Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 67

Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 6- > ____ Utboð Ríkiskaupa - Að gefnu tilefni í Morgunblaðinu hinn 26. október sl. birtist grein, eftir Valgarð Guð- jónsson, framkvæmdastjóra hug- búnaðarfyrii'tækisins Kuggs, þar sem umfjöllunarefnið er útboð Ríkis- kaupa - nr. 12605. Gerð og hýsing samræmds upplýsingakerfis fyrir Hollustuvernd ríkisins, Heilbrigðis- eftirlit sveitarfélaga og embætti yfir- dýralæknis. Ríkiskaup, ábyrgðaraðili útboðs- ins, fagnar þvi að væntanlegir bjóð- endur skuli hafa skoðun á því starfi niðurstöður útboðs og/eða fram- vindu verksins. Ef ábyi’gðaraðili útboðs metur fyrirspurnii’ bjóðenda þess eðlis að hann telur ástæðu til að gera breyt- ingar á útboðskilmálum í þá veru að óhjákvæmilegt sé að fresta opnun tilboða þá er það jafnan gert. Tilgangur slíkrar frestunar er að tryggja bjóðendum nægilegan tíma, í samræmi við breyttar forsendur, til að skila inn hagstæðum tilboðum sem fela í sér sem vandaðastar lausnir. I viðamiklum útboðslýsingum, líkt og umræddri, er það sjaldnast raun- in að lagðar séu fram fullkomlega tæmandi lýsingar og oftast nær má finna einhver atriði sem betur mættu fara. Auðvelt er að taka ein- staka setningar í slíkri lýsingu úr samhengi og leggja mismunandi skilning í þær. Það verður að teljast sanngjöm krafa að hugbúnaðarfyr- irtæki, sem flest hafa mikla reynslu í að vinna með útboðs- og verklýsing- ar, meti þær heildstætt og leitist við að draga upp sem raunhæfasta mynd af viðfangsefninu sem lýst er í þeim. Það hlýtur einnig að vera eðlileg krafa að slíkir tUboðsgjafar notfæri sér tilboðstímann að fullu tU að gaumgæfa framlagðar lýsingar, velti upp mögulegum lausnum og notfæri sér til hins ýtrasta upplýsingaskyldu ábyrgðaraðila útboðs telji þeir tUefni til þess. Ríkiskaup telja að við framkvæmd umrædds útboðs hafi verið farið eftir téðum ákvæðum, að bjóðendum hafi verið tryggður hæfilegur tUboðstími og að upplýsingaskylda ábyrgðarað- ila hafi verið uppfyllt. Væntanlegir bjóðendur, þar með talið hugbúnað- arfyrirtækið Kuggur, sem sendu inn fyrirspurnir í samræmi við skilmála útboðsgagna fengu send svör við þeim sama dag og grein Valgarðs Guðjónssonar birtist í Morgunblað- inu. Þar er að finna svör við flestum þeim dæmum sem hann nefnir ^ grein sinni. Tekið skal fram að hvorki fyrir- tæki Valgarðs né aðiir væntanlegir bjóðendur sáu, í fyrirspurnum sín- um, ástæðu til að óska skriflega eftir frestun á opnunarfundi vegna skil- mála útboðsgagna. Að lokum vilja Ríkiskaup bjóða fulltrúa Kuggs sem og aðra væntanlega tilboðsgjafa vel- komna á opnunarfund vegna útboðs- ins hinn 2. nóvember nk. Jafnframt lýsir stofnunin sig reiðubúna til að taka þátt í uppbyggilegri umræðu um tilhögun og framkvæmd hugbún- aðarútboða á viðeigandi vettvangi í _ framtíðinni. Höfundur er forstjóri Ríkiskaupa. Júlíus S. Ólafsson sem fram fer innan stofnunarinnar en vill jafnframt nota tilefnið til að koma á framfæri upplýsingum um tilhögun og framkvæmd útboða sem ef til vill gætu beint umræðunni í eðlilegri farveg. Slík málefnaleg um- ræða gæti orðið til þess að auka frekar gæði útboða á vegum stofn- unarinnar og þar með aukið árangur þeirra. Útboð Málefnaleg umræða, segir Jiílfus S. Ólafsson, gæti orðið til þess að bæta frekar gæði út- boða á vegum stofnunarinnar. Þess ber þó að geta að margt er enn óunnið við frekari þróun útboða á hugbúnaðarverkefnum, sem ástæða væri að fjalla um frekar, en það er látið bíða betri tíma. Umrætt útboð er framkvæmt á grundvelli gildandi laga og reglu- gerða um opinber innkaup og til- skipana Evrópubandalagsins um op- inber innkaup sem innleiddar voru með gildistöku EES-samningsins í ársbyrjun 1994. Útboðið var auglýst á EES-svæðinu í samræmi við ákvæði þeirra sem taka m.a. til við- miðunarfjárhæða, tilboðstíma og upplýsingaskyldu ábyrgðaraðila. I útboðsgögnunum sem og öðrum útboðsgögnum Ríkiskaupa er at- hygli væntanlegra bjóðenda sérstak- lega vakin á ákvæðum sem í gildi eni um upplýsingaskyldu ábyrgðaraðila útboðs gagnvart væntanlegum bjóð- endum. EES-reglurnar gera ráð fyr- ir að bjóðendur geti sent skriflegar fyrirspumir til ábyrgðaraðila útboðs (í þessu tilviki Ríkiskaupa) í síðasta lagi níu dögum áður en tilboðsfrest- ur rennur út og er honum skylt að svara í síðasta lagi sex dögum áður en fresturinn rennur út. Jafnframt er gert ráð fyrir að ef senda þarf ný gögn eða svar við fyrirspurn til ein- hvers væntanlegs bjóðenda sem þess hefur óskað, skal senda gögnin, fyrirspurnina og svörin til allra sem hafa óskað eftir og fengið send út- boðsgögn. Allar athugasemdir við útboð og framkvæmd þeirra skulu vera skriflegar. Markmiðið með þessum ákvæðum er að tryggja að bjóðendum sé gef- inn kostur á að óska eftir nánari upplýsingum eða skýringum á ákvæðum útboðsgagna eða koma á framfæri athugasemdum við atriði sem þeir telja að geti haft áhrif á - . . .. riggja sæta sðfi og tveir stólar. 129.995 ítölsk leðurhúsgögn eru einstaklega falleg og vönduð hágæðavara; slitsterk og auðveld í HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.