Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 19
ALMENN TÍÐINDI.
21
já á svipstundu — unnið meir til tjóns og hörmunga borgum
og bygðum, enn unnið var í margra ára styrjöldum fyrri tíma.
— Vjer færum hjer dáltið sýnishorn af hugvekjum ritsins:
«Frá hinum fyrri öldum verður ekkert fundið til jafnaðar
við hinar skjótlegu ummyndanir þjóðmenningarlífsins á vorum
dögum. Svo mætti virðast, sem að líf mannsins — já, hins
evrópukynjaða — byrjaði ekki fyr en á nítjándu öldinni, sem
hann eigi fyr hafi vaknað við atgerfi sinu, eða fengið tól og
tæki í hendur. Aður mjakaði öllu svo seint og seiglulega
áfram, nú er allt á fleygiferð. Fyrst kemst hraði á framfarir
verknaðarins, og öfl náttúrunnar verða að hamhleypum vinn-
unnar. |>essar ummyndanir hafa aðrar í för með sjer, þær sem
varða sjálft þegnfjelagið og þess skipun. Við það að skjótt
skilar áfram, hvað verknað, iðnaðaraðferð og fl. snertir, breytist
ástandið í þegnsambandinu, og af því hlýtur að leiða kröfur
um breytta skipun. Við slíkar framfarir vaxa þegnfjelögin upp
úr lögum sínum og tilskipunum eins og börnin upp úr fötunum
Framförunum verður að fylgja aukið skyn á öllu sem til allrar
stjórnar heyrir, og hjer þarf þvi betur til alls að gæta, því
hraðara sem áfram skilar».
«Hver ókennd áhrif hinar skjótlegu ummyndanir á vorum
dögurn hafa á hugi manna, hvernig þær vekja til athvglis og
varúðar, er alstaðar hægt at skynja. Alstaðar er sem á boð-
um brjóti, sem stóröldur eigi að ríða yfir allan hinn mennt-
aða heim. Trúin er á förum, sannfæring manna sem á hverf-
anda hveli, en þeir kraptar veiklast, sem hafa haldið uppi hinni
fyrri skipun. Pólitiskt fyrirkomulag er eins hverfult í lýðveld-
um Ameríku og í konungaríkjum Evrópu. Hver sem stjórnar-
skipunin er, þá vex órói lýðsins á öllum stöðum og menn
fálma í blindni eptir úrræðum, vilja brjótast undan óþolandi
fargi. Menn kenna æsingaseggjunum um slíkt ástand, en það
er eins rangt og að segja, að kaldan komi af hröðum æðar-
slætti. Nei, það er vínið nýja, sem ólgar i gömlum ilátum!»
Henry George sýnir hvað það er, sem alstaðar veldur
óværðinni og gerir ókominn tíma svo ískyggilegan. Hann
leiðir mönnum fyrir sjónir hinn hræðilega mun á lífskjörum