Skírnir - 01.01.1856, Blaðsíða 47
England.
FRÉTTIR.
49
öllum sköttum og skyldum landsmanna. Landstjóri e&ur fulltrúi
konúngs getur neitab lögumj en gjörir þa& aldrei, nema ef þau koma
í bága vi& helgi konúngdómsins. — Mön hefir svipa&a stjórnar-
skipun. þíngmenn eru 24, nú eru þeir sjálfkjömir, á&ur vora
þeir kosnir af skattbændum. þeir hafa löggjafarvald í öllum sínum
málum. Dómum má stefna til löggjafarþíngsins og síban til land-
stjóra, og ab lyktum til leyndarrá&s Engla drottníngar. Eyjamenn
era 45,000 a& tölu. — þab er góbur vottur um frjálslyndi Eng-
lendinga, ab þeir láta svona litlar eyjar hafa svo mikib frelsi í öll-
um málum sínum, og er þab því merkilegra mef) Mön, meb því
hún var á&ur léni Stanleys jarls af Derby, en síbar keypti Englands
stjórn a& ni&jum hans öll yfirráf) hans yfir eyjunni árif) 1765. 1826
kom eyjan mef) öllu undir vald Bretlands; en samt halda eyjar-
skeggjar stjórnarskipun sinni hinni fornu.1
Mef) ári hverju leggja Englar lönd undir sig, þótt ekki sé þaf)
svo mjög mef) herskildi. Nú hafa þeir gjört kaupsamníng vif) Ja-
pansmenn, líkan þeim er Vesturheimsmenn gjörfu í fyrra; annan
kaupsamníng hafa þeir gjört vi& ríkib Síam, er liggur fyrir austan
lönd þeirra á Indlandi; þeir hafa og enn fengib meiri verzlunarráb
á Kínverjalandi en a& undanförnu, og auka þeir vald sitt og yfirrá&
í Austurálfunni á allar hendiu-. Eyálfan lýtur a& miklu undir vald
Englendínga, nú era þar stofna& tvö ríki, sem á&ur er sagt, og
mannfjöldinn vex ó&um. Frá Bretlandi fóru 1851 til Eyálfunnar
21,532 menn, og ári& eptir 87,881, auk þess sem fór frá ö&rum
löndum Nor&urálfunnar. Frá Bretlandi hafa flutzt til 1854 fullar 4
miljónir manna til ýmsra landa; allur helmíngur þessara manna var
frá írlandi. Meginland Eyálfunnar er kalla& Holland hi& nýja, því
Hollendíngar fundu þa& fyrstir á öndver&ri 17. öld. þa& er 140,000
ferskeyttar mílur a& stær&. 1851 voru landsmenn 450,000, af
þeim voru 400,000 ætta&ir úr Nor&urálfunni, en 50,000 kynbor-
inna þarlandsmanna, þeir eru allir blámenn; koma þá 3 menn á
hverja ferskeytta mílu. í Nor&urálfimni er ætla& a& 1464 menn
sé á fersk. mílu, í Austurálfunni 960, í Su&urálfunni 84 og í Vestur-
’) Jjetta, höfum vér tekið eptir Mo Culloch. A Diclionary, geograpliical,
hútorical and statistical.
4