Skírnir - 01.01.1887, Side 120
122
TÍÐINDI FRÁ BOLGARAL ANDI.
Alexanders fursta, risið upp á móti honum og skotið honum
út yfir landamærin». Síðar leitaði yfirkonsúll Rússa, Kojander
að nafni, að snúa KaravelofiF, stjórnarforsetanum að þeirra
máli, og koma honum í samsæri móti Alexander, en hann stóðst
þá allar fortölur, þó hann síðar virtist heldur valtur að ein-
urðinni til, sem síðar skal á minnzt. Nú gerðust þau tíðindi,
sem Bolgörum og höfðingja þeirra urðu til mestu sæmda, og
frá er sagt í síðasta árgangi þessa rits.
Nú skal þar aptur til ársviðburðanna tekið, að jarl hafði
í maímánuði boðað nýjar kosningar. I þeim mánuði ferðaðist
hann um land i Eystri Rúmelíu, og hafði með sjer Karaveloff,
stjórnarforsetann. Báðum alstaðar sem bezt fagnað. þar er
bær við hafið, sem Burgas heitir. Hjer var það stilli til veiðar
búið, sem rússneskur herliðskapteinn Nabokoflf að nafni, sat i
með sex samsærisliðum — tveir þeirra frá Montenegró. þeir
ætluðu að sæta færi, er furstinn væri kominn spöl á leið frá
bænum, taka hann þá höndum og flytja hann út á skip, sem
lá á höfninni. Líf hans skyldu þeir hafa, ef hins yrði ekki
kostur. Hjer fórst enn allt fyrir, því njósnirnar uiðu fyrri að
bragði, en yfirkonsúll Rússa gerði sjer mesta far um að bera
sakirnar af kapteininum, og þá hitt með, að ráðin væru af
Rússa völdum. Um það efast þó ejiginn nú, eptir það sem
fram kom 31. ágúst. Nei, því um leið og erindamenn og vinir
Rússa vildu hreinsa sig af svo illum brögðum, var sem ákafast
haldið áfrarn að grafa nýjar tálgrafir, og graftólin voru rúss-
neskar gullrúflur. þeirra var nú neytt sem ósparast við foringja
hersins, en hjer svo ástatt, að margir ungir foringjar kunnu því
illa, er þeir, að stríðinu við Serba loknu, þar sem svo skjótt
gekk upp virðingastigin, urðu að sætta sig við lægri stöður, eða
að nú gekk allt seinna, eða eldri mönnum var skotið fram
fyrir þá. 1 hermálastjórninni sjálfri voru menn, sem ljetu ginn-
ast af gulli Rússa, til að blása að öllum illum kolum í hern-
um, kveikja þar öfund og agaleysi, en síðar koma á heilar
sveitir samsærissnörunum. Til þess að gera meiri óróa og ys
i hernum og fólkinu, var þeim lygakvitt hleypt út um landið,
að Serbar hefðu ný ófriðarráð með höndum og byggjust í