Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 10
12
ALMENN TÍÐINDI.
og frá Cap de Verde til Sierre Leone fram með vesturströnd
Afríku. Sú lína er lenging línunnar frá Cadix, og verður færð
suður til Góðrarvonarhöfða. Enn fremur frá Zanzíbar til
Mosambique, frá Jash (á austurströnd Afríku) til eyjar i Persa-
flóa, sem Búshire heitir, og frá Port Hamilton (sunnanvert við
Korea) til eyja austur frá Shanghai (á Sínlandi), sem Söðuleyjar
heita. Af landlínum voru þær flestar og lengstar, sem lagðar
voru í Asíu, einkanlega á Sinlandi, og er því nú ákaft áfram
haldið. Við árslok í fyrra áttu 26 hlutbrjefafjelög kaflínur, sem
náðu yfir 98,540 enskar mílur, en þær sem rikjaeign voru yfir
að eins 7000. Talið að fjelögin hafi 63 milliónir króna i árs-
tekjur. Margir fara nú fram á, að ríkin kaupi allar kaflínur,
auki þær sem þörf býður og hieypi drjúgum niður frjettaflutn-
ingsgjaldinu, en mörg fjelaganna eru heldur frek til fjárins.
Um sósfalismns og sósfalista.
Inngangsorð. þegar kenningunum um nýtt ríki, kær-
leika, jafnaðar og rjettlætis voru fyrstu brautir ruddar, talaði
einn postulanna um «andvörp og eptirvænting allrar skepnu».
Slíkthefir opt verið endurtekið með sömuorðum eða breyttum oger
það á sína vísu enn. Allir bíða enn betri tíma. Ríkið kom, það
stendur enn, það er heimsins mesta stórveldi, og það vill færa
út endimörk sín, leggja undir sig gjörvalla veröld. f>að hefir
átt og á enn í stríði og styrjöld, og þetta eflir þrótt og orku
— en stríðið er ekki að eins við fjendurna fyrir utan, en líka
fyrir innan eigin endimerki. Ríki Krists hefir orðið, eins og
hvert annað ríki, að berjazt fyrir innri þrifum, fyrir framstigi
mannanna að andlegu og eilífu miði. Hjer hefir borið fram,
og hefir opt þokað aptur, en mönnum hefir æ orðið ljósara,
hve rjettlætinu var vangegnt, hve daufa eigingirnin gerði
menn við boðum jafnaðar og kærleika. A sumum timum er meir
tekið eptir, enn á öðrum, andvörpum þeirra og stunum, sem
byrðarnar bera og þrá lausn undan oki; rödd sannleikans
kveður þá hærra upp úr enn að venju, 6n optast hættir þó