Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 74

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 74
^ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heilsubótar- ^anga Utivistar FE RÐAFÉL AGIÐ Útívist hefur undanfarin ár boðið upp á ókeypis heisubótargöngur. Göngumar hafa verið kallaðar Útívistarræktin, farið hefur verið kl. 18 á mánudögum frá gömlu Fákshúsunum við Elliðaár og Skógræktinni í Fossvogi. Algengt er að 30 - 40 manns mæti í hverja göngu. Nú hefur verið bætt við göngum á laugardögum með brottfor kl. 15 frá sundlaugunum íLaugardal og verður genginn hringur um Laug- ardalinn og farið í sund í lokin. i. Þessar göngur munu verða næstu laugardaga, eða eftir þvi sem áhugi leyfir. Allir eru velkomnir í Útivistar- ræktina. Fyrirlestur um mígreni hjá börnum PÉTUR Lúðvígsson, sérfræðing- ur í taugalækningum barna, flytur erindi á vegum Mígren- samtakanna í safnaðarheimili Háteigskirkju næstkomandi þriðjudagskvöld, 31. október, kl. 20 um mígreni hjá börnum. Um- ræður verða á eftir. Erindið er einkum ætlað foreldrum barna með mígreni svo og öðrum þeim sem áhuga hafa á efninu. Einkenni mígrenis hjá börn- um eru oft önnur en hjá ful- lorðnum, þau fá oft melting- aróþægindi, magaverki og uppköst og sum einnig höfuð- verk. Þau eru oftar bílveik en önnur börn og líkleg til að fá skyndileg uppköst eða svima- köst. En eftir þvf sem börnin eld- ast færast verkirnir yfirleitt frá maganum og upp til höfuðsins. Ýmislegt í lífsháttum barnanna getur komið mígreninu af stað, t.d. ákveðnar fæðutegundir, streita, óregla á svefni eða mat- málstímum eða of mikil líkamleg áreynsla, allir velkomnir. Vara við áformum um sölu Orkubús Vestfjarða AÐALFUNDUR kjördæmisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Vestfjörðum, haldinn á Flateyri 21. október 2000, varar við áformum um sölu Orkubús Vest- fjarða og telur fráleitt að knýja slíka sölu fram sem lið í því að leysa vanda félagslega íbúðakerfisins, segir í ályktun. „Þann vanda ber að leysa með al- mennum aðgerðum ríkisins, sveit- arfélaganna og viðkomandi lána- sjóða óháð öðrum viðfangsefnum sveitarfélaganna. Á sama tíma og einstök sveitar- félög eru að mynda miklar eignir í f Gagnasafni Morgunblaðsins er að finna fréttir og greinar Morgunblaðsins frá árinu 1987 fram á þennan dag. Greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun er auðvelt að finna, hvert sem viðfangsefnið er. Gagnasafnið nýtist öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í starfi, námi og leik. Áskrift frá 2.0Ö0 kr. á mánuði eða lausasala 60 kr. greinin. Áskrifendur geta látið sérstakan Vaka vakta Gagnasafnið og fengið sendan tölvupóst Öflug leitarvél frá AUT0N0MY Með fréttum og greinum fylgja myndir, kort og gröf orkufyrirtækjum og önnur leggja áherslu á stofnun samtaka um orkubú, vill ríkið nú yfirtaka hlut Vestfirðinga í Orkubúi Vestfjarða og láta andvirðið ganga til að greiða skuldir sveitarfélaganna vegna fé- lagslega íbúðakerfisins. Með slíkri ráðstöfun yrðu skertir enn frekar en orðið er möguleikar Vestfirðinga til framtíðaruppbyggingar og tæki- færa við orkuöflun og -dreifingu, öfugt við aðra landshluta sem ætla sér stóran hlut á því sviði. Slíkt get- ur ekki verið til þess fallið að efla og styrkja byggð á Vestfjörðum - þvert á móti er líklegra að með þessu töpuðust störf úr fjórðung- num og ímynd hans yrði skert. Miklu fremur ætti að veita nýju fjármagni til þróunar atvinnutæki- færa, fjölbreyttra leiða til mennt- unar og menningarstarfsemi, sam- göngubóta og samfélagsþjónustu," segir í ályktuninni. Brautarstöð fyrir tvo í bíósal MÍR RÚSSNESKA kvikmyndin Braut- arstöð fyrir tvo verður sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudag- inn 29. október kl. 15. Kvikmynd þessi var gerð 1983 og öðlaðist þegar miklar vinsældir, segir í fréttatilkynningu. Leikstjóri er Edlar Rjazanov en með aðalhlutverkin fara m.a. Ljúdmíla Gúrtsénko, Oleg Basil- ashvili og Nikita Mikhalkov. í myndinni segir frá tónlistarmanni einum sem dæmdur hefur verið í fangelsi. Þegar hann er á leið með járnbrautarlest í fangavistina lengst norður í landi verður hann strandaglópur á einni brautarstöð- inni vegna rifrildis við eina af frammistöðustúlkunum í veitinga- salnum. Þau eiga þó eftir að ná sáttum. Enskur texti er á myndinni og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. ------♦-♦-♦------ Niðjamót NIÐJAMÓT afkomenda Stefáns Jónssonar frá Klifstöðum, Loð- mundarfírði, og Ólínu Þóreyjar Ól- afsdóttur frá Litlu-Hlíð, Vesturdal, Skagafirði, og seinni konu hans Halldóru Sigurðardóttur frá Helgafelli í Svarfaðardal, verður laugardaginn 4. nóvember nk., í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Rvík, kl.14-17. Vinsamlega hafið samb. við eft- irtalda aðila til að fá nánari uppl. og til að tilkynna þátttöku fyrir 28. okt. nk. Sigríður Gunnarsdóttir, Hnausum II, A-Húpavatnssýslu, Bryndís Tómasdóttir/Eyjólfur Hermannsson, Hjálmholti 1, Rvík, Sigrún Páls, Frostafold 6, Rvík, og Ólína Gunnarsdóttir, Fagra- hvammi 2c, Hf. Kynntu þér Gagnasafnið á mbl.is eða hringdu í síma og fáðu nánari upplýsingar. 569 1122 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.