Skírnir - 01.01.1887, Síða 40
42
ENGLAND.
aptur óaldarúrræðin, eru þeim harðræðisatfarir af öllu visastar.
Einn af þingmönnum Ira, Dillon að nafni, gekkst i haust fyrir
þeim óiagasamtökum, að leiguliðarnir skyldu bjóða landeigna-
mönnum það af landskuldum, sem ástand þeirra leyfði, og
vildu þeir ekki veita þvi viðtöku, skyldi það afhent tii geymslu
skilvísum mönnum, en það leið ekki á löngu, áður hann var
tekinn fastur og látinn sæta dómi fyrir samsærisráð. Stjórnin
heidur svo mikið lið til löggæzlu á Irlandi, að henni verður
hægt um að setja landið í hervörzlu, ef á þarf að halda. Á
ymsum stöðum hafa óskilamenn verið reknir í haust frá jörð-
um, og hafa hermannasveitir verið alstaðar til taks, þar sem
mótþróa var freistað. jþað hefir líka verið stöðugt viðkvæði
Torýráðherranna, t. d. Salisburys og Churchills, að fyrst riði á
að bæla niður allar ólagatilraunir og griðspell á Irlandi, og að
því búnu skyldi reynt að koma meira forræðissniði á borga-
stjórn og hjeraða, en Salisbury bætti hjer við: «þegar slíkt
væri fyrst leitt í lög á Englandi og Skotlandi».
Sá hlutur finnst í máli íra, sem líkja má við illan óleik í
tafii, og það er, að þeir eru ekki einir um byggð lands síns.
norðurpartinum, Ulster, því hjeraði sem bezt er ræktað og
þar sem mest ber á þrifnaði og framförum í öðrum greinum,
er meira enn helmingur fólksins prótestantatrúar, eða, sem
vjer höfum sjeð talið, allt að einni millíón manna. Hjer hóf-
ust þau fjelög i lok síðustu aldar, sem heita Órangistafjelög
(sjá «Sldrni» 1884 38. bls.), en þau halda og hafa ávallt
haldið liði sínu til baráttu við kaþólska trú og irskt þjóðerni.
Prótestantar á Irlandi eru þar aðkomnir, flestir frá Skotlandi
og börn presbytersku- eða öldunga kirkjunnar. það eru þessir
menn og fjelög þeirra, sem hafa hótað að taka til vopna, ef
þeir yrðu «ofurseldir í hendur írsku þjóðarþingi í Dýflinni».
Frá æsingum fjelaganna munu flestar þær illu viðureignir hafa
stafað, sem gerzt hafa í þeim parti landsins umliðið ár, en
hvergi meira að þeim kveðið enn i Belfast, höfuðbæ hjeraðs-
ins. Hjer urðu í fjögur skipti áhlaup og atvíg með grjótkasti
og skotum, sem urðu mörgum til bana og lemstrunar í hvorum-
tveggja flokki og af löggæzluliðinu. Fyrstu hriðirnar urðu i