmtilegra en að spila, bæði brids og á orgelið. Það er ógleymanleg minningin sem ég á um hana sitjandi á litla kollinum sem brakaði í við orgelið, svo mikila og tígullega þenjandi orgelið með fót- stigunum, syngjandi ættjarðarlög, hvetjandi okkur krakkana til að taka undir. Amma átti alltaf eitthvað gott. Hún geymdi ýmsar gersemar í kopp- um og kirnum víðsvegar um húsið. Alltaf gaf hún bamabörnunum sín- um 19 afmælis- og jólagjafir. Hún bókstaflega virtist framleiða alls- kyns gjafir, og í vissum skilningi gerði hún það. Hún prjónaði og hekl- aði reiðinnar býsn af fatnaði sem hún notaði til gjafa og ætti öll ættin og fleiri að eiga eitthvað til brúks og minningar um haga hönd hennar og gott hjartalag. Amma mín flíkaði ekki tilfinning- um sínum. Hún hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum en bar sínar tilfinn- ingar í hljóði. Það var hennar stíll og það var allt í lagi. Hún vissi samt ávallt ef eitthvað bjátaði á, og þótt ekki væri það rætt skildi hún það og sýndi samkennd, allt á sinn hátt. Fyrir það er ég þakklátur! Amma mín var ein af fósturlands- ins freyjum sem á sér skýra mynd í fornsögum. Göfug, stórhuga, hörð í horn að taka en jafnframt svo ljúf á sinn einstaka hátt. Hún var ættmóð- ir í orðsins fyllstu merkingu. Fylgdi sínu venslafólki vel eftir og vissi um afdrif allra, allt til kveðjustundar. Amma, ég á eftir að sakna þeirra stunda er ég kom að heimsækja þig á Hrafnistu, hlaupandi út um allt hús leitandi að þér, finnandi þig við spila- borðið á þriðju hæð með öllum körl- unum. (Amma spilaði helst ekki við konurnar því þær vildu bara spila fé- lagsvist. Því var það erfitt þegar karlarnir festust yfir Heimsmeist- arakeppninni í fótbolta, þá var engin að spila við.) Ég á eftir að sakna þess að fá að hella uppá svívirðilega sterkt kaffi fyrir okkur. Ég á eftir að sakna þess að finna súra mjólk í ís- skápnum. Ég á eftir að sakna lyktar- innar í herberginu þínu. Ég á eftir að sakna þess að horfa í augun þín sér- stöku. En fyrst og síðast á ég eftir að sakna hins hvika anda, þinnar miklu visku og kærleikans sem frá þér stafaði. Amma mín, hér era afmæliskvæð- in til þín frá 11. september síðast- liðnum sem aldrei komust til þín á prenti: Þú sem fögur jurtúr jörðu jafnan gleður alla menn. Þú úr blóðsins bergi hörðu borinvarstoglifirenn. Þú ert lífsins aldna elfur ættarstofnsins dýpsta rót. í stormi líkast strái skelfúr stundum ættin við þín hót. Ævinþínerundralöng, ennþá berð samt æskuljóma. Amma mín af þínum söng ómar hljómfall þýðra tóna. (H.U.) Hvíl í friði, elsku amma. Héðinn Unnsteinsson. + Elín Þéra Helga- dóttir fæddist í Keflavík 7. febrúar 1981. Hún lést af slys- förum 22. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Guð- björg Guðjónsdóttir, f. 6. júlí 1950, og Helgi Þór Sigurðs- son, f. 10. nóvember 1935. Stjúpfaðir Elín- ar er Halldór Hall- dórsson, f. 27. mars 1943. Systkini henn- ar Anna Lýdía Helga- dóttir, f. 3. mars 1978, maki Ólafur ívar Jónsson, f. 25. apríl 1975; Theódór Helgi Helgason, f. 31. mars 1984. Upp- eldisforeldrar Elínar eru Aðal- björg Þórólfsdóttir, f. 14. janúar Elsku ástkæra systir okkar. Við getum ekki lýst því hvað við söknum þín mikið hér niðri, en við vitum að þú ert í góðum höndum hjá ömmu, afa og öllum hinum. Það er svo erfitt að skilja af hverju litla systir okkar. Við áttum eftir að gera svo mikið saman, Teddi átti ennþá eftir að leyfa þér að prufa skelli- nöðrana og við áttum eftir að eldast saman. Þú verður alltaf ljósið í lífi okkar og við voram búin að gera ráð fyrir að þú yrðir lengur meðal okkar og við erum ekki enn búin að átta okkur á því að þú sért farin frá okk- ur. Eins og sagt er „Þeir deyja ungir sem Guð elskar mest.“ Þá, ljósið okkar, skiljum við, fyrst að það þurfti að vera einhver, að það varst þú. Þú hafðir allstaðar góð áhrif þar sem þú komst og áttir marga góða vini um allt land og í góðu sambandi við þá alla. Loks varstu komin í starf sem átti vel við þig, umönnunarstarf á sjúkrahúsinu á Stykkishólmi. Þú vildir allt fyrh’ alla gera í þínu starfi, hugsaðir fyrst og fremst um aðra áður en þú hugsaðir um sjálfan þig, áttir til með að sitja eftir vinnutím- ann þinn til þess að dúllast við eldra fólkið. Við viljum fyrst og fremst koma á framfæri hvað þú varst frábær pers- óna, þakka þér fyrir að vera systir okkar, og vitir að við munum elska þig að eilífu. Þín systkini, Anna Lýdía og Theódór Helgi (Teddi). Nú er hún Ella Þóra okkar farinn. Þó að leiðir ykkar Bogga hafi legið í sitthvora áttina þá átti hún alltaf samastað hjá okkur og var alltaf vel- komin. Enda var alltaf svo gaman þegar hún kom í heimsókn. Litlu frændsystkini Bogga, Atli og Þóra tókust á loft, því Ella var alltaf til í að leika og fíflast. Þau sáu ekki sólina fyrir henni og spurðu oft hvort Ella þyrfti ekki að passa þau. Kathýóla litla systir Bogga var al- veg á sama máli. Enda ávallt gott til Ellu að leita ef á þurfti að halda. Ella var mjög barngóð og áttu öll börn vísan stað hjá henni. Hún var alltaf tilbúin að rétta öðram hjálpar- hönd hvort sem hún þekkti þá lítið eða mikið. Það vakti alltaf aðdáun okkar hvað hún var dugleg að gera við hinar og þessar bíldraslurnar með Bogga. Var alveg eins og hinn mesti strákur þegar hún var komin i gallann en eins og heimsdama þegar hún var á leiðinni út að skemmta sér. Það var alltaf svo gaman að spjalla við hana enda var hún svo kát og hreinskilin um allt, og ákveð- in í að lifa lífinu lifandi. Þegar hún var að ráðgera fram- tíðardrauma sem vora stórir og bjartir, Ijómuðu augun svo skært af gleði og eftirvæntingu. Hún átti sér stóra drauma um hús með bílskúr og tvo nýja bíla. Þó gat nægjusem- inn hjá henni verið með eindæmum, það var allt í lagi að vera í hvaða bíldraslu sem Boggi dró heim bara ef það væri miðstöð og þurrkurnar virkuðu. Það er erfitt að skilja af hverju Ella Þóra var tekin á brott en vegir Guðs era órannsakanlegir og 1969 og Kristbjörn Haukur Steinarsson, f. 23. febrúar 1968. Uppeldissystkini Þorbjörg Dagný Kristbjörnsdóttir, f. 21. apríl 1988, Thelma Eyfjörð Jónsdóttir, f. 26. júlí 1987, Steinar Hauk- ur Kristbjörnsson, f. 7. október 1992, og Rannveig Þóra Kristbjörnsdóttir, f. 28. febrúar 2000. Unnusti Elínar er Gunnar Ægir Gunn- arsson, f. 8. apríl 1982. Útför Elínar fer fram frá Kol- beinsstaðakirkju í Kolbeinstaða- hreppi, Snæfellsnesi, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. viljum við þakka íyrir að hafa fengið að kynnast Ellu og fengið að hafa samleið með henni þennan tíma sem okkur var gefin saman. Didda, Kristófer, Helgi, Guðbjörg og systkini, Guð veri með ykkur og styrki í þeirri miklu sorg sem er á vegi ykkar nú. