Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 18
20
ALMENN TÍÐINDI.
að þýzkir verkmenn í liði sósíalista rynnu undir merki fjand-
manna þýzkalands. — þetta styður það sem bent var á í al-
menna kafla siðasta árgangs þessa rits, að stjórnendur rikjanna
skirrðust styrjöld, með fram að minnsta kosti, af því þeir væru
hræddir um, að hún hefði byltingar í för með sjer.
Byltingamörk á núlegri skipun þegnfjelagsins.
þegar aðrir eins menn og Bismarck mæla svo sem hjer var
greint, þá er sem þeir heyri veðrahvin í lopti, þá má kalla,
að þeir spái þvi, sem byltingamenninir sjálfir hóta. En svo
taka og aðrir menn undir, vel hyggjandi menn, vinir mann-
úðlegra framfara, sem taka eptir táknum timanna, sem sjá
öðrum glöggvara annmarka aldarfarsins, mein sjálfrar hinnar
kristnu þjóðmenningar. Einn af þeim fræðimönnum, sem flest-
um þykir skara þar fram úr sem til rannsókna kemur um eðlis-
ástand fjelagskipunarinnar, um lög hennar og stefnu, er rithöf-
undurinn Henry George, { Bandarikjunum í Norðurameríku,
sem fyr er nefndur. Elann hefir rekið aptur mörg kenninga-
atriði hinna fyrri hagfræðinga eða auðfræðinga, t. d. i ritum
sem heita «Progress and poverty (framfarir og fátækt)» og
«Social problems (verkefni þegnlegs sambands)». því verður
ekki neitað, að hann heldur hjer sumu sem fastast fram, sem
er höfuðmergur i kenningum sósíalista. Hann tekur ekki
einungis hart á misdeild auðs og gæða, en hann sýnir líka fram
á, að hún hljóti að fara vaxandi, að fátækt og volæði hljóti
að aukast að sama hófi, sem nýjar uppgötvanir flýti fyrir fram-
leizlu allra muna, nema eignarásigkomulagið hverfi úr hinu
forna fari. Hann leiðir mönnum fyrir sjónir (í hinu síðar-
nefnda riti), hversu vandfarið þar sje með «vænan grip», þar
sem þjóðmenningin er, með öllum uppgótvunum sínum og
framförum. Hún hafi jöfnum höndum fundið aflvjelar til fram-
leizlu og eyðileggingar. Menn geta nú á skömmum tíma —
[>au eru þýdd á dönsku í Noregi, og heita: «Fremskridt og
Fattigdom<i og «Samfundsspergmaah, og vjer þykjumst vísa þar
til góðrar kynningar, er vjer ráðum löndum vorum til að kynna
sjer þessar bækur.