Skírnir - 01.01.1887, Side 41
ENGLAND.
43
júní, bæði í Belfast og víðar, þegar sú fregn kom þangað, að
Gladstones frumvarpi væri hrundið, og höfðu hjer nokkrir
menn bæði líftjón og meiðingar. Ospaklegt viða og hávaða-
samt um kosningatímann, þó slysalaust gengi að mestu á
Irlandi, nema í Dýflinni, en eptir kosningarnar urðu nýjar
hríðir í Belfast, harðari og mannskæðari enn hinar fyrri. J>ær
stóðu frá 7. til 9. ágúst, með hvildum á milli, og höfðu hjer
12 menn bana, en 150 lemstruðust. Eptir það skyldu ekki
færri enn 6500 hermanna og löggæzlumanna gæta griða í bæn-
um, og þó tókst leikurinn upp viku síðar. Flokkarnir höfðu
skotizt á 400 skota — því hvorutveggju höfðu til bardaga bú-
izt — þegar varðliðinu tókst að skilja þá. Nýjar róstur urðu
enn í Belfast (í þrjá daga) seint i september, og var hjer enn
af mörgum dauðum gengið, en hinir langt um fleiri, sem sár
og meiðingar fengu. Ef oss minnir rjett, voru það prótestantar,
sem vöktu í hvert skipti óeirðahríðirnar. — J>að er satt, að
slik úlfúð, kveikt af þjóðernisrýg og trúar, er illur hængur á
írska málinu, en þar sjest lika munurinn á ráði Gladstones og
mótstöðumanna hans, er hann ætlar, að Irum lærist svo bezt
rjettsæi við hina, ef rjettlætinu verður við þá sjálfa gegnt, og
að samkomulagið batni smásaman að sama hófi, þegar stundir
líða. þar á móti verður ekki betur sjeð, enn að mótstöðu-
menn hans treysti enn mest á sigursæli afls og ofríkis. — Sem
vita mátti hafa Irar nú líka kannazt við, hvert traust þeir eiga,
þar sem Gladstone er. I byrjun októbermánaðar heimsóttu
hann 40 manns frá Irlandi, borgarstjórar og fleiri menn frá
ymsum írskum borgum, og færðu honum þaðan skrautleg skjöl
með heiðursborgaranefnu, og þar að auki feikna mikla ávarps-
skrá með nöfnum 500,000 írskra kvenna. Hún stóð ekki minna enn
fimmtíu fjórðunga, Ávarpinu svaraði Gladstone í löngu eiindi,
og bað gestina trúa sjer til, að hann hefði tekið hvíld á sig,
ef hann hefði ekki treyst því, að sjer mætti enn takast að
vinna það fyrir sjálfsforræðismál Irlands, sem skyti því áleiðis.
— þess má hjer geta, að írar sáu mjög eptir öðrum manni,
þegar ráðherraskiptin urðu; það var Aberdeen lávarður, sem
Gladstone hafði kosið til varakonungs á írlandi. þegar hann