Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 78

Morgunblaðið - 28.10.2000, Síða 78
78 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 BREF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 cj«4n^ Grettir THAT UIAS A PRETW LAPY WHO PATTEP ME ON THE HEAP... BEIN6 LEFT ALONE IN THE CAR ISN'T 50 BAP.. SO UJHO CARE5 IF 5HE 5CRATCHEP OUR POOR UJHEN 5HE 60TOUT OFHERCAR?... -.... Að vera skilinn eftir einn í Þetta var lagleg kona sem Hverjum er því ekki sama þó hún bílnum er ekki svo slæmt.. klappaði mér á kollinn... hafi rispað hurðina hjá okkur þegar hún fór út úr bílnum sínum?... it. Ovelkomin í Ferðafélagsskála Frá Hjálmtý Guðmundssyni: HELGINA 27. október skruppum við hjónin inn í Þórsmörk. Áður hafði ég hringt í Ferðafélag íslands og í Utivist til að spyrjast fyrir um gist- ingu. Hjá Utivist fékk ég þær upp- lýsingar að í Básum væri fullt um helgina en hjá Ferðafélaginu að það væri fullt aðfaranótt sunnudags en nóg pláss á föstudagskvöldið og að- faranótt laugardags og pantaði ég gistingu þá nótt. Ég spurði hvort það yrðu skálaverðir þar og var mér sagt að svo væri. Þegar við komum að skála Ferða- félags íslands í Langadal var þar fyrir hvítur jeppi með einkennis- númerinu „Didda“. Þar var karlmað- ur að taka dót úr jeppanum og sagði ég honum að við ætluðum að gista þarna enda værum við búin að panta gistingu hjá Ferðafélaginu. Hann varð eitthvað skrítinn á svipinn en játaði því að það væri nóg pláss (enda tekur skálinn um 75 manns og er með mörgum herbergjum). Við bjuggumst til að bera dótið inn en þá kom kvenmaður sem kannski er köll- uð Didda, sbr. skrásetningamúmer jeppans. Hún spurði hver hefði sagt að það væri hægt að fá gistingu í skálanum og sagði ég henni að það hefði verið einhver kona á skrifstofu Ferðafélagsins. Hún sagði að það væri skrítið því þau hefðu skálann fyrir sig og hefðu ætlað að vera ein í honum þessa nótt og sagði mér ein- faldlega að við værum ekki velkomin og þau vildu vera laus við okkur. Fyrst hélt ég að þetta væri einhvers konar grín enda hef ég gist í flestum skálum Ferðafélagins á öllum árs- tímum þau rúmlega 30 ár sem ég hef verið í félaginu og aldrei áður fengið slíkar móttökur. Þetta var ekki grín heldur fúlasta alvara (og ég meina fúlasta) og þó við hefðum vafalaust geta troðið okkur inn var það nú ekki tilhlökkunarefni að vera þarna óvel- komin með tveimur fúlum frá Ferða- félaginu. Við hrökkluðumst því aftur til baka og héldum inn í skála Úti- vistar í Básum þó það væri búið að segja okkur að þar væri fullt. Þar voru móttökur með allt öðrum hætti og þar hittum við alvöru útivistarfólk sem sagði okkur að það væri nóg pláss fyrir okkur. Þarna áttum við síðan mjög skemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki og bætti það upp hremmingarnar í Langadal. Það er alveg með ólíkindum ef þetta fólk getur komið fram sem full- trúar Ferðafélags íslands og eins og konu minni varð að orði: „Ég vildi að þetta hefði verið einhverjir ungling- ar, þeir hefðu örugglega tekið vel á móti okkur“ enda er það reynslan af því unga fólki sem hefur verið skála- verðir hjá Ferðafélaginu að það hef- ur verið hjálplegt og vingjarnlegt við gesti og gangandi. Framkoma þessa fólks sem við hittum þarna var hins vegar þeim og Ferðafélaginu til há- borinnar skammar og vonandi hitt- um við þau aldrei aftur. HJÁLMTÝR GUÐMUNDSSON, Kríunesi 8, Garðabæ. Breið bros fímm ára Frá Höllu Magnúsdóttur: BREIÐ bros, hvað er nú það? Breið bros eru samtök foreldra þarna fædd eru með skarð í vör og/eða góm. Samtökin voru stofnuð á fjölmennum fundi 8. nóvember 1995 og verða því 5 ára í næsta mánuði. Af því tilefni verður aðalfundur og fræðslufundur í safnaðarheimili Bústaðakirkju mánudagskvöldið 6. nóvember nk. kl. 20.30 og eru allir sem áhuga hafa velkomnir á fundinn. Breið bros er eitt af mörgum aðildarfélögum Um- hyggju, félags langveikra barna. Breið bros gaf út fyrr á þessu ári myndarlegan fræðslubækling um böm fædd með skarð í vör og/eða góm. Bæklingnum hefur verið dreift víða t.d. á sjúkrahús, heilsugæslu- stöðvar, grunnskóla o.fl. staði. Hægt er að nálgast bækiinginn hjá ein- hverjum stjórnarmeðlima en í stjórn Breiðra brosa eru: Ágúst Hrafnkels- son, formaður, sími: 562-6075, Dýr- leif Guðjónsdóttir, gjaldkeri, simi: 568-0942, Halla Magnúsdóttir, ritari, sími: 565-5542. Guðbjörg Birkis Jónsdóttir, meðstjórnandi, sími: 554- 5645. Nú þegar fræðslubæklingurinn er í höfn er aðalbaráttumál félagsins 100% endurgreiðsla tannréttinga barna fæddra með skarð í vör og/eða góm. Staðan í dag er þannig að Tryggingastofnun ríkisins endur- greiðir 75% af þriggja árs gamalli gjaldskrá en ósamið hefur verið og er enn við tannlækna og tannrétt- ingalækna. Ég greiddi um daginn 40.000 kr. reikning frá tannréttinga- lækni barnsins míns sem er fætt 1991 með tvíklofna vör og góm. End- urgreiðslan nam 22.000 kr. svo nær er að tala um rúmlega 50% endur- greiðslu en ekki 75% endurgreiðslu. Fleiri svona reikningar hafa verið greiddir og eiga eftir að koma næstu árin. Hvað gera foreldrar þegar reikningur upp á 300.000 kr. fyrir tannbrúarsmíði í efri góm unglings- ins kemur? Hrista fram úr erminni ein og hálf mánaðarlaun? Þvílík hneisa fyrir íslenska heilbrigðiskerf- ið en ísland er eina Ewópuríkið að undanskildu Tyrklandi þar sem ekki viðgengst 100% endurgreiðsla á tannréttingar barna með skarð í vör. Ekki græðir ríkið eitthvað á þessu fyrirkomulagi þar sem einungis fæð- ast um 10 börn á ári með þennan fæðingargalla. Nú er lag þegai- aldrei nokkurn tímann áður hefur verið gert ráð fyrir jafnmiklum tekjuafgangi og í íjárlagafrumvarpi ársins 200Í. Að þetta skuli viðgang- ast nú þegar 21. öldin er að ganga í garð og mitt í öllu þessu svokallaða góðæri er íslenska heilbrigðiskerfinu til skammar. HALLA MAGNÚSDÓTTIR, ritari Breiðra brosa, Álfholti 30, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.