Skírnir - 01.01.1887, Síða 69
FRAKKLAND.
71
ræðisvalda, þó það yrði til að vinna, að «stinga inn» ráð-
herrunum og mörgum öðrum1). það má enn taka fram til
vitnis um, hversu þessi maður er vinum horfinn, að það vann
ekki á honum til óvirðingar, þó sannað yrði, að hann hefði
farið með rangan framburð á þinginu. Hann hafði borið þar
á móti, að hann hefði notið við hertogans af Aumale, þegar hann
hlaut hershöfðingjanafnið, en þau brjef fundust frá honum og
voru birt, sem fluttu hertoganum þakkir fyrir aðstoð sína.
Meðal annars var misminni borið hjer í bætifláka, en eitt af
þremur brjefum lýsti ráðherrann falsbrjef. — þar sem Frey-
cinet hafði orðið að seilast svo langt til vinstri handar eptir ráða-
nautum, má nærri geta, að hann yrði í flestum málum að
hliðra 'meir til við vinstri menn á þinginu enn hann ella
mundi hafa gert, og þess má geta, að hann framan af var
burtvisun prinsanna þverlega mótfallinn, en til hennar bar Iíka
meir síðar, áður enn honum snerist hugur. Sum blöðin köll-
uðu hann í skopi «Robespierre hinn sikursæta». Með auð-
sveipni sinni við hina ákafari vinstra megin tókst honum þó
misjafnt að halda þvi liði saman, og þar kom, að hann kaus
að fara frá stjórninni (3. desember) eptir ymsar skapraunir
af þeirra hálfu og samtök við einveldisliða í fjárlagamálum.
Kennslu- og kirkjumáiaráðherrann, Goblet, vel metinn maður
og kjarkmikill, skipaði þá nýtt ráðaneyti, og hjelt þar Bou-
langer sínu embætti, en sá tók við utanríkismálum, sem
Flourens heitir. Hvað langur aldur þvi er skapaður, er bágt
að vita, en hættan því sem fleirum á undan mest búin af
ósamheldi og sundrung flokkanna. Einn af keisarasinnum,
') í fyrra vor kom sú nýnæmissaga í Parísarblöðin, að Boulanger hefði
sagt svo á ráðherrafundi: «J>ið hafið líkast sjeð í blöðunum, að það
er Saussier hershöfðingi, sem á að vera ykkur skjöldur og verja, ef
mjer þætti það ráðlegast að senda ykkur til varðhalds í Mazas. En
það er þó sannast að segja, að kæmi mjer slíkt í hug, þá mundi
jeg fyrir Saussier fara allra ferða minna!» Saussier er fyrir liðinu
í París og styggðist er hann heyrði, og vildi þegar fara frá embætti
sinu, en fyrir góða meðalgöngu og góð orð af hins hálfu urðu þeir
sáttir og Saussier reið Boulanger á aðra hönd hersýningardaginn.