Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 140
142
Noregu r.
Efniságrip: Jafnstæðiskrafa — Flokkagreining vinstrimanna. — Úr
þingsögu. — Ný rit og fl. — Björnstjerne Björnson. — Náttúrufræðinga-
fundur. — Útflutningar og aðflutningar. — Frá bankahruni. — Eldsvoðar.
— Mannalát.
Norðmenn kalla þar enn bresta á jafnstæðið við Svía, sem
utanríkismálin eru. f>eir hafa líka verið svo utanveltu, að ráð-
herra utanrikismálanna hefir ávallt verið sænskur og haft ábirgð
að eins fyrir þinginu í Stokkhólmi. Nú er sú uppástunga
komin frá Jóhanni Sverdrúp, stjórnarforsetanum, sem þingið
hefir fallizt á, að bæði rikjaþingin kjósi nefnd, jafnskipaða af
hvorumtveggja, og henni gagnvart skuli sá ráðherra ábirgð
hafa, hvort sem norskur er eða sænskur. Málið kemst ekki
skjótlega í kring, og þess ekki heldur von, úr því hjer ræðir
um sambandslög, en undir uppástunguna greiðlega tekið í
sumum málsmetandi blöðum i Svíaríki. I einu þeirra svo
komizt að orði, að Björnstjerne Björnson hefði þar rjett að
mæla, er vináttunni með þeim frændþjóðum yrði að fylgja full-
komið sjálfsforræði hvorrar um sig, «því þegar svo væri komið,
mundi þær aldri neitt skilja». Ljúfari og þekkari ummæli
kvaðst Björnsjerne aldri hafa heyrt nje lesið.
Eptir sigurinn í ríkissóknarmálinu hefir komizt los á fylk-
ing vinstrimanna, þó ekki hafi til fullrar sundrungar dregið.
f>ó hjer kenni margra grasa, og jafnvel innan sjálfs bænda-
flokksins noklcurs áskilnaðar; er svo greint á milli tveggja
stöðva vinstra megin, að á annari standa þeir menn sem fæl-
ast nýtt aldarsnið, vilja hlaða stíflur á móti nýjum straumum
tímanna, og kalla merg og kjarna þjóðarinnar — já allt norskt
ágæti í alþýðunni, vaðmálskuflafólkinu fólgið. þessir menn —
og þá helzt þeir sem yzt standa í þeim flokki — halda svo
spart á framlögum, að opt þykir úr hófi þoka. A hinni stöð-
inni standa þeir menn, sem almennt eru í öðrum löndum fram-
fara- og frelsismenn kallaðir, og af því þeim þykir sízt hlýða,