Skírnir - 01.01.1887, Síða 72
74
FRAKKLAND.
hvergi fram í er eptir voru. Sagt, að hjeraðsstjórinn bæði þá
að láta allt í friði (!).
það er nú lögtekið á þinginu að selja öll krýningar- og
konungadjásn Frakka; þau eru virt nokkuð á 22ra millíón
franka, og skal andvirðinu varið í þarfir nýtra stofnana, en
sumt mun verða gripasöfnum afhent. Meðal gimsteina er sá
sem «le regent» er kallaður og 12 millióna virði. Ur kórón-
unum eru allir gimsteinar teknir og þær síðan bræddar. «Sic
transit gloria mundil (svo fer veraldardýrðin allrar veraldar
veg)».
Vinyrkju Frakka hefir stórum hnignað á seinniárum; mest
vegna þrúgnaormanna, og stundum er sá skaði metinn á 500
millíóna á ári. í hitt eð fyrra nam eptirtekjan rúmlega 28V2
millión hektólitra *), en árið á undan 35 millíónum.
Nú er efnt til stórkostlegrar stofnunar, sem kennd verður
við Pasteur, þar sem taka skal við þeim mönnum sem leita
lækninga við biti ólmra hunda og úlfa. Hún verður einskonar
alþjóðastofnun, enda er stórfje til hennar saman komið frá öll-
um álfum og löndum. þar skulu vera salir, þar sem allskonar
tilraunir verða gerðar til að uppgötva agnarkvikindi og meina-
kveikjur og prófa magn þeirra á dýrum. Reyndin hefir sýnt
að úlfabit er hættulegra enn hunda, en Pasteur segir líka, að
bitsárin verði hjer jafnan fleiri og dýpri. I júnímánuði hafði
hann haft 950 manna til meðferðar, og af hundsbiti hafði að
eins einn látizt, en 5 af hinum úlfbitnu. I maímánuði var
tala þeirra 38, og af þeim þrír dauðir. — Einn af frægustu
læknum Frakka, sem Verneuil heitir og var á læknafundinum
í Kaupmannahöfn, er nú ásamt mörgum öðrum, sem hann hefir
kvatt til liðs, tekinn til að leita eptir meðferð á þeirri kveikju-
ögn eða kvikindi, sem honum þykir óefað, að valda muni
brjóstveiki. Takist honum sem Pasteur, má kalla, að eitt höf-
uðvopnið verði þrifið úr höndum dauðans.
Hinn frægi visindamaður, efnafræðingurinn Chevreul, hjelt
í París 100 ára afmæli sitt 31. ágústmánaðar, en borgarmenn
*) Hektólítri = ioo lítrar, lítri = i 'ho pela.