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivöniínótt. Æ, virzt mig að þér taka, Méryíirláttuvaka Þinn engil, svo ég sofi rótt (Þý. S. Egilsson.) Borgþór, Sigþóra, Sif og fjölskykla. Elsku frænka okkar. Þegar pabbi þinn hringdi núna á sunnudaginn 22. október, og sagði mér að þú værir farin frá okkur helltist mikil sorg yfir mig. Elsku frænka mín, svo ung varstu og svo yndislega falleg bæði að innan sem utan. Það sást og heyrðist þegar þú talaðir við litla frænda þinn hann Pétur Þór sem fáir ná til, en þú fékkst hjarta hans strax. Hann fékk að fara með Ellu frænku sinni á rúntinn og borða með henni. Hann kom svo glaður heim og spenntur, „mamma hún Ella frænka er svo góð, og hún gaf mér símanúmerið sitt og sagði að ég mætti alltaf hringja í sig þegar ég vildi“. Ella mín, það á hann ennþá, það var erf- itt að segja honum frá því að guð hefði tekið þig til sín: „Ó, mamma er hún ekki hrædd, en kannski er mamma hennar að passa hana?“ Nei, elsku drengurinn minn nú er hún hjá Guði, og Pétur Þór minn veit hvað hann er góður. „Þá er hún orðin engill,“ sagði hann. Elsku Ella okkar, þú varst engill í þessu lífi og enn meiri nú. Elsku stelpan mín, það lá ýmislegt þungt á þínu unga hjarta. Eins og þú fyndir aldrei þessa elskulegu stelpu sem við sem þekktum þig, sáum í þér. Þitt fallega bros og þín fallega framkoma, þín góðmennska til þeirra sem áttu erf- itt. Ég veit það nú að þú skildir og fannst vanlíðan hjá öðrum, þá gerðir þú allt sem þú gast til að hjálpa. En elsku Ella okkar, nú hefur þú fengið lausnina og svörin sem þú hefur allt- af verið leitandi að. Elsku frænka, við kveðjum þig með mikilli sorg en líka gleði því þú ert komin í fang Föður þíns Almáttuga og líka ömmu og afa sem hafa svo sannarlega tekið á móti Ellu sinni. Elsku Helgi, Gugga, Anna og Teddi okkar, megi guðs vernd vera yfir ykkur í ykkar miklu sorg og missi. „En honum, sem megnar að varð- veita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína, lýtalausa í fögnuði, einum Guði sem frelsar oss fyrir Jesú Krist, Drottin vorn, sé dýrð, hátign, máttur og vald fyrir allar aldir, nú og um allar aldir. Am- en. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn, elsku Ella frænka okkar. Þín frænka, Guðrún Pálína, Georg, Karl Halldór, Svanhildur og Pétur Þór. ELÍNÞÓRA HELGADÓTTIR Kveðja frá Laugargerðisskóla Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum. Að beygja sig undir þann allsherjardóm, sem ævina telur í dögum Við áttum hér saman svo indæla stund, sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrimsson.) Veturinn er genginn í garð, það er fyrsti sunnudagur vetrarins. Dagur- inn heilsar bjartur og fagur hér á Snæfellsnesi. Upp úr hádegi berast okkur þær sorgarfregnir að stúlka úr sveitinni hafi látist. Elín Þóra Helgadóttir