Skírnir - 01.01.1887, Side 152
154
AMERÍK A..
æpti: «Frelsið eigið þið að heimta með pistólu í annari hendi,
i hinni hnífinn og með vasana fulla af sprengikúlum!» Tíð-
indin verstu gerðust í Chicago fyrstu dagana i maimánuði, og
þann fjórða stóð þar bardagi á strætum og torgum með allmiklu
mannfalli. A eina sveit löggæzlumannanna var sprengikúlu
varpað úr glugga, og varð hún 24 mönnum að bana, en særði
21. Við það varð atganga liðsins harðari og í henni fjellu
enn af þvi 8 menn en 39 særðust, þrir til ólífis. Af byltinga-
lýðnum fjellu og særðust yfir 50. Sagt, að í öllum róstunum
hafi hjerumbil 200 manns haft líftjón eða lemstra. — Meðal
þeirra sem handteknir voru var sá er sprengikúlunni hafði
kastað, og við rannsóknirnar komst það upp, að hann hafði í
10 mánuði ekki annað starfað enn búa þær kúlur til, og að
hjer var því einu íramkomið, sem ráð hefðu verið til sett og
öll skipun til framkvæmda, þegar vel bæri undir. Meðal þeirra
sem hjer komu í leitirnar voru menn, sem nefndir hafa verið
i þessu riti (1885, 15.—16. bls,), t. d. Schwab, nú sekur um
morðráð, og með honum 6 aðrir, 4 þeirra frá þýzkalandi, einn
þarlendur og hinn sjöundi ensknr. þessir menn allir af lífi
dæmdir fyrir forustu í atvígunum, en hinn 8di til 15 ára betr-
unarvinnu. Aftakan hefir þó dregizt til þessa, því öllum árum
hefir verið á móti henni róið, og miklu fje skotið saman til
nýrra málsvarna eða að taka upp sakirnar að nýju. Hvað hjer
kann að takast er ekki enn hægt að segja. Johann Most, rit-
stjórinn alræmdi (blaðsins „Die FreiheiD) í Newyork og fylgi-
liðar hans Schenck og Braunschweig höfðu látið æsingadæluna
ganga allan þann óróatíma bæði í blaðinu og á fundum.
Stjórnin ljet stefna þeim í dóm fyrir æsingar til morða og of-
beldis. Sektirnar urðu útlát og varðhald, en þegar dómarinn
las dóminn upp, mælti hann þessi orð til Mosts: «það er afar
hörmulegt, að lögin leyfa ekki harðara dóm enn þann, sem
hjer skal tilkynna. þjer hafið hvatt til morða, brenna, eitur-
byrlana, og hafið haldið eggingarræður til fávitra aðkomu-
manna, að þeir skyldu verstu ofbeldisverk fremja. þjer hafið í
ritlingum kennt vinnukonum ráð til að drepa húsbændur sína
á eitri. þjer eruð sá argvitugasti bófi, sem jeg hefi sjeð fyrir