Skírnir - 01.01.1887, Side 142
144
NOKEGUR.
um blaða sinna. Hinir kalla nú líka þar komið, að Oftedælir
sje höfuðfylking stjórnarinnar, og að Jóhann Sverdrúp sjálfur
ætlist þar helzt til halds og trausts sem þeir eru vinstra megin
á þinginu. þ>eir hafa lengi alið á málunum um «safnaðaráð»
og kirkjufund til rannsókna og frumvarps viðvikjandi högum
kirkjunnar, og fyrir stuðning Sverdrúpanna mun það mál vel
á veg komið, þó nánari greining verði að bíða næsta árgangs1).
Að vísu vill Johann Sverdrúp helzt standa hjá leik, þegar til
viðureignar kemur með vinstri flokkunum, enfærþó ekki sjaldan
að heyra — í blöðum Evrópuliða — hvar hugur hans fylgi
máli. Höfuðforingi þeirra er Steen rektor, og til * þess flokks
má öll höfuðskáldin telja — Björnstjerne Björnson, Ibsen, Jonas
Lie, Kjelland og fl. — og flesta menntaða leikmennn i vinstri
fylking og suma stórbændurna þingsins. Blöðin «Dagbladet» og
« Verdens Gang», sem fyr voru höfuðkempur í forvígi Sverdrúps,
eru nú rúmlega hálfsnúin í gegn honum og stjórninni. Fundið
t. d. að við hann, hvað hann sje bændum leiðitamur, og hann
hafi i fyrra slegið þegar undan, er þeir neituðu um drjúgt af
því sem hann beiddist til sjóvarna og fiota2), þó hann hefði á
öndverðu þingi sagt, að hann yrði að fara frá stjórninni, ef svo
færi. þetta hjerumbil svo varið í hinna flokki: «Nei, hann
Sverdrúp okkar er vitrari enn svo, að hann setji neikvæði
þingsins í fjárkvöðum fyrir sig og fari frá embætti, því hann
veit, að stjórnin á að hlýða þinginu, þ. e. þjóðinni, og að
stjórn landsins fer að eins með framkvæmda umboð þjóðar-
þingsins».
Úr þingsögu Norðmanna umliðið ár vitum vjer ekkert
markvert að segja. Farið svo fram á, að færa út kosningar-
rjett og auka kjósendatöluna, en hjer lá við mikilli kappsdeilu
með vinstrimannadeildunum, og þegar Joh. Sverdrúp sá, að
málið mundi draga til fulls aðskilnaðar, neytti hann allrar orku
1) Marga uggir, að lijer muni fæstu í frelsisáttina snúið, ef ráða mætti
af «stiptsfundi« í haust í Krístjaníu (300 manna leikra ng lærðra),
J>ar sem öllum frjálslegum uppástungum var aptur vísað.
v) Hann fer með stjórn þeirra mála.