Skírnir - 01.01.1887, Síða 35
ENGLAND.
37
ingar þeirra útaf málunum á Bolgaralandi komið þar niður, að
þeir mættu ekki gefa upp Egiptaland til fulls, þó þeir hefðu
lokið þar þeim erindum, sem nú var á vikið. þeir yrðu að
hafa þar gagngert lið á verði og vaka yfir leiðarsundinu um
Suess-eiðið. það eru Frakkar sem tíðast inna til um þetta
má!, og við slík ummæli i enskum blöðum verða hin frönsku
blöð bæði byrst og óstýrilát, og mæla nær því heiptaryrði til
Englendinga. þau tala um þá sem aðskotadýr á Egiptalandi
og i Miðjarðarhafi, minna á að leiðarsundið sje til orðið fyrir
franskt hugvit og framtakssemi, minnast þess með gremju, að
Frakkar hafi látið þá komast í fyrirrúmið á Egiptalandi, og
þar frameptir. Já, blaðið «La France» komst í haust svo að orði,
að Frökkum væri í raun og veru nær og þarfara að ná hinni
fyrri ráðastöð sinni á Egiptalandi og sækja til forræðis við
Miðjarðarhaf, enn að leggja hug á endurvinning þeirra hjeraða,
sem þeir misstu 1871. Vjer leiðum hjá oss að flytja fleira af
þessari blaðarimmu, sem kom við mart fleira enn Egiptaland,
en getum þess, að Freycinet, stjórnarforseti Frakka, rjeðst til
meðalgöngu og bað landa sína trúa sjer til, að stjórnin í
Lundúnum hefði skýlaust lofað að yfirgefa Egiptaland, þegar
þar væri allt í kring komið, en henni væri vorkun, þó hún
gæti ekki sagt, hvenær þar kæmi. þessu þá samsinnt og vin-
gjarnlega tekið í stjórnarblöðunum ensku. I hinum fyrri ár-
gö ngum þessa rits hefir verið sýnt, hvernig egipzka málið er
þáttað við hið «austræna», og af því sem hjer var á vikið má
sjá, hverja meinþræði það hefir í sjer fólgna fyrir hinar vest-
lægu stórþjóðir álfu vorrar sjerílagi.
Aðaltíðindin hafa gerzt innanríkis, og þau er til stjórnar
koma, hafa hlotizt af deilunni við Ira, eða sjálfsforræðisflokkinn á
Irlandi, en frjettunum í fyrra lauk þar, sem sjá mátti, að málið
var orðið að höfuðflokkadeilu, að ríkisdeilu hins stórbrezka
ríkis. Til forvígis fyrir kröfum Ira hafði Gladstone ráðizt og
með honum margir beztu skörungar Englendinga. En með
því að hjer hefir til engra úrslita dregið, þá þykir oss bezt
við eiga, að fara sem styttst yfir tíðindasöguna, enda mun
vart meiri enn fyrsti kapítulinn af lausnarsögu Ira «út kominn»,