Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 65
FRAKKLA.ND.
67
stjórnarráði páfans, og stundum farið fram á afnám hinna
gömlu samninga (concordat) og fullan aðskilnað milli ríkis og
kirkju. Hjer hafa á fleiri runnið tvær grímur enn fríhyggjendur
og óvini klerka, en stjórninni og öldungadeildinni hefir tekizt
hingað til að eyða flestu af því tagi, en þó stóð svo til orða tekið
i yfirlýsing hins nýja ráðaneytis, að aðskilnaðarmálið yrði til
greina bráðum að taka, ef klerkdómurinn kynni sjer ekki hóf,
og hlutaðist svo til þegnlegra mála (kosninga), að þjóðveldinu
stæði hætta af. Afþessu má samt skynja, að páfinn yrði áhyggju-
fullur um hjörð sína á Frakklandi. I sumar leið ætlaði enn að fara i
bága með stjórn Frakklands og páfastólnum, en það bar hjer til,
að frá keisara Sínlendinga kom i byrjun ársins sem leið sendi-
maður enskur, John Dunn að nafni, til Rómaborgar og bauð
páfanum að taka við erindreka (mmtius) hans í Peking, ef hann
vildi slíkan senda, og skyldi honum selt í hendur umsjár- og
verndar-umboð yfir öllum kaþólskum mönnum á Sínlandi.
Með þetta umboð hafa hingað til Frakkar farið og heimiluðu
sjer það í sáttmálanum, sem gerður var i Tjentsin 1858. Páf-
anum þótti hjer vant vel boðnu að neita, en komst í mestu
klípu og þóttist ekki geta neitt af ráðið fyr enn hann ljeti
stjórnina i París vita, hvað i efni væri. Annars var síðar sagt,
að stjórn Sínlandskeisara hefði fyrir all-löngu innt brjeflega til
um málið við Leó páfa, og brjef hefðu hjer milli farið, þó á
engu væri látið bera. Freycinet sá skjótt hvað hjer bjó undir,
að Sínlendingar vildu hefna ókostanna, sem þeir hlutu að
ganga að í Tjentsinsáttmálanum nýja (11. mai 1884), er þeir
afsöluðu sjer drottinvaldi yfir Tonkin og Anam, og leyfðu
Frökkum að kasta eign sinni á hið fyr nefnda land. Með
öðrum orðum: þeir freistuðu Leós páfa með árennilegu agni,
og vildu hafa hann sjer að forhleypi, en vissu að Frakkar mundu
rýrna mjög á metum þar eystra, ef það tækist að svipta þá
umboðinu, og koma því þeim erindreka í hendur, sem stæði
slyppur fyrir og engan liðskost ætti til taks. Frakkar höfðu
skjót aftök um málið, og með því að blöðin höfðu í ymsum
heityrðum við páfann og stjórnin ljezt búin, að kveðja erindreka
sinn heim frá Vatikaninu (páfastjórninni), fór hann ofan af öll-
5*