Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 143
NOREGUR.
145
til að fá «frestað». f>að tókst, en hjer fylgdu hægrimenn «stór-
bændunum» og Evrópuliðum. f>ess má geta sem nýlundu, að
þingið veitti 400,000 kr. meir til vegabóta, enn beiðst var. —
Eptir fjárlagafrumvarpinu tekjur og útgjöld reiknuð á rúmar 43
mill. kr. — Ríkisskuldir í lok 1885: 108,408,000 kr.
Rúmsins vegna verðum vjer i þetta skipti að fara styttra
yfir bóklegar nýjungar norsku skáldanna enn vjer mundum
ella. Vjer nefnum eptir Jonas Lie skáldsögu, sem heitir
«Kommandörens dötre», eptir Kjelland aðra, sem heitir «Snee»,
þar sem klerklegt hugarlíf má kalla krufið, og eptir Henrik
Ibsen sjónarleik, «B,osmersholm» að nafni. f>etta skáldrit
nokkuð ráðgátukynjað, sem fieiri eptir Ibsen. Ný athugagrein
við lif mannsins sem á að sýna fánýti þess og hjegóma, þegar
vel er að öllu gáð. f>eim einum kemur það til nokkurs, sem
hafa augun «hvaðanæfa», aka í öllu seglum eptir vindi, hugsa
aldri um hvað háleitt skal meta, en hitt að eins, sem að gagni
getur komið. Hinir, sem berjast við háleitar hugsjónir, trúa
á vaxandi göfugleik andans, eru i raun og veru ærir menn, og
eiga að flýta sjer fyrir ætternisstapa. — Hjer má minnast á, að
úr «realista»-jarðvegi Norðmanna hafa komið, eins og öðrum
löndum, «kvistir kynlegir»; vjer eigum við bermælaskáldin;
eða hvað eigum vjer að kalla þá menn, sem virðast helzt að-
hyllast hið fornkveðna: «Náttúrlegir hlutir eru ekki ljótir
(Naturalia non sunt turpia)», sem þykir það heldur skaði
enn óþarfi, að sneiða hjá því i lýsingum, sem menn
hingað til hafa brugðið blæju fyrir, eða feimað sjer við að
færa í búning málsins? f>að er þó likast, að venjan ráði miklu,
er menn mæla á móti þeim kenningum, sem hæla þessháttar
ritum, eða er skrúði þeirra er likt við það, sem kölski fer
helzt í, vekjandi jafnt hroll og ginning, og óhætt mun að segja,
að áreiðanlegum dómi er ekki enn á þá ritstefnu lokið. Hitt
er auðvitað, að hneyxlanlega má með hana fara, og það er
vart efunarmál, að ungum manni, sem Hans Jæger heitir í
Kristjaniu, hafi orðið svo á, er hann skrifaði þá skáldsögu, sem
hann kallaði «Christiania Boliémen» — Kristjaníuslarkarann.
Mál höfðað móti höfundinum, og því lauk svo i hæsta rjetti,
10