Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 126
128
Tyrkjaveldi.
Tyrkjar aka seglum eptir vindi. — Frá Egiptalandi. — Af forn-
leifum. - Mannslát.
Tyrkjar hafa opt sýnt, að þeir hafa tamið sjer að aka
seglum eptir vindi, og það kemur þeim stundum að haldi í
veðraköstunum pólitisku á Balkansskaga, en þeir hafa sjaldan
reynzt í þvi leiknari enn í Bolgaramálinu. Framan af ljetu
þeir sem mjúklegast við sendiboða Englendinga, Edward
Thornton, meðan erindreki þeirra i Sofíu, White, reri þar sem
fastast undir gegn ráðum Russa. En þegar þeir sáu, hver hugur
fylgdi máli, og að hjer skyldi vart meira vinna, enn það sem
gómspjótunum mátti til hlíta, fóru þeir að stirðna við sendi-
bóðann, en blíðkuðust við Rússa og urðu þeim liðugri í öllum
vikum. Framan af voru þeir Alexander fursta innan handar,
en þegar í raunirnar rak, og Thornton skoraði á stjórn sold-
áns að veita honum fulltingi, hafði stórvezirinn — Said pasja
— hrein og bein afsvör. Einu sinni gerði sá ráðherra sjer
svo dælt við sendiboðann, að mörgum þótti ekki trúlegt. Hann
átti að minna stjórn soldáns á vanefndir iagabóta í Armeniu
(samkv. Berlínarsáttmáianum), en Said brást hjer svo byrstur
við, að hann fleygði brjefinu á gólfið og mælti: «þ>arna eruð
þið komnir! það er líka rjetti tíminn til að mæða okkur með
smámunum!» þetta var rjett á eptir að höfðingjalaust var
orðið á Bolgaralandi. Síðar var Thornton kvaddur á burt frá
Miklagarði, en soldán þótti líka þá gera sjer heldur dælt við
Englendinga, er hann færðist heldur undan að talca við White
í hans stað, af þvi hann vissi, að hann var Rússum hinn mót-
drægasti, enda mun hjer ekki hafa verið bendingalaust afþeirra
hálfu. Eptir áminningarnar frá Salisbury, sem áður er getið
(36. bls.) urðu þeir soldán og ráðherrar hans auðsveipari í
öllu bragði og viðmóti við Englendinga, og tóku með vináttu
og kurteisi við Drummond Wolff, erindreka þeirra á Egipta-
landi, hvað sem úr þeim ráðagerðum verður, sem enn er yfif