Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 134
136
DANMÖRK.
felld, borin upp af einhverjum öðrum á þinginu enn þeim,
sem situr í ráðaneytinu, og þó þau hafi ekki hlotið samþykki
bingsins áður enn því er slitið. f>að eru ekki að eins vinstri-
menn, sem hafa sagt, að þeir hafi annað eða gagnstætt hugsað,
sem sömdu grundvallarlögin, en margir málsmetandi menn af
hinum, t. d. Monrad sálugisem átti mikinn þátt í tilbúningi
þeirra, og Madvig heitinn, sem hrakti dóminn heldur óvægilega
í ritlingi skömmu áður enn hann dó. A!t um það er dómur-
inn nú orðinn að máttarstoð og meginatriði i rökleiðslu og
kenningum hægrimanna og stjórnarinnar.
Af því að vinstrimenn kalla það ekki annað enn hættulega
fávizku að víggirða Kaupmannahöfn, ónýtt úrræði ríkinu til
varnar, niðurdrep borgarinnar, og að kostnaðinum til sligunar-
byrði þjóðarinnar, niðra hinir þeim stöðugt fyrir ódrengskap
og þjóðræknisleysi. Ættjarðarvörnin er nú skærasta dygðamerki
hægrimanna, hinir allir dygðasnauðir, sem sjá í framlögin eða
neikvæða þeim til virkjagerðar um höfuðborgina — þó það sje
eklci meira enn rúm þrjú ár síðan, að Ploug sagði í landsþing-
inu, að hún yrði þó ekki til annars enn að liða Danmörk
i sundur við Storebelt. Skært skína þeir menn í þeim
friða ílokki, sem gengizt hafa fyrir samskotum til varnanna og
virkjagerðarinnar. «Selvbeskatning (álögur skatta á sjálfa sig)»
er þetta dygðaverk kallað Fyrir nokkuð af því fje1 2) hæð
keypt með petti um kring úti í Dýragarði, þar sem farið er að
reisa kastala, og verður hinn fyrsti af þeim sem gera skal innan
hins fyrirhugaða virkjahverfis. Til upphafs var hjer reku
stungið i mold 27. marz með hátíðlegu móti. Af mótmælaat-
riðum vinstrimanna gegn virkjagerðinni má þessi nefna: að
hjer í raun og veru sje litið til aðsóknar frá þýzkalandi, og
svo liggi fyrir þjóðverjum allt annað opið og öndvert, Jótland,
Fjón og fleiri eyjar; enn fremur: að hin viggirta höfuðborg
geri þá Danmörk að keppikefli Rússa og þjóðverja, þegar þar
1) Hann fylgdi vinstrimönnum nálega í öllu á þinginu, en stóð þó ekki
á liðskrá þeirra.
2) Alls saman komið eitthvað um I millíón króna.