Skírnir - 01.01.1887, Side 31
ENGLAND.
33
hvar fremur hikun enn hugarstæling brá fyrir í frammistöðu
þeirra utanrikis, t. d. gagnvart Rússum og jafnvel þjóðverjum').
Torýmenn, eða þeirra skörungar sitja nú við stjórnina, og þó
þeim sje heldur enn hinum trúað til einurðar og röskleika í
utanríkismálum, virðist nú minna ætla úr þeim að rekjast, enn
margir höfðu við búizt, í tilhlutun þeirra til málanna á austur-
jaðri álfu vorrar og á öðrum stöðum, þar sem England þykist
þurfa að hafa hönd í bagga. Stundum stórbretalega látið, þó
því fylgdi minna enn margir ætluðu.
Vjer tökum nú til sjálfra málanna. «Víða liggja vega-
mót» — það má um Breta og Rússa segja. J>eir mætast viða
á austurvegum heimsins, á Afganalandi, við Kyrrahaf, í Persíu,
við Svartahaf og í Miklagarði. Stundum lítið um kveðjur og
stundum sldljast þeir «sáttir að kalla». þeir munu ekki enn
skildir til fulls á Afganalandi. j>eir áttu rúmar fimm mílur
eptir til fljótsins Amu Darja, þar sem stika skyldi landamerki
milli Afganalands og Búkhara, en hjer kom i þrætu um landspetti
— í sumum blöðum kallað Wakhan, öðrum Kódsja Salhe —,
en það höfðu Afganar unnið frá grönnum sínum fyrir 30 ár-
um og því haldið siðan átölulaust. Ekki um annað að tala,
enn að því skyldi skilað aptur «emírnum» afBúlchara, vini Rússa og
skjólstæðingi. Rússar heimta, að landamerkin verði sett átta
miium sunnar, enn hinir ætluðust til. Nú er hætt við landa-
merkjagöngur að sinni, og nefndir hvorratveggju heim kvaddar.
Hvort sem hún verður upp aptur tekin eða ekki, efast fæstir
um, að Rússar hafi sitt fram, sem þeir höfðu, þegar deilt var
um Súlfagarskarðið.
það var fyrir eptirgangsmuni þeirra Beaconsfields jarls og
Salisburys lávarðar, að greinin um «frihöfn» við Batum (austan-
megin við Svartahaf) komst inn í Berlinarsáttmálann. Greinin
var sjerílagi verzlun Englendinga i hag þar eystra, því frá
Batum er hægt um flutninga til Persiu og annara landa. Að
miðju sumri gerðu Rússar Englendingum þann grikk að ógilda
greinina, og tóku þegar til virkjagerðar við Batum. Viggar
') í kappsókn þeirra til nýlendueigna í Afríku og Eyjaálfunni.