Skírnir - 01.01.1887, Síða 121
TÍÐINDI FRÁ B0LGARALAND1.
123
leyni til hefndaratfara Bolgörum á hendur. Til að gera þetta
enn sennilegra var maður sendur af stað til njósna, kapteinn
í hervjelaliðinu sem Vasoíf heitir. Fyrir þessu og öðru geng-
ust tveir menn í hermálastjórninni, sem heita Benderef og
Dimitrieff, en báðir í gullsnöruna komnir og í samsærisbendu
rússneskra erindreka og Rússavina, Zankoffs og fleiri '). þeir
gátu því betur komið sjer við, sem hermálaráðherrann sjálfur
Nikoforo, var veikur og ófær til stjórnarstarfa. Njósnar-
skýrslurnar frá Vasoff gerðu allt sem ískyggilegast um athafnir
Serba, og nú fór furstinn sjálfur að leggja trúnað á þær sögur,
og hann fjellst nú á, að liðsveitir voru sendar frá höfuðborg-
inni á varðstöðvar nálægt landamærum Serba, til Slivnizza —
þar sem orrustan stóð 17. nóv. 1885 — og fleiri staða* 2). þó
það væri allt einber tilbúningur, sem stóð í skýrslum Vasoffs,
og þær kæmu i rauninni frá Kússlandi en ekki Serbíu, því
þar hafði hann ekki stigið fæti á land, þá fóru fleiri
að trúa, og stjórn soldáns í Miklagarði beiddist skilagerðar
um málið af stjórnarforseta Milans konungs. Hann svaraði
byrst, og sagði hjer farið með uppljóst einn og lygar. Sam-
særismenn sögðu nú: «þeir reiðast þó þar nyrðra, af því upp
um þá var komið!», en um leið ljetu þeir alþýðunni og her-
mönnunum talið trú um, að það væri í raun og veru Alexander
fursti, sem vildi ófriðinn, þyrsti í nýja sigurfrægð. Já, það
væri eptir öðru, svo lítið ljeti sá höfðingi sjer annt um lands-
ins sanna gagn og þarfir. A þessa leið voru undirbúnings-
brögðin, og nú leið svo fram til siðari hluta ágústmánaðar, er
samsærisráðunum var fram komið. Hjer koma ný brögð til
sögunnar. þeir menn sem fyr voru nefndir í hermálastjórninni
höfðu fengið í bandalag sit foringjann Grúeff, forstöðumann
fyrirliðaskólans, og Stojanoff foringja fyrir setuliðsdeild — hún
') Zankoff hefir frá öndverðu verið forstöðumaður fyrir Rússlandssinnum
á Bolgaralandi, haft embætti í stjórn furstans og, ef oss minnir rjett,
verið hennar forseti nokkurn tima. Hann kemur síðar meir við tíð-
indasöguna.
2) J>eim sveitum svo á burt komið, sem samsærismenn uggðu mótreisn
af, er svikunum skyldi fram komið.