Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 38
40
ENGLAND.
varð ekki. Forustumenn framsóknarflokksins hurfu ekki undir
hans merki, en gengu í lið með Hartington lávarði og kom
svo upp nýr flokkur, sem hafði sjer fyrir herkall: «einingar-
heild hins brezka ríkis », og því kallast nú þeir menn «úníón-
istar» (einingarmenn). Ætla má, að Gladstone hafi sárnað,
þegar hann sá John Bright gamla kominn í mótstöðuflokkinn,
mælandi þar sömu fordæmingarorð um «heimastjórnar»-frum-
varpið og alla hans fyrirhugan. Bright hefir þrisvar setið í
ráðaneyti Gladstones á síðustu 20 árum. Hann skrifaði Glad-
stone brjef, þar sem hann játaði að vísu, að sjer hefði sáran
sviðið, er hann hefði hlotið að taka til mótmæla gegn ráði
vinar síns, en hann yrði að standa við það, sem hann hefði
sagt i ræðu sinni til kjósenda sinna í Manchester, að stjórnar-
forsetinn færi nú með erindi fjandmanna hins enska rikis, og
þeir biðu að eins eptir, hvað honum frekara gæti tekizt því
til sundurlausnar. — Kosningunum var lokið i miðjum júli-
mánuði með fullum ósigri fyrir Gladstone og hans liða. Undir
merki Salisburys 316, «úniónista» 76, og hjer til móts höfðu
þeir Gladstone og Parnell 192 -j- 86.
Af þessu sjest, að Gladstone hafði rjett að mæla, þegar
hann sagði, að hann hefði ekki borið lægra hlut fyrir Torý-
liðum. þvi stóð líka kempan jafnörugg uppi eptir kosning-
arnar, sem á undan. Um það er hann sagði af sjer (21. eða
22. júlí) hafði frakkneskur frjettaritari tal af honum. G. sagð-
ist að vísu vera þreyttur — hann hefir 7 um sjötugt — og
hann mundi una því vel að taka næði á sig, og sýsla við allt
önnur störf enn að undanförnu. «En er það rjett fyrir mig»,
sagði hann «að draga mig i hlje ? Mundu menn ekki bregða
mjer um, að jeg hefði kveikt mikinn eld gremju og reiði, og
vakið hjá öðrum mikia eptirvænting, en skilizt svo við allt
saman, áður enn jeg hefði reynt að slökkva eldinn annarar
hann sig mót jörðu eins og svala í stormi». pó frumvarpið væri
fallið, stæði frumhugsun þess óliögguð. Kjósendurnir kynnu að
ráða því enn bana, en málið sjálft risi upp aptur og aptur unz sigur
ynnist, og friður yrði afrekaður hinu enska ríki.