hefur kvatt þetta líf, alltof snemma, alltof ung. Hún lauk grannskólaprófi héðan frá Laugar- gerðisskóla fyrir þremur áram. Héðan lá leiðin í annan skóla og síð- an út á vinnumarkaðinn. Lífið brosti við ungri stúlku, sem hafði fundið sinn lífsförunaut og var farin að búa. En skjótt skipast veður í lofti, á and- artaki er Elín Þóra hrifin á brott frá ástvinum sínum, sem standa eftir með sorg í hjarta, en margar góðar minningar. Elsku Didda, Kristbjörn, Thelma, Dagný, Steinar Haukur, Rannveig Þóra, Gunnar Ægir Gunnarsson, foreldrar, systkin, ættingjar og vinir Elínar Þóra. Fyrir hönd nemenda og starfs- fólks Laugargerðisskóla votta ég ykkur okkar dýpstu samúð. Margrét Isaksdóttir skólastjóri. Það er erfitt að lýsa því hvernig mér leið þegar mér var sagt að þú hefðir lent í bílveltu og dáið. Á svona stundum líður hugurinn yfir farinn veg og minningarnar þyrlast upp. Við að labba út í búð og kaupa nammi og við að fara til ömmu og Siggu gömlu til að fara út í búð fyrir þær og fá kannski köku eða kleinu fyrir. Svo var það þannig að ef ég þurfti að fara eitthvert í burtu og þú varst heima fórst þú alltaf til ömmu minnar til að athuga hvort þú þyrftir að fara út í búð fyrir hana, þú varst alltaf tilbúin til að gera allt fyrir alla. Þú varst oft svo hress og skemmti- leg og fljót að sjá skondnu hliðarnar á öllu og þá gátum við rekið upp þvi- líkar hláturrokur að það heyrðist langar leiðir. Við gátum líka rifist eins og hundur og köttur og jafnvel slegist en það leið aldrei langur tími þangað til við urðum vinkonur aftur. Eins er mér svo minnisstætt þegar við vorum svona fimm til sex ára og þú áttir þú að fara til ömmu þinnar í Reykjavík og gista þar yfir eina nótt, okkur fannst þetta svo langt að fara og langur tími að þegar við kvöddumst þá föðmuðumst við og hágrétum þegar þú þurftir að fara upp í bflinn, og þegar þú komst aftur var eins og þú værir búin að vera heillengi í burtu en ekki bara eina nótt. Nú ertu hinsvegar farin í langa ferð og kemur ekki aftur en ég veit að þú lítur við hjá mér í framtíðinni úr andaheimi og ég mun senda þér hugsanir ,1'rá okkar heimi. Ég mun aldrei gleyma þér og þeim tíma sem við áttum saman en við vorum búnar að ganga saman í gegnum súrt og sætt, því oft var lífið þér ekki auð- velt. Við voram eins og samlokur frá því að við fóram að skríða og upp að unglingsárum en þá skildu leiðir okkar því margt breyttist í lífi þínu sem var þér ekki auðvelt og varð til þess að þú varðst mjög ráðvillt, en oft leynist ljós í myrkrinu, þú fórst vestur í sveit til fólks sem var þér mjög gott og sem þú leist svo á sem fjölskyldu þína. En samband okkar slitnaði aldrei alveg og hittumst við alltaf reglulega þó við hefðum ekki sömu áherslur í lífinu, þú fyrir vest- an og ég hér í Keflavík farin að búa og komin með barn. Elsku Ella mín, þú ætlaðir að fara að gera upp ýmislegt í lífi þínu en þérvannst ekki tími til þess hér á jörðu, en ég veit að þú heldur því áfram þar sem þú ert núna og ég er viss um að þér hefur verið ætlað eitthvert mikilvægt verkefni í and- aheimi, þess vegna hefur þú verið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.