Skírnir - 01.01.1887, Page 112
114
RÚSSLAND.
um trúna, en allir vita, hvað af öðru tagi getur falizt undir
þeirri sambandsleit.
þrátt fyrir allan uppgang Rússlands og hinn stórfengilega
herafla eiga menn bágt með að trúa á menningarframfarir
þjóðarinnar — svo eru merkin enn glögg á þorra fólksins um
þrælslund, fávizku og aðra höfuðgalla. Meðan lægri stjett-
irnar sýnast svo útlendum mönnum, er afsakanlegt þó þeir
liki enn Rússlandi við járnjötun á leirfótum. Danskur frjetta-
ritari blaðs í Kaupmannahöfn («Nalionaltid.»), sem hefir verið
lengi i Pjetursborg, og ferðazt um þar í grenndinni, segir svo
um bændur Rússa, að hús þeirra sje snauðleg hreysi, óhrein
og óþverrafull, annar aðbúnaður eptir þvi, en þeir sjálfir fá-
visir og engum fróðleik sinnandi. þar að auki sje þeir latir
til vinnu, framtakslausir, en belgi þar ótæpt brennivínið, sem í
það verður náð. Hann segist hafa komið þar i grenndar-
hjerað Pjetursborgar, sem eptirlcomendur þýzkra manna byggðu,
þeirra er fyrir löngu voru þangað kvaddir til að vera hinum
þarbornu til fyrirmyndar í jarðyrkju og öðru, ogsjeð þar mun-
inn á þýzkri og rússneskri alþýðumenning. Hjer voru húsin
snotur, gólfin hvít og fáguð, húsgögnin falleg og úr góðu efni,
um allan aðbúnað ekki að tala, eða ræktun jarðarinnar, kunn-
áttu fólksins sjálfs og menntunarfýsi. Til dæmis um drykkju-
skapinn þetta: Hann kom í þorp með 52 húsum. Hjer var
byrjað á brennivínssölu í tveimur búðum — fyrir rikissjóðinn(l)
— 1. janúar umliðins árs. Eptir 5 mánuði hafði í annari
búðinni selzt fyrir 2,500 rúflna, en hinni 3,600. Ef rúflan er
reiknuð á kr. 2,77, verður hjer selt á ári fyrir nær þvi 40 þús-
undir króna.
Opt kallað í rússneskum og öðrum blöðum, að «níhílistar
(gjöreyðendur)» væru aldauða á Rússlandí og áreiðanleg höpt
komin á athafnir þeirra. það hefir þó gefið annan grun, er
sömu varúð var haldið um varðsetning (þrefalda) í kringum
bústaðarhallir keisarans og í sölum uppi, og svo frv., eins og
stundum er sagt frá í «Skxrni» — t. d. í fyrra 107.—108. bls.,
þó það væri annars líklegt talið, sem blöðin sögðu. Árið sem
leið hafa ymsar sögur vottað, að hjer var ekki svo fyrir enda sjeð