Skírnir - 01.01.1887, Side 154
156
AMERÍKA.
bæjaráðsmenn tóku af borgarfje 60 mill. dollara fyrir það (við-
auka við ráðhúsið), sem kosta mátti með 5 millíónum.
Nú er Dakóta orðið hið 39da i ríkjatölu Bandarikjanna.
Nýmælin samþykkt í öldungadeildinni 7. febrúar 1886.
Við Gogebicvatnið, þar sem löndin Michigan og Wiscon-
sin mætast, eru járnnámar fundnir, sem eru, ef lýsingunum má
trúa, með þeim auðugustu í heimi. Á skömmum tima eru þar
bæir upp komnir með 10,000 íbúa, en þangað streyma fleiri
og fleiri. það sem hjer er upp tekið hefir i sjer 63 parta
hundraðs af hreinu og góðu járni. Framleiðslan árið sem leið
talin á 750,000 «tons».
Bar.daríkin hafa þegið systurgjöf af lýðríkinu á Frakk-
landi. það er afarstórt kvenlíkan, táknandi frelsið, berandi
heiminum birtu, sem nú stendur á eyjunni, sem Bedloe heitir,
út frá Newyork og er þar vitavarði. Likneskjuna ber 350 fet
yfir sjáfarmál, og hún heldur á rafurlogakyndli, sem lýsir frá
sjer 5 mílur. f>au log eru og í stað steina í djásninu sem hún
ber á höfði. Hún var afhjúpuð 28. október, og var það
mikið hátiðarefni. þar voru komnir frá Frakklandi auk mynda-
smiðsins, Bartholdi að nafni, Lesseps og fleiri höfðingjar, frá
Bandarikjunum auk forsetans íjölmart stórmenni. Af prósess-
íum, skrúðsigling út að eyjunni, fagnaðarópum og söngum,
skotdunum — 10,000 skota drundu úr 500 fallbissna, er hjúpn-
um var kippt á burt —, af ræðuhaldi og uppljóman borgar-
innar gerðust þær sögur, sem helzt fylltu blöð veraldarinnar
um þá daga.
Cleveland forseti hefir lifað ógiptur þangað til i sumar
leið 2. júní. Hann var þá 49 ára gamall, en brúðurin 22,
fögur að sögn og mesta valkvendi. «Miss» Foolsom var nafn
hennar. Vígslan fór fram í höll forsetans, en þar viðstaddir
að eins vinir og vandamenn 28 að tölu, og viðhöfnin hin hóf-
samasta. Sumir eða flestir af forsetum Bandarikjanna, sem
hafa haldið brúðkaup sitt í «Hvitahúsinu», — og það eiga 9
að hafa gert — munu hafa boðið í það útlendum sendiboð-
um, en Cleveland mun hafa þótt þetta liggja of fjarri utan-