Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 92

Morgunblaðið - 28.10.2000, Side 92
♦ Netþjónar 563 3000 + www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Yfírlit fjármáladeildar um bygging- arframkvæmdir Reykjavíkurborgar Þrjú verk fóru 286 milljónir fram úr áætlun Vegfarendur leggja lykkju — á leið sína VEL hefur viðrað til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu í haust, enda veður verið milt. Töluverðar fram- kvæmdir hafa verið á Skólavörðu- stignum og hafa gangandi veg- farendur sumstaðar þurft að leggja lykkju á leið sína. Veðurstofan spá- ir þvi' að um helgina verði vinda- samt á landinu. Hiti verði vel yfir frostmarki, en gera megi ráð fyrir skúrum eða éljum sunnanlands. Morgunblaðið/Golli Breytt byggingar- áform við Vatnsenda BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi hafa ákveðið að koma að nokkru til móts við gagnrýni íbúa á fyr- irhugaða íbúðabyggð við Elliða- vatn og fresta byggingu sex fjögurra hæða fjölbýlishúsa við vatnið. Þegar deiliskipulagstillögur fyrir svæðið voru auglýstar í sumar barst fjöldi athugasemda og á blaðamannafundi, sem bæj- aryfirvöld héldu í gær, var greint frá því hvernig bæjar- stjórnin hygðist afgreiða at- hugasemdirnar. Auk þess að fresta byggingu hæstu blokkanna hefur verið ákveðið að fresta afgreiðslu deiliskipulags á svæðinu milli vatns og vegar, þar til breytt að- alskipulag fyrir svæðið hefur verið afgreitt. ■ Ákvörðun um hæstu/20 YMSAR byggingarframkvæmdir vegna menningarmála hjá Reykja- víkurborg hafa farið 286 milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári. Kemur þetta fram í yfirliti frá fjár- máladeild borgarinnar sem lagt var fram á borgarráðsfundi síðastliðinn þriðjudag um framkvæmdir fyrstu 9 mánuði ársins. Um 100 milljónir eru vegna Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, 167 milljónir vegna bílageymslu og tengibyggingar við Kringluna og 20 milljónir vegna Safnahússins á Tryggvagötu 13. Kostnaður við Listasafn Reykja- víkur í Hafnarhúsinu er kominn í 736 milljónir króna í lok september. Kostnaður á árinu er 310 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 210 miljjóna króna kostnaði og er hækk- unin því um 48%. Kostnaðurinn fer verulega fram úr áætlun sem gerð var í september 1997 og hljóðaði upp á 530 milljónir króna. Endurskoðuð áætlun í desem- ber 1998 hljóðaði upp á 594 milljónir. Sé litið á allt verkið er mest hækkun vegna frágangs innanhúss eða 60 milljónir króna, hækkun vegna raf- kerfis er 58 milljónir, vegna brots og steypu 10 milljónir og vegna pípu- lagna annað eins. Þetta kemur fram í greinargerð frá byggingardeild borgarverkfræðings sem lögð var fram á fundinum og eru þar nefndar Barnabætur hækka - tekjutenging minnkar RÍKISSTJÓRNIN tilkynnti í gær veigamiklar breytingar á barna- bótakerfinu sem hafa það í för með sér að barnabætur hækka í heild um þriðjung á næstu þremur árum. Frumvarp þessa efnis verður kynnt í þingflokkunum eftir helgi og lagt fram á Alþingi um það leyti. Hækkunin verður mest hjá barna- fólki með miðlungstekjur og lágar -íekjur. Kostnaðarauki ríkissjóðs vegna breytinganna er um 2 millj- arðar króna, sem er 500 milljónum meira en ríkisstjórn gaf verkalýðs- forystunni fyrirheit um við gerð síðustu kjarasamninga. Breytingarnar taka gildi á næsta ári og koma til framkvæmda í áföngum til ársins 2003. Dregið er úr tekjutengingu bótanna, sem er samkvæmt gefinni yfirlýsingu rík- isstjómarinnar við gerð kjara- samninga sl. vor. Skerðingarhlut- fall tekna verður lækkað í áföngum um þriðjung og skerðingarmörk hækkuð sem nemur alls rúmum 17%. Auk gefinna loforða í vor ætl- ar ríkisstjórnin að afnema eigna- tengingu barnabóta og setja inn sem hreina viðbót ótekjutengdar barnabætur fyrir börn undir sjö ára aldri. Nemur sú fjárhæð rúm- um 33 þúsund krónum við álagn- ingu næsta árs og upphæðin mun hækka um 3% árið 2002 og 2,75% árið 2003. Segja má að þessar bæt- ur séu nokkurs konar ígildi barna- korta, sem Framsóknarflokkurinn hafði sett fram sem hugmynd, nema hvað mörkin eru dregin við sjö ára aldurinn. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra kynntu breytt barna- bótakerfi í gær. Þeir voru sammála um að þetta væri jákvæð niður- staða fyrir allt barnafólk, ekki síst það sem hefði lægstar tekjur svo ýmsar ástæður fyrir því að ekki tókst að halda kostnaði innan marka: „Þegar áætlun er gerð í septem- ber 1997 er hönnun rétt á byrjunar- stigi og ýmislegt varðandi frágang innanhúss ekki Ijóst. Hönnun og framkvæmd byggist á valinni tillögu. Ófyrirséð verk við bráðabirgða- lagnir og endurnýjun stofnlagna alls hússins. Ófyrirséð verk við breytingu á 65 ára gömlu vörugeymsluhúsi, m.a. á gólfum, gluggum og porthurðum," og nefnt er einnig að tími hafi verið naumur, þensla á vinnumarkaði, hönnun hafi verið breytt eftir að framkvæmdir hófust og ábyrgð á verkinu hafi verið dreifð. Kostnaður við tengibyggingu, torg og bílageymslu við Kringluna, m.a. vegna bókasafns og leikhúss, sem er samvinnuverkefni borgar og eignar- haldsfélags Kringlunnar, hefur hækkað úr 76 milljónum sem fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir í 243 milljónir. í greinargerð fjármála- deildar segir m.a. um verkefnið: „Ljóst er að kostnaður við fram- kvæmdina hefur farið langt fram úr eðlilegum mörkum og unnið er að því að fara yfir alla helstu kostnaðar- þætti.“ Þessi mál koma aftur til umræðu á borgarráðsfundi á þriðjudag. og millitekjufólk. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að breyt- ingarnar væru mikið innlegg í þær kjaraviðræður sem nú ættu sér stað. Það væri ekki lítið mál þegar stórir þjóðfélagshópar fengju 3% kaupmáttaraukningu. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, segist í samtali við Morgun- blaðið í dag vera ánægður með að ríkisstjórnin skuli nú hafa staðið við gefin loforð frá síðustu kjara- samningum. Þetta hafi verið mikil- vægur þáttur við samningagerðina. ■ Kostnaðarauki/6 Fékk yfír sig vítis- sóda og brenndist MAÐUR fékk yfir sig vítis- sóda er hann var við vinnu sína í fiskimjölsverksmiðjunni Fiskimjöli og lýsi í Grindavík í gærkvöldi. Hann brenndist töluvert á andliti og á líkama, að sögn lögreglunnar í Kefla- vík. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur á Landspítalann í Fossvogi. Að sögn læknis er hann með brunasár í augum, andliti og víðar. Alvarlegustu áverkarn- ir séu þó brunasái- í augum. Maðurinn, sem er um fimm- tugt, gekkst undir ítarlega augnrannsókn í gærkvöldi. Opin laugardag frá kl. 10 til 16 og sunnudag frá kl. 13 til 17 HEKLA íforystu á nýrri öld! Hækkun dollara kallar á bensínhækkun GEIR Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, segir að breytingar á heimsmarkaðsverði olíu kalli ekki á verðbreytingar hér á landi um næstu mánaðamót. Hins vegar hljóti hækkun dollara fyrr en síðar að leiða til verðhækkunar. Miklar sveiflur voru á heims- markaðsverði olíu í þessum mán- uði. Geir sagði að meðalverð á bensíni í október hefði hins vegar lítið breyst frá septembermánuði, farið úr 3,25 kr. í 3,22 kr. Sama staða væri varðandi skipagasolíu. Geir sagði að mjög erfitt væri fyrir olíufélögin að verjast hækkun á verði dollars og hún myndi hafa áhrif á bensínverð hér á landi. Um síðustu mánaðamót var dollarinn á 83 kr. en hann er nú í 88 kr. OPEC-ríkin hafa boðað að fram- leiðsla á hráolíu verði aukin í næstu viku. Nokkur ótti er við skort á gasolíu til húskyndingar í Bandaríkjunum, en birgðir þar eru nú taldar vera um 30% minni en á sama tíma í íyